AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Qupperneq 63
gólfinu og þar af leiðandi verður yfirbragð innra
rýmis grófara en steinslípuð gólf á efri hæðum.
Einnig er sá steinn, sem notaður er utan á bygg-
ingunni, settur framan á barborðið. Við þetta
breytist tilfinningin fyrir áferð rýmisins, og skilin
milli úti og inni verða óljósari. Þegar litið er út sést
í efri hluta dómkirkjunnar, það er efst í turn hennar
og aðalinngang og svo höfuð gangandi vegfar-
enda. Raunverulegt fjarlægðarskyn á því sem
sést raskast, þar sem tilfinningin fyrir torginu
verður að engu og útsýnið verður að flatri tví-
víddar-mynd. Þó er breytileg hreyfing á þessari
mynd eftir því hver stefna gangandi vegfarandans
er uppi á stétt torgsins. Bogi rýmisins fyrir utan
veitingastaðinn, sem setur takmörk fyrir stærð
staðarins, endurspeglar boga dómkirkjunnar og
um leið beinir augum manns að henni. Hvort sem
gestur hússins er á efri hæðum eða í niðurgröfn-
um veitingastaðnum þá er hann sífellt minntur á
mótleikara ráðhússins, heilagleikann sjálfan.
Fyrir utan það að auka rými hins opinbera, þá
hafði húsagerð sem þessi það að markmiði að
tvinna umhverfi dómkirkjunnar saman og leysa
þannig vanda torgsins, sem einkenndist mjög af
auðri lóðinni sem sneri að dómkirkjunni. Til þess
að koma í veg fyrir að keppa við framhlið dóm-
kirkjunnar þá er framhlið ráðhússins byggð upp
eins og tónlistarhandrit eftir láréttum nótna-
strengjunum. Tónlist og afstæður hrynjandi partit-
unnar skapa jafnvægi og kyrrð í hringmyndun
torgsins. Ekki eru teknir neinir formfastir þættir frá
dómkirkjunni aðrir en taktföst afstæðan, þ.e. ein-
földun á formum og tilvísun í landfræðilegt og
menningarlegt umhverfið. Þessi túlkun á umhverf-
inu, sem byggist á góðu samfélagi nútíðar og
fortíðar til þess að leiða menn inn í framtíðina, er
einkennandi fyrir byggingar Moneos og ýmissa
ítalskra arkitekta, eins og t.d. Ignazio Gardella.
Bygging hans í Feneyjum hafði mikil áhrif á
Moneo þegar hann hannaði viðbygginguna í
Murcia, um hvernig útlit nútímabyggingar ætti
rætur sínar að rekja til forfeðranna .
Útsýni yfir á dómkirkjuna er mikilvægasta gildið
í hönnun þessarar ráðhússbyggingar fyrir borgina:
stórar svalir þjóna sama hlutverki eins og í leik-
húsi, veggir eru ristir í stigagangi og opinn að-
gangur er að yfirbyggðum þakfletinum með það
eitt fyrir augum að horfa á dómkirkjuna fyrir fram-
an og torgið sem iðar af lífi. Hér í verki Moneos í
Murcia spila saga og menning, litir og áferð,
efniviður og einfaldleiki í formum, hljómlist í eyrum
fólks, bæði þeirra sem nota bygginguna og þeirra
sem virða hana fyrir sér á torginu sitjandi á veit-
ingastað með tapas og bjórglas við hönd. ■
Ljósm. í grein: Juan de la Cruz Megías.
61