AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 70
STEEFÁN SNÆBJÖRNSSON, INNANHÚSSARKITEKT Hönnunarsafn Islands í Garðabce ann 15. október sl. var opnuð í Garðabæ kynningarsýning nýstofnaðs Hönnunarsafns íslands. Sýningunni, sem spannar örlítið úrtak íslenskrar listhönnunar áranna 1950-1970, er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á tilkomu safnsins og að svo miklu leyti sem lítil sýning getur gefið til kynna í hverju viðfangsefni hönnunarsafns er fólgið. Af sama tilefni gekkst hönnunarsafnið fyrir mál- þingi um „Hlutverk hönnunarsafna í nútíð og fram- tíð“. Fjórir erlendir fyrirlesarar fluttu framsöguer- indi á ráðstefnunni, þau Volker Albus, prófessor við Hönnunarháskólann í Frankfurt, Reyer Kras, forstöðumaður hönnunardeildar Stedelijk safnsins í Amsterdam, Paul Thompson, forstjóri, Design Museum í London og Anniken Thue, forstöðu- maður Listiðnaðarsafnsins í Osló. Auk þess flutti Aðalsteinn Ingólfsson erindi um íslenska hönnun og stöðu hennar á tímamótum. Allir sem sóttu þetta málþing voru sammála um gagnsemi þess og að mikinn lærdóm megi sækja í erindi frummælenda en allir búa þeir yfir langri reynslu hvað varðar stjórnun og rekstur slíkra safna. LANGUR AODRAGANDI Allflestum lesendum þessa blaðs mun kunnugt um langa umræðu í faghópum um mikilvægi safns er sinnti varðveislu, skráningu og rannsóknum á 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.