AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 79

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 79
ndanfarin ár hefur söluskrif- stofa BM Vallá verið starf- rækt í bráðabirgðahúsnæði við Breiðhöfðann, í litlu timb- urhúsi alveg við vegbrúnina. v ' Fyrir fjórum árum var ég fenginn til að endurskipuleggja og hanna húsnæðið með það fyrir augum að lengja líftíma þess um einhver ár til viðbótar. Framleiðsla fyrirtækisins á ýmsum vörum til garða og húsbygginga hefur hins vegar aukist svo hratt á stuttum tíma, að fljótlega varð Ijóst að óhjákvæmilegt yrði að byggja yfir starfsemina stærra og varanlegt hús- næði. Haustið 1998 ræddi Guðmundur Benediktsson aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins við mig um byggingu nýrrar söluskrifstofu. í framhaldi af því var ákveð- ið að ræða við arkitektana Jón Þ. Þor- valdsson og Baldur Ó. Svavarsson um samstarf við hönnun hússins, en þeir reka teiknistofuna Úti og Inni. Rafmagns og lýs- ingarhönnuður hússins er Helgi Eiríksson, verkfræðistofa Vífils Oddsonar sá um verk- fræðiþáttinn og Guðmundur Örn Sigurðs- son landslagsarkitekt um lóðina. 1 * I I "l í.:i: ji' % p|I| WtÁV-AAi W\ f&\ J '' n 'ö’- , 11 y X ■ Arí Iví/ vV j|I Já. FORSENDUR Gengið var út frá að byggja ca 200 m2 húsnæði þar sem steypan væri í aðalhlutverki, hús sem endurspeglaði metnað fyrirtækisins sem ekki hvað síst birtist í framleiðslu þess, þar sem mikil áhersla er lögð á hönnun og vöruvöndun. Húsið skyldi falla vel að Fornalundi sem er friðaður trjálundur í umsjá BM Vallá og þeir hafa fléttað framleiðsluvörur sínar inn í. Þarna skyldi rísa sér- stætt hús, að innan sem utan, grundvallað á þeir- ra eigin framleiðslu. LÓD 06 UMHVERFI Lóðin sem húsið stendur á er ákaflega þröng en löng og afmarkast af verksmiðjuhúsi annars vegar og hins vegar lóð gömlu slökkvistöðvarinnar. Því verður lóðin óhjákvæmilega ráðandi þáttur í lögun hússins. Ákveðið var að staðsetja húsið eins ná- lægt gamla trjálundinum og hægt var. Þannig skapaðist rými fyrir framan húsið og garðurinn síðan dreginn utan um það og fram að bílastæð- unum við Breiðhöfðann, en þaðan er aðalaðkom- an að húsinu. Þriggja metra háir bogadregnir veg- gir hlykkjast eftir lóðinni og skerma verksmiðju- húsið frá söluskrifstofunni og skapa henni rými. BM VALLA Söludeild Breíðhöfða Hannað af Omari Sigurbergssyni húsgagna- og innanhússarkitekt FHI og arkitektastofunni ÚTI og INNI BYCCINCARLYSIMC Húsið er í raun einingarhús á einni hæð með skriðkjallara. Úthringurinn samanstendur af for- steyptum einingum með innsteyptri einangrun, en ómeðhöndlaður veggur eftir miðju húsinu endi- löngu er staðsteyptur (sjónsteypa). Gólfplatan er byggð upp á sérstökum gólfplötueiningum sem raðað er ofan á sökklana, og síðan er steypt ofan á eftir járnabindingu. Eftir þornun var gólfið terrasóslípað. Þakið er einnig sett saman úr forsteyptum einingum með innsteyptri einangrun. Þakið er klætt sléttum, steyptum þakskífum (borgarskífum) sem er ný framleiðsla fyrirtækisins. Þá eru allir léttir veggir hlaðnir úr sérstökum milliveggjaeiningum. 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.