AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Side 85
Eftir umfjöllun dómnefndar var tillögum raðað í
verðlaunasæti. Þegar nafnleynd var rofin kom í
Ijós að fyrstu verðlaun hlaut tillaga Glámu/Kíms,
Arkitekta, Laugavegi 164, ehf sem nutu ráðgjafar
Sigrúnar Helgadóttur líffræðings.
í umsögn dómnefndar um verðlaunatillöguna
segir m.a.: „Byggingin er einkar látlaus og hógvær
í umhverfinu en hefur þó sterk huglæg tengsl við
staðinn... Húsið myndar skjólvegg um útirými sem
er opið í helstu sólarátt og þjónar bæði sem aðko-
muhlað gesta og útisýningarsvæði. Húsinu er
skipt upp í tvær álmur, fræðslustofu og þjónustu-
hús, sem snúa hornrétt hvor á aðra en eru tengd-
ar saman með yfirbyggðu útirými sem jafnframt er
anddyri fræðslumiðstöðvarinnar. Þessi lausn hefur
ótvíræða kosti þegar fjölda gesta ber að á sama
tíma og í misjöfnu veðri. Tillagan uppfyllir vænting-
ar dómnefndar á einkar sannfærandi hátt og leysir
kröfur verkefnisins með þeim hætti að hún hefur
augljósa yfirburði yfir aðrar tillögur."
FORSENDUR VEROLAUN ATILLOC-
UNNAR - YFIRBRACÐ
Keppnilýsingu um nýbyggingu fræðslumiðstöðv-
ar við Hakið á Þingvöllum má greina í tvennt.
Annars vegar að móttöku- og sýningarskála, hinni
eiginlegu fræðslumiðstöð fyrir gesti Þjóðgarðsins
á Þingvöllum. Hins vegar að þjónustuhúsi með
salernis- og snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn sem
koma að Hakinu.
í fræðslumiðstöðinni verður haldið fram marg-
víslegum fróðleik - um þjóðsögur, þjóðhætti, sagn-
fræði, fornleifar, náttúrufar, samspil þjóðar og
lands, og innblástur Þingvalla í íslenska menningu
og listir fyrr og nú - með texta og myndefni á vegg-
spjöldum, líkönum, margmiðlun með tölvum og
skjám, og tilvísan til útsýnis.
Þingvellir skipa sérstakan sess í vitund íslensku
þjóðarinnar, og enginn annar staður er eins sam-
ofinn sögu hennar, minningum og draumum. í
stórbrotinni náttúru Þingvallasvæðisins birtist
samkeppni um nýbyggingu - fyrstu verdlaun, Gláma/Kím
Suðvesturhlið
Norðausturhlið
Norövesturhlið
Suðausturhlið
Sneiðing A
83