AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Page 86
ennfremur sköpunarsaga landsins með áþreifan-
legum hætti.
Byggingin mun hvorki etja kappi við landslagið,
né endursegja sögu eða náttúrufar með formi
sínu. Hún mun falla að landslaginu á hógværan
hátt og vera virk í rýmismótun við aðkomuna að
Hakinu. Henni er ætlað að vera látlaus umgjörð
um sýningarhald sem í tímans rás mun taka sí-
felldum breytingum.
FYRIRKOMULAG - STAOHÆTTIR
Byggingunni er skipt í tvær álmur sem snúa
hornrétt hvor á aðra, og móta rými sem tekur á
móti þeim sem koma gangandi frá bílastæðum, af
Hakinu, eða upp götuna úr Almannagjá. Annars
vegar er fræðslumiðstöð, sem er forsalur og
fræðslustofa, hins vegar þjónustuhús, snyrtingar
og rými fyrir geymslu, ræstingu og tæknibúnað.
Þannig er umgengni um bygginguna einfölduð, og
skilið á milli þeirra sem einungis hyggjast nota
hreinlætisaðstöðuna og hinna sem vilja njóta
sýningarinnar. Byggingarhlutarnir eru tengdir með
yfirbyggðu útirými.
Forsalur og fræðslustofa mynda ílangt rými.
Gaflveggir þess og suðurveggurinn næst þeim eru
glerjaðir. Þar er útsýni til suðvesturs að aðkomu-
rými og til suðausturs til Þingvallavatns og Nesja-
valla yfir Hakið. Norðurveggur rýmisins er lokaður,
utan einn glugga þar sem sér til norðausturs, yfir
barma Almannagjár, til Skjaldbreiðar. Yfir mið-
svæði fræðslustofunnar eru þrír þakgluggar sem
jafna dagsbirtu í honum. Aðstaða landvarðar og
afgreiðsluborð er fyrir miðjum skilvegg, forsalar og
fræðslustofu. Gengið er inn í fræðslustofuna með-
fram norðurveggnum, og sýningin skoðuð á hring-
ferð, sólarsælis. Veggspjöld, málverk og sýningar-
skápar verða á langveggjum, en líkön, sýningar-
skápar og margmiðlunartölvur á miðju gólfi salar-
ins. Við glugga verður stillt upp sýningarefni sem
skírskotar til útsýnis og gestum gefinn kostur á að
slaka á einbeitingu og láta hugann reika út í
víðernið. Snyrtingum og rými fyrir geymslu, ræst-
ingu og tæknibúnað er raðað að gangi sem er
varinn veðri með þéttu þaki og gisnum rimlavegg.
Snyrtingarnar eru sjö talsins, þar af ein sem upp-
fyllir kröfur um aðgengi hreyfihamlaðra.
Gólf byggingarinnar er lítið eitt hærra en land-
hæð umhverfis það. Yfirbyggða útirýmið er and-
dyri fræðslumiðstöðvarinnar. Það blasir við þegar
komið er að byggingunni, og upp að því liggur
skábraut með litlum halla og framan við það á milli
skábrautarinnar og þjónustuálmunnar er timbur-
klædd verönd. Hún er hluti af rými sem er mótað
framan við bygginguna og er ætlað til sýningar-
halds utan dyra. Veggir byggingarinnar marka
sýningarrýmið á tvo vegu, og framan við það eru
lágir veggir hlaðnir úr hraungrýti, og mynda þeir
sjónrænt framhald af hraunhleðslum við bílastæði.
Útirýmið snýr vel við sólu og frá því er útsýni yfir
Hakið til Þingvallavatns og Nesjavalla. Þarna er
svigrúm til að miðla fróðleik með spjöldum, líkön-
um og gripum sem þola að standa úti árið um
kring. Sérstaklega er nærtækt að leggja áherslu á
fræðslu um náttúrufar og áhrif mannvistar og um-
ferðar ferðamanna á það.
Hluti byggingarinnar er staðsettur utan við bygg-
ingarreit sem skilgreindur er í samkeppnisgögn-
um. Það er gert til að ná fram markvissari rýmis-
mótun framan við byggingarnar og betri tengslum
við aðkomusvæði við bílastæði.
EFNISMEÐFERÐ
Sökklar sýningarskálans eru steinsteyptir. Burð-
arvirki er úr stálbitum, veggir klæddir með eirplöt-
um að utan, en með viðarklæðningu að innan,
gluggar eru úr viði og gólfið er litað ílagnarefni
blandað möl. Þak er klætt með pappa eða dúk, en
inni er loftið klætt viðarklæðningu og hljóðgleypi-
plötum.
Veggir þjónustuhússins eru úr steinsteypu,
einangraðir að innan. Yfir snyrtingunum er gler-
þak sem borið er af álrömmum. Flísar á gólfi og
veggjum. Gangi framan við snyrtingarnar er lokað
með gisnum vegg úrtrérimlum og regnheldu þaki.
Val á klæðningarefnum á veggi miðar að því að
tengja mannvirkin staðnum. Eirklæðning á veggj-
um sýningarhússins vísar til þakanna á Þingvalla-
bænum og kirkjunni sem sér oná frá Hakinu. Sjón-
steypan í vegg þjónustuálmu tengist lágum grjót-
hleðslum við bílastæði og aðkomu, og umgjörð
um sýningarrými framan við fræðslumiðstöðina.
FRANKVÆMD
Stefnt er að því að hin nýja fræðslumiðstöð við
Hakið á Þingvöllum verði reist í vetur og á vor-
mánuðum og verði tilbúin til notkunar í september
þessa árs. ■
84