AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 91

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1999, Síða 91
urnýting og hringrásarferli efna. Gróður fyrir fólk hefur sett sér það markmið að komast yfir þau lífrænu efni sem til falla á svæðinu og nýta þau þar sem þeirra er þörf við uppgræðslu. Samtökin líta einnig á það sem hlutverk sitt að hvetja og virkja íbúa landsins til aukinnar notkunar lífrænna efna í þágu landbóta og að miðla þeirri reynslu sem samtökin hafa þegar öðlast. Samkvæmt úttekt sem Gróður fyrir fólk lét gera á fyrsta starfs- ári sínu falla árlega til í Landnáminu einu um 70 þúsund tonn lífrænna efna frá húsdýraeldi: hest- húsum, alifugla-, eggja-, loðdýra- og svínabúum. Reikna má með öðru eins magni af mómold sem grafin er upp við verklegar framkvæmdir. Árlega falla einnig til um 50 þúsund tonn á svæðinu sem eldhús- og garðaúrgangur frá heimilum, úrgangur frá veitingahúsum, verslunum og ýmsum öðrum atvinnurekstri. Alls falla því til liðlega um 200 þúsund tonn af lífrænum úrgangi í Landnáminu og er aðeins lítið brot af þessu mikla magni nýtt til uppgræðslu. Með förgun þessara efna fara gífur- leg verðmæti forgörðum sem gerir okkur enn og aftur ósamanburðarhæf á því sviði sé miðað við nágrannalönd okkar. SKIL * I - NÁTTÚRA OG MENNING Umhverfisverkefninu SKIL 21 er ýtt úr vör í til- efni þess að Reykjavík er ein af menningarborg- um Evrópu árið 2000. Verkefnið er mótað af verk- fræðistofunni Línuhönnun hf. og Gróðri fyrir fólk í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. SKIL 21 beinist að nýtingu lífræns úr- gangs frá atvinnurekstri til uppgræðslu og rækt- unar. Tólf fyrirtæki gerðust stofnaðilar að SKIL 21 í febrúar sl. og fleiri hafa fylgt í kjölfarið. Þátttak- endur í verkefninu hafa þegar hafið markvissa flokkun sorps og er lífræna úrganginum beint í jarðgerð. í raun eru fá viðfangsefni á sviði um- hverfismála sem hafa eins mikinn umhverfisávinn- ing í för með sér og það að beina lífrænum úr- gangsefnum frá urðun eða brennslu og til notkun- ar, m.a. við ræktun og uppgræðslu. SAMVINNA SKILAR ÁRANGRI Fyrsta uppgræðsluverkefni Skil 21 hefur verið val- ið landssvæði í landi Reykjavíkur og Mosfellsbæj- ar í Hamrahlíðarlöndum við Úlfarsfell við Vestur- landsveg. Dugmikill hópur vinnuskóla Landsvirkj- unar starfaði í allt sumar við skógræktar- og lim- gerðisplöntun, dreifingu lífrænna efna, sáningu og við að fella niður og græða upp rofabörð. Hamra- hlíðasvæðið er eitt fárra innan gömlu borgarmark- anna sem áætlað er til byggðar í framtíðinni. Að undanförnu hefur hópur arkitekta, undir nafninu Gjóla, unnið að módeli sem miðar að því að móta landnotkun svæðisins með tilliti til staðbundins náttúrufars; veðurs og gróðurfars. Byggingafram- kvæmdir hafa að sjálfsögðu mikið rask í för með sér en með samvinnu við Gjóluverkefnið beindist ræktun svæðisins, auk uppgræðslu ógróins lands, að skjólbeltum, skógræktar- og útivistarsvæðum fyrir komandi byggð. Góð samvinna við sveitarfé- lögin í Landnámi Ingólfs er forsenda góðs árang- urs í starfsemi Gróðurs fyrir fólk. Kortið á bls. 88 sýnir þau svæði sem Gróður fyrir fólk hefur staðið fyrir uppgræðsluframkvæmdum á í samvinnu við fjölda aðila. Sá mikli meðbyr sem Gróður fyrir fólk hefur hvarvetna mætt sannar að íbúar Landnáms Ingólfs telja orðið löngu tímabært að græða upp sitt nánasta umhverfi og sætta sig ekki lengur við að verðmætum lífrænum efnum sé kastað á glæ. á skrifstofunni Nashuatec D420 Stafræn Ijósritun gefur m.a. ■ Hámarks myndgæði ■ Innbyggða rafræna röðun ■ 600 dpi prentun á A3 og minna ■ Tengingu við tölvukost fyrirtækisins ■ Einfaldari vél ■ Fjölhæfari vél ■ Hljéðlátari vinnslu ■ Öfluga faxtengingu nashuatec OPTÍMA ÁRMÚLA 8 •SlMI 588 9000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.