Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 FRÉTTIR | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Fagráð í lífrænum landbúnaði stendur fyrir málþingi um jarðvegslíf, jarðgerð og verðmæta- sköpun í lífrænni ræktun fimmtu- daginn 2. mars nk. kl. 10–16. Málþingið ber yfirskriftina „Af jörðu ertu kominn“ og verður haldið í Vigdísarhúsi á Sólheimum í Grímsnesi. Efni málþingsins er ætlað að varpa ljósi á notkun á lífrænum áburði í landbúnaði hér á landi, hvað sé notað, hvaða nýju kerfi eru í farvatninu og hvernig þau samræmast gildum og reglum í lífrænni ræktun. Meðal fyrirlesara eru bæði íslenskir og erlendir sérfræðingar. Meðal framsögumanna er austurrískur ráðgjafi og frum- kvöðull, Gerald Dunst, eigandi moldarframleiðandans Sonnenerde, en erindi hans ber heitið: Hvers virði er heilbrigður jarðvegur? Jarðgerð og vinnsla á lífrænum áburði – verðmætasköpun í kolefnisbúskap. Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu við Garðyrkju- skólann á Reykjum /FSU, fer yfir áburðarefni í lífrænum landbúnaði á Íslandi. Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun fjallar um meðhöndlun og nýtingu lífrænna efna í áburð. Vincent Merida, doktorsnemi við umhverfis- og auðlindadeild HÍ, fer yfir kostnaðargreiningu áburðar í lífrænum og hefðbundnum landbúnaði á Íslandi og Rúnar Már Þórarinsson hjá Landeldi fjallar um landbætandi fiskeldi. Þá ræðir Cornelis Aart Meijles, ráðunautur hjá RML, um gæðastaðla fyrir áburðarefni og jarðvegsbæta úr lífrænum efnum til lífrænnar framleiðslu. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice, fjallar um veikleika og styrkleika í aðfangakeðju lífræns landbúnaðar. Fundarstjóri málþingsins verður Karvel Karvelsson, framkvæmda- stjóri RML, og mun hann stjórna umræðum að loknum erindum. /ghp Málþing: Lífrænn áburður til umfjöllunar Efni málþingsins er ætlað að varpa ljósi á notkun á lífrænum áburði í landbúnaði hér á landi. Í verkefninu Landbúnaður og náttúruvernd, sem Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins (RML) hafði umsjón með fyrir fáum árum, var tilgangurinn meðal annars að kanna möguleika á samþættingu landbúnaðar og náttúruverndar – og ein af niður- stöðum þess verkefnis var að bændur geti haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum. Nú er framhaldsverkefni í far- vatninu, því RML hefur hlotið styrk frá NORA, Norræna Atlantssamstarfinu, til að leiða samstarfsverkefni sem felst í því að hvetja bændur til þátttöku í náttúruvernd og umhverfis- verkefnum. Það er Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur RML á rekstrar- og umhverfissviði, sem er verkefnisstjóri nú líkt og áður en heiti nýja verkefnisins er Samstarf í landbúnaði – bændur gæslumenn lands. „LOGN verkefnið (Landbúnaður og náttúruvernd) var tvíþætt, það byrjaði með viðhorfskönnum meðal bænda á Vesturlandi og Suður- Þingeyjarsýslu og viðtölum við bændur víða um land, en seinni hlutinn var tilraunaverkefni þar sem við afmörkuðum okkur við tiltekið svæði á sunnanverðu Snæfellsnesi og Mýrum. Þar fengum við nokkra bændur til að horfa á sinn búskap með þessum augum; hvaða möguleikar væru til dæmis á því að blanda náttúruvernd saman við búreksturinn. Í þessu verkefni sem fram undan er, ætlum við í fyrsta fasa að greina stöðuna í öllum þessum þremur löndum sem vinna saman í verkefninu, Grænlandi, Færeyjar og Íslandi,“ segir hann. Ákvæði um þátttöku í náttúruverndarlögum Sigurður Torfi telur að bændur geti í raun sinnt margs konar náttúruverndarverkefnum sam- hliða búrekstrinum. „Ég get nefnt landvernd og landgræðslu – endurheimt vistkerfa til dæmis eins og votlendis eða birkiskóga. Það getur verið ýmislegt. Sjálfbær landnotkun gæti líka fallið í þennan flokk – og margs konar loftslagsverkefni,“ segir hann. Spurður um mögulega þátttöku bænda í náttúruverndarverkefnum Íslands og stjórnvalda í kjölfar þessa norræna verkefnis, segir Sigurður Torfi það vel hugsanlegt. „Það er meira að segja gert ráð fyrir slíkri þátttöku í náttúruverndarlögum, en fram til þessa hefur það ekki tíðkast hér á landi að ég best veit. Þar segir í einu ákvæðinu að landeigendur geti gert samning við ríkið og fengið umbun fyrir að sinna tilteknum verkefnum. Bændur þekkja vel sín lönd Sigurður segir að það væru margir kostir við að þess konar fyrirkomulag myndi breiðast út á Íslandi því bændur þekki gjarnan best sín lönd sem séu verðmæti sem stjórnvöld geti hagnýtt. Aðrir þátttakendur í verkefninu eru Vatnajökulsþjóðgarður og tvær ráðgjafarmiðstöðvar í Grænlandi og Færeyjum, sambærilegar RML – auk umhverfisstofnunar Færeyinga. Styrkveitingin er að upphæð 500 þúsund danskra króna fyrir fyrsta árið, en verkefnið er hugsað til þriggja ára. Að sögn Sigurðar yrði annar fasi verkefnisins á næsta ári, ef framhaldsstuðningur fæst, sem fælist í því að skoða hvaða ónotuð tækifæri liggja hjá þessum löndum. Á þriðja ári yrði upplýsingum úr verkefninu miðlað með þeim hætti að þær geti nýst öðrum – eins og til dæmis stjórnvöldum. Sigurður gerir ráð fyrir að strax í vor fari verkefnavinna af stað og líklega verði valin tiltekin svæði í námunda við Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem leitað verður eftir þátttöku bænda. Að auki verður bændum sem tóku þátt í tilraunaverkefni LOGN gefinn kostur á þátttöku í verkefninu. /smh Norrænt samstarf: Meiri þátttaka bænda í náttúruvernd Tilteknar aðgerðir gegn þóknun Ákvæði 59. greinar náttúruverndar­ laga er tengt verndun á vistkerfum, vistgerðum og/eða tegundum. Umhverfisstofnun er heimilt að semja við einstaka landeigendur eða rétthafa [lands eða sveitarfé­ lög] um að þeir taki þátt í umönn­ un friðaðs vistkerfis, vistgerðar eða tegundar með því að annast tilteknar aðgerðir gegn þóknun. Slíka samninga er einnig heimilt að gera við náttúru­ og umhverfis­ verndarsamtök. Samningar sam­ kvæmt þessari málsgrein eru háðir staðfestingu ráðherra. Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur RML á rekstrar- og umhverfissviði, er verkefnisstjóri norræna verkefnisins. Stjórn síðasta starfsárs f.v. Steinþór Logi, Þuríður Lilja, Þórunn Dís, Jónas Davíð og Ísak Jökulsson en Sunna Þórarinsdóttir kom nú í stjórn í stað Þórunnar. Mynd / Aðsend Ofanflóðavarnirnar fyrir ofan Flateyri voru reistar eftir mannskæð snjóflóð fyrir rúmum aldarfjórðungi. Í janúar 2020 sýndi sig að úrbóta væri þörf, þegar tvö flóð runnu framhjá görðunum og olli annað tjóni í höfninni og féll hitt á íbúðarhús. Með endurbótum sem á að ráðast í í sumar á snjóflóðavarnagarðurinn að standast hamfarir sem má reikna með á þúsund ára fresti. Verkfræðistofan Verkís hefur unnið að tillögum um endur- bætur undir stjórn Kristínar Mörthu Hákonardóttur snjóflóða- verkfræðings. Í frétt á heimasíðu Verkís kemur fram að lagt sé til að „reistar verði þrjár keiluraðir ofan núverandi leiðigarða til þess að draga úr flóðhraða í bæði iðufaldi og þéttum kjarna áður en flóð lendir á leiðigarði og aðskilja iðufald og þéttan kjarna í flóði.“ Enn fremur er lagt til að þvergarðurinn milli leiðigarðanna verði endurbyggður hærri og brattari en áður, með örlítið breyttri legu. Þar að auki er lagt til að byggja nýjan leiðigarð sem beinir flóðum frá höfninni. Jafnframt leggur verkfræðistofan til að reistir verði tveir kílómetrar af snjósöfnunargrindum í hlíðum Eyrarfjalls sem eiga að draga úr tíðni flóða. Einnig er talin ástæða til að styrkja glugga- og dyraop sem vísa upp í fjall á þeim húsum sem eru á áhættusvæðum. /ÁL Samtök ungra bænda: Hlúa verði að nýliðun Aðalfundur Samtaka ungra bænda (SUB) var haldinn 14. janúar síðastliðinn. Að þessu sinni fór hann fram á Eiðum í Múlaþingi og mættu fulltrúar frá öllum landshlutafélögum. Um kvöldið var haldin árshátíð sem skipulögð var af Félagi ungra bænda á Austurlandi. Voru þetta kærkomnar samkomur eftir takmarkanir síðustu ára. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu SUB. Ásamt hefðbundnum aðalfundar- störfum fór fram málefnavinna um málefni ungra bænda, en samtökin segja að sjaldan hafi meiri ástæða verið til að hlúa að nýliðun í landbúnaði. Dæmi um umræður voru áherslur ungra bænda í komandi endurskoðun búvörusamninga. Þar má helst nefna vilja ungra bænda til að halda í framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt en á sama tíma þurfi að tryggja betri aðgang nýliða að mörkuðum greiðslumarks en nú er. Viðraðar voru hugmyndir þess efnis að nýliðar myndu njóta álags á opinberar stuðningsgreiðslur á fyrstu árum búskapar. Fundarmönnum þótti ljóst að nýliðunarstuðningur sem nú er dugi skammt til að framfylgja þeim markmiðum sem honum er ætlað. Því þyrfti að bæta þar við fjármagni og leita nýrra leiða til að styðja við kynslóðaskipti. Einnig var rætt um kornrækt, ágang fugla á ræktarland, uppskeru- tryggingar, hlutdeildarlán í dreifbýli, veggirðingar og lausagöngu búfjár, afkomu mismunandi búgreina, hringrás næringarefna o.fl. Breytingar á stjórn Þær breytingar urðu á stjórn Samtaka ungra bænda að Þórunn Dís Þórunnardóttir lét af störfum eftir fjögur ár í stjórn og inn kom Sunna Þórarinsdóttir. Fyrir í stjórn voru Þuríður Lilja Valtýsdóttir, Ísak Jökulsson, Jónas Davíð Jónasson og Steinþór Logi Arnarsson formaður. Varastjórn er áfram skipuð Guðmundi Bjarnasyni, Helgu Rún Steinarsdóttur og Helga Valdimar Sigurðssyni. Næsti aðalfundur og árshátíð verður haldin á Suðurlandi að ári. /ÁL Flateyri: Snjóflóðavarnir endurbættar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.