Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 59
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 120 Efni: 450-450-500-550 g Þingborgarlopi í aðallit. 50 g af þremur lopalitum frá Þingborg - Slettuskjótt í mynstur. Eins er hægt að hafa aðeins einn eða tvo liti í mynstur. Ef notaður er lopi frá Ístex verður að gæta að prjónfestu, ekki er sami grófleiki á honum og á Þingborgarlopanum. Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Sokkaprjónar 4 og 5 mm Hringprjónar 4 og 5 mm 40, 60 og 80 sm langir Á opinni peysu: Heklunál 4 mm. Rennilás eða 8-9 tölur. Prjónfesta: 14 l og 23 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 sm Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. Bolur og ermar eru prjónuð í hring og eins axlastykki. Bolur: Fitjið upp 132-140-156-168 l á 4 mm 80 sm hringprjón, prj stroff í hring 6-8 sm 2 sléttar og 2 brugðnar með þriðju hverja umf slétta. Skipt yfir á 5 mm 80 sm hringprjón. Prjónað sl uns bolur mælist 38-46 sm. (Lengd á bol er smekksatriði, mælið viðkomandi og metið bolsídd.) Á opinni peysu er stroff prjónað fram og til baka og þegar tengt er í hring eru fitjaðar upp 2 lykkjur aukalega sem eru prjónaðar brugðnar upp að hálsmáli. Á dömupeysu er fallegt að gera ,,mitti“ á peysuna með því að taka úr á bol. Setjið merki í báðar hliðar, takið úr 2 l hvoru megin, *prj 2 l saman, prj 1 l, prj 2 l saman*. Fyrst er tekið úr er bolur mælist 8-12 sm og síðan 2x aftur með 5 sm á milli. Alls eru teknar úr 12 l. Prj 5 sm, þá er aukið út aftur samsvarandi og með sama millibili og tekið var úr og endað með sama lykkjufjölda. Mælið ykkur og metið hvað þið viljið hafa bolinn síðan og hvar þið viljið að úrtaka byrji. Ermar: Fitjið upp 32-36-36-40 l á 4 mm sokkaprjóna prjónið stroff í hring 6-8 sm. Skiptið yfir á 5 mm sokkaprjóna þegar stroffi er lokið og aukið strax um 2 l undir miðri ermi, (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 lykkju fyrir síðustu l í umf). Endurtakið aukningu 8-8-9-9 x upp ermi, með u.þ.b. 8 umf á milli, þar til 50-54-56-60 l eru á prjóninum. Skiptið yfir á 5 mm stutta hringprjóninn á u.þ.b. miðri ermi. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 44-52 sm. (Mælið handlegg og metið hve ermin á að vera löng) Axlastykki: Sameinið nú bol og ermar á 5 mm langa hringprjóninn. Setjið 5-5-5-6- síðustu l og 5-5-6-6- fyrstu l á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 10-10-11-12 af bol á prjónanælu þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol. Prjónið fyrri ermina við bolinn 40-44-45-48 l, prjónið næstu 56-60-67-72 l af bol og setjið næstu 10-10-11-12 l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hana. Prjónið síðan 56-60-67-72 l af bol, þá eru 192-208-224-240 l á prjóninum. Prj 2 umf í aðallit, síðan er prj mynstur eftir teikningu. Skiptið á styttri prjóna eftir því sem lykkjum fækkar. Þegar mynstri lýkur er tekið úr aukalega þar til 64-72 l eru eftir á prjóninum, (4 verða að ganga upp í) þá er skipt á 4 mm 40 sm hringprjón og prj 6-8 sm stroff og 4 umf slétt prjón, fellt af. Gangið vel frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum. Axlastykki á opinni peysu: Prj 28-30-33-36 l af bol að framan, umf byrjar næst við brugðnu l, setjið 10-10-11- 12 næstu l á prjónanælu og prj fyrri ermina við 40-44- 45-48 l og svo 56-60-68-72 l á bol, setjið næstu 10-10- 11-12 l af bol á prjónanælu og gerið eins með hina ermina og að síðustu 28-30-33-36 l af bol. Þá eiga að vera á prjóninum 192-208-224-240 l. Í öllum stærðum þarf að auka um 3 l áður en byrjað er á mynstri, til að það gangi upp. Þá eru 195-211-227-243 l á prjóninum. Prj mynstur eftir teikningu. Fyrsta og síðasta l er prj í aðallit (sjá mynsturblað) hún fer undir boðung. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar. Þegar mynstri lýkur er tekið úr aukalega þar til u.þ.b. 66-74 l eru eftir á prjóninum. Fellið af aukalykkjurnar 2 sem prj voru brugðnar upp. Þá er skipt á 40 cm hringprjón 4 mm og prj fram og til baka 6-8 sm stroff eins og neðan á peysu og 4 umf slétt prjón. Fellið af. Gangið vel frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum. Listar: Saumið í vél með beinu þéttu spori og samlitum tvinna í brugðningu að framan sitt hvoru megin, sem næst slétta prjóninu. Gott er að sauma tvisvar hvoru megin. Klippið upp á milli saumanna. Snúið réttunni á peysunni að ykkur og notið heklunálina til að taka upp lykkjur í hneppulista þvert á prjónið. Krækið í bandið með heklunálinni í gegnum lykkjurnar, en sleppið alltaf fjórðu hverri umferð, það er ágætis þumalputtaregla, þá er listinn passlega langur. Færið lykkjurnar jafnóðum yfir á hringprjón 4 mm 80 sm langan. Látið listann ekki ná upp í slétta prjónið í hálsmáli. Prjónið stroff 2-3 umf ef það á að setja rennilás en 5-6 umf ef setja á tölur og gerið þá hnappagöt með jöfnu millibili á annan boðunginn. Passið að affellingin sé mátulega strekkt. Til að fela sárið innan á eftir saumaskapinn, er gott að hekla eina umf. af fastahekli yfir það og varpa því svo niður með einföldu spori. Eins er hægt að hekla framan á boðunginn, eina umf af fastahekli ef setja á rennilás en 2-3 umf fyrir tölur og þá eru sett hnappagöt á annan boðunginn með jöfnu millibili. Ef heklað er á boðunginn notið þá heklunál 4.5 mm og heklið í aðra hverja umf. Ef settur er rennilás er mælt fyrir honum eftir þvott og hann hafður u.þ.b. 4 sm styttri en boðungurinn mælist. Þræðið hann á og passið að mynstur standist á. Ef hann er saumaður á í saumavél er gott að sauma hann í sömu átt beggja megin og byrja þar sem mynstur byrjar og sauma að hálsmáli og eins þegar saumað er niður. Með þessari aðferð gengur betur að láta mynstur stemma en ef saumað væri sitt í hvora áttina. Það eru myndbönd á Youtube um frágang sem reynst gætu gagnleg, setjið inn ,,frágangur á lopapeysu” í leitarglugga og þá koma upp tvö myndbönd frá höfundi þessarar uppskriftar. Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og vindið svo í hálfa mínútu í þvottavél. Mikilvægt er að vélin fari strax að vinda, (þær eru misjafnar að þessu leyti) en sé ekki að veltast með flíkina fyrst, þá getur hún þófnað. Leggið peysuna á handklæði til þerris. Hönnun: Margrét Jónsdóttir Alvöru hetja! Þingborg . Hann Gunnar Ingi er hress og kröftugur strákur sem stefnir á sjómennsku í framtíðinni. Nafn: Gunnar Ingi Sigurðsson. Aldur: 8 ára en verð 9 ára á árinu. Stjörnumerki: Meyja. Búseta: Keldunúpur/Sauðárkrókur. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Skemmtilegast í skólanum: Smíði. Áhugamál: Skip, fótbolti, körfubolti og sveitastörf. Tómstundaiðkun: Æfi fótbolta og píanó. Uppáhaldsdýrið: Hestur og hundur. Uppáhaldsmatur: Fiskur í raspi og hamborgari. Uppáhaldslag: Tarantúla með Úlfurúlfur. Uppáhaldslitur: Blár. Uppáhaldsmynd: Harry Potter. Fyrsta minningin: Þegar við afi Gunnar fórum með Málmey í slipp á Akureyri. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Fara út á sjó. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Sjómaður. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs ERFINGJAR LANDSINS HANNYRÐAHORNIÐ Skuggi Við hvetjum sem flesta til að hafa samband ef ykkur langar að vera með! sigrunpeturs@bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.