Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 háuppskerutímann og viljum við leggja áherslu á að yfir sumartímann verði íslenska varan á borðum þessara ferðamanna í framtíðinni. Tíminn verður síðan að leiða það í ljós hvort af þessu verður en þeir ferðamenn sem eru að sigla í kringum landið og skoða sig um hafa klárlega áhuga á íslenskri matvöru og um það snýst málið.“ Talsvert keypt af eggjum Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi að Elliðahvammi, segir að skemmti- ferðaskip og annars konar skip sem til landsins koma kaupi talsvert af eggjum. „Ég hef selt egg til skemmtiferðaskipa og annarra skipa í mörg ár en er ekki í föstum viðskiptum við neitt þeirra. Yfirleitt er það svo að stóru skipin taka á móti matargámum sem koma erlendis frá og eru geymdir á frísvæði þar til þeir eru teknir um borð. Stundum bregst það og þar sem egg eru fersk vara og ekki hægt að geyma þau lengi panta þeir egg hér. Magnið sem pantað er í stærstu skipin er í tonnavís og upp í fimm tonn í einu og því um nokkra tugi tonna á ári að ræða sem við söfnum saman og seljum í skipin.“ Íslenskar matvörur varaskeifa Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri hjá Mjólkur- samsölunni, segir að MS selji nokkuð af mjólkurvörum um borð í stór skemmtiferðaskip á hverju ári en ekki nógu mikið og að það sé alltaf verið að reyna að auka þann markað. „Við seljum meðal annars skyr, mjólk og aðallega G-mjólk, og eitthvað af ostum. Á hverju ári rekumst við aftur á að stóru skemmtiferðaskipin eru yfirleitt búin að taka allan sinn kost á ódýrum mörkuðum úti í Evrópu og fá talsvert af matvöru senda hingað inn á frísvæði sem þau taka síðan um borð. Skipin nota því íslenskar matvörur sem varaskeifu ef annað klikkar. Ætli MS selji ekki vörur til skemmtiferðaskipanna fyrir um 50 milljónir króna á ári.“ Aðalsteinn segir að fyrir Covid hafi Ekran leitt saman nokkra framleiðendur, MS, TVG, Banana, Gára, Kjarnafæði, Sjófisk og CCEP, til að reyna að nálgast þá örfáu aðila sem stjórna markaðinum fyrir skemmtiferðaskip. „Við lögðum í talsverðan kostnað undir heitinu Flavour of Iceland og sendum fulltrúa á sýningar sem eru haldnar til að kynna íslenskar vörur fyrir þá sem reka skemmtiferðaskip. Ein af hugmyndunum var að fá skipin til að vera með íslenska daga um borð þegar þau kæmu til landsins og bjóða upp á íslenskar matvörur. Verkefnið gekk vel til að byrja með og ágætlega tókst til við að koma vörum til þeirra en árið 2019 jókst stórlega gámaflutningur til landsins á kosti erlendis frá sem skipin taka svo um borð í íslenskum höfnum. Kynningin var okkar leið til að fá skipafélögin til að kaupa íslenskar vörur en satt besta að segja höfum við ekki náð miklum árangri en sem komið er. Enda snýst áhugi skipafélaganna meira um verð en gæði.“ Engar umframbirgðir af lambakjöti Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að möguleikinn á að selja íslenskar kjötvörur um borð í skemmtiferða- skip hafi ekki verið áherslumál hjá þeim. „Staðan í dag er breytt frá því sem áður var og þannig að ekki eru til birgðir af lambakjöti nema fyrir innanlandsmarkað fram á haust. Það er því ekki ástæða til að leggja áherslu á skemmtiferðaskipin sem markað eins og er, ekki nema þá að skipin séu tilbúin til að greiða hærra verð en aðrir markaðir.“ Aðalskoðun hf. óskar eftir að ráða bifvélavirkja til starfa við skoðun ökutækja á Selfossi. Við erum að leita að starfsmanni með framtíðarstarf í huga. Umsóknarfrestur er til 23. febrúar. Sveinspróf í eftirfarandi greinum er skilyrði, bifvélavirkjun, vélvirkjun eða bifreiðasmíði. Aðalskoðun leggur áherslu á fagleg vinnubrögð við skoðun ökutækja og ríka þjónustulund, en í starf inu felast eðlilega mikil samskipti við viðskiptavini. Nánari upplýsingar veitir Ævar S. Hjartarson tæknistjóri. Umsóknir sendist á aevar@adalskodun.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað að loknum umsóknarfresti. Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru skipamiðlunar. Þorsteinn Sigmundsson, eggjabóndi að Elliðahvammi. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðs- stjóri Faxaflóahafna. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri hjá MS. Steinþór Skúlason, forstjóri SS. Landgræðslan býður verktökum á námskeið um vernd og endurheimt votlendis með áherslu á aðferðir við framkvæmdir. Eftir námskeiðið fá þátttakendur staðfestingarskjal sem hægt verður að framvísa þegar sótt er um verk í endurheimt votlendis. 22. febrúar 2023, kl. 20:00 Rafrænt kvöldnámskeið (Teams). Skráning í síma 488-3085 eða með tölvupósti á votlendi@land.is VILT ÞÚ STARFA VIÐ ENDURHEIMT? Landsliðið í dælum Eldsneytis- og efnadælur, tunnudælur, mælar, slöngur og fylgihlutir. LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS LAUSNIR Á LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.