Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023
A Wendel ehf.
Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík,
S:551 5464 - wendel@wendel.is
www.wendel.is
Hilltip Icestriker 900–1600L
Salt og sanddreifari í tveimur
stærðum fyrir stóra pallbíla og
minni vörubíla. Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 380–550L
Salt og sanddreifarari í tveim
stærðum, fyrir minni pallbíla.
Rafdrifinn 12V.
Hilltip Icestriker 600 TR
Rafdrifinn kastdreifari
fyrir dráttarvélar m/öf lugum
efnisskömmtunarbúnaði.
Hilltip Snowstriker VP
Fjölplógur fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanlegur í
185–240 cm breidd.
Hilltip Snowstriker SP
Snjótönn fyrir pallbíla, minni
vörubíla og jeppa. Fáanleg í
165–240 cm breidd.
Hilltip Fjölplógur MVP
Fjölplógur fyrir ameríska
pallbíla t.d. RAM 3500,
GMC 3500 og FORD 350.
alhliðageng með takthreint og rúmt skeið.
Töltið er afar gott, takthreint, mjúkt og
skrefmikið með góðri lyftu, sama má segja
um hægt tölt. Brokk og stökk er takthreint,
skrefmikið og lyftingargott og hæga stökkið
jafnan gott. Fetgæðin eru misjöfn en fetið
er takthreint en skreflengd getur brugðið
til beggja átta. Afkvæmin hafa fasmikla
framgöngu með góðum höfuðburði og
miklum fótaburði, þau eru ásækin og þjál
í vilja. Hrönn frá Búlandi gefur reist og
framfalleg hross með sívalt og hlutfallgott
samræmi. Afkvæmi eru takthrein, skrefmikil
og með góðan fótaburð. Þau fara afar
vel í reið með þjálan og ásækinn vilja.
Hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
og fjórða sætið.
Álfarún frá Halakoti
Hryssan í fimmta sæti er Álfarún frá Halakoti.
Hún er undan heiðursverðlaunahestinum
Álfasteini frá Selfossi og Oddrúnu frá
Halakoti. Ræktendur hennar eru Góðhestar
ehf. en eigandi er Svanhvít Kristjánsdóttir.
Álfarún er með 121 stig í kynbótamati fyrir
aðaleinkunn en hún á 8 afkvæmi og hafa 5
þeirra hlotið kynbótadóm.
Dómsorð afkvæma: Álfarún gefur hross í
rúmu meðallagi að stærð. Höfuð er svipgott.
Hálsinn er langur og með góðri yfirlínu. Bak
vöðvafyllt og lend öflug. Afkvæmin eru
fótahá og sívalvaxin. Fótagerðin er öflug,
góð sinaskil og öflugar sinar. Framfætur
oft snúnir. Hófar góðir. Prúðleiki oft heldur
slakur. Tölt og brokk er takthreint, skrefmikið
og með góðri fótlyftu. Eitt klárhross er
í hópnum en þegar skeið er fyrir hendi er
það skrefmikið og oftast takthreint. Fetið
er skrefmikið og takthreint. Afkvæmin eru
viljug og þjál og fara vel í reið með miklum
fótaburði.
Gréta frá Feti
Hryssan í sjötta sæti er Gréta frá Feti. Hún er
undan heiðursverðlaunahrossunum Þristi frá
Feti og Gerðu frá Gerðum. Ræktandi hennar
er Brynjar Vilmundarson en eigandi er Fet
ehf. Gréta er með 120 stig í kynbótamati fyrir
aðaleinkunn en hún á 12 afkvæmi og hafa 5
þeirra hlotið kynbótadóm.
Dómsorð afkvæma: Gréta gefur smá hross.
Höfuð oft, heldur gróft en eyrun vel borin.
Hálsinn langur og reistur. Bakið vöðvafyllt
og lendin öflug en tvö afkvæmanna hafa
framhallandi bak. Afkvæmin hafa sívalan
bol. Fótagerð afar breytilega allt frá því að
vera slök upp í úrvals góð. Réttleiki heldur
slakur en flest afkvæmanna eru nágeng aftan.
Hófar góðir. Prúðleiki breytilegur. Töltið er
takthreint, skrefmikið, rúmt og með góðri
fótlyftu, með einni undantekningu þó.
Brokkið er breytilegt og sama má segja um
skeiðið.
Tveir vekringar er í hópnum, eitt klárhross
og tvö sýna lítið skeiðöryggi. Stökkið
er rúmt. Fetið oft frekar slakt, með einni
undantekningu þó. Gréta gefur yfirleitt
ásækin hross sem fara vel í reið með góðum
fótaburði.
Píla frá Syðra-Garðshorni
Hryssan í sjöunda sæti er Píla frá Syðra-
Garðshorni. Hún er undan heiðursverðlauna-
hestinum Adam frá Ásmundarstöðum og
Kleópötru frá Nýjabæ.
Ræktandi hennar er Ingólfur Kristjánsson
en eigendur eru Kristján Tryggvi Jónsson,
Mette Camilla Moe Mannseth og Ingólfur
Kristjánsson. Píla er með 120 stig í
kynbótamati fyrir aðaleinkunn en hún á 11
afkvæmi og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm.
Dómsorð afkvæma: Píla gefur hross í
rúmu meðallagi að stærð. Höfuð fremur
svipgott, eyru oftast fínleg en eitt
afkvæmanna er með krummanef. Hálsinn
er mjúkur og reistur. Baklína góð og lendin
yfirleitt jöfn.
Samræmið er glæsilegt og einkennist af
fótahæð, jöfnum bol og réttum hlutföllum.
Fótagerð og réttleiki allgóður, sinaskil þó
stundum lítil og framfætur snúnir. Hófar
efnistraustir. Prúðleiki góður. Töltið er
taktgott, skrefmikið og með hárri fótlyftu.
Brokkið er takthreint og skrefmikið.
Skeiðgeta ekki mikil, tvö afkvæmanna
sýna ekki skeið, tvö rétt tæpa á skeiði en eitt
skeiðar þokkalega. Stökkið er skrefmikið
og yfirleitt rúmt. Fetið er misgott. Píla
gefur þjál og samstarfsfús afkvæmi sem
fara vel í reið með miklum fótaburði og
góðri reisingu.
Glæða frá Þjóðólfshaga 1
Hryssan í áttunda sæti er Glæða frá
Þjóðólfshaga 1. Hún er undan Kjarna frá
Þjóðólfshaga 1 og Glóð frá Hömluholti.
Ræktendur og eigendur hennar eru Sigurður
Sigurðarson og Sævar Haraldsson.
Glæða er með 120 stig í kynbótamati fyrir
aðaleinkunn en hún á 10 afkvæmi og hafa 6
þeirra hlotið kynbótadóm.
Dómsorð afkvæma: Glæða gefur hross
yfir meðallagi að stærð. Höfuð er skarpt.
Hálsinn reistur og yfirleitt hátt settur, með
háum herðum og klipinni kverk. Bakið er
burðarmikið og lendin öflug. Afkvæmin
eru hlutfallarétt og sívalvaxin. Fótagerð og
réttleiki er misgóður, stundum prýðilegur
en stundum í meðallagi. Hófar efnistraustir.
Prúðleiki slakur, með einni undantekningu
þó. Töltið er taktgott, ferðmikið með góðum
fótaburði. Brokkið er aðeins misjafnt en
oftast takthreint með góðri skreflengd
og fótaburði. Skeiðgeta breytileg, tvö
afkvæmanna sýna ekki skeið en tvö þeirra
eru vel vökur. Stökkið er taktgott með góðu
skrefi og fótaburði. Fet oft skrefstutt. Glæða
gefur viljug og þjál afkvæmi sem fara vel í
reið með miklum fótaburði.
Stilla frá Litlu-Brekku
Hryssan í níunda sæti er Stilla frá Litlu-
Brekku. Hún er undan Gígjari frá
Auðsholtshjáleigu og Syrpu frá Ytri-
Hofdölum. Ræktendur og eigendur
hennar eru Jónína Garðarsdóttir og Vignir
Sigurðsson. Stilla er með 119 stig í kynbóta-
mati fyrir aðaleinkunn en hún á 11 afkvæmi
og hafa 5 þeirra hlotið kynbótadóm.
Dómsorð afkvæma: Stilla gefur hross
undir meðallagi að stærð. Höfuð lýtalaust
með beinni neflínu. Hálsinn er grannur,
mjúkur og með háum herðum. Baklína góð
og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt
en fótahæð er misjöfn, tvö afkvæmanna
eru fótalág. Fætur eru þurrir og sinar
öflugar. Réttleiki góður, afturfætur þó
stundum nágengir. Hófar efnistraustir og
vel lagaðir. Prúðleiki breytilegur. Töltið er
úrval, takthreint, rúmt, með miklu framgripi
og góðri fótlyftu. Brokkið er takthreint.
Skeiðgeta misjöfn, þrjú afkvæma Stillu eru
ágætlega vökur. Stökkið er rúmt en stundum
skortir svif á hægu stökki. Fet er takthreint
en frekar skrefstutt. Stilla gefur viljug, þjál
og samstarfsfús hross sem fara vel í reið
með góðri reisingu og fallegum fótaburði.
RML sendir ræktendum og eigendum
þessara hryssna innilegar hamingjuóskir.
Mikil vinna liggur að baki þessum
mikla árangri sem er ómetanlegt fyrir
ræktunarstarfið.
Ef ræktendur tækju ekki þátt í kynbóta-
sýningum hefðum við engan grunn til að
byggja kynbótamatið á. Það er ekki víst
að allir geri sér grein fyrir því hvað þetta
sameiginlega starf við skýrsluhald og
sýningarhald hefur mikið að segja fyrir
hrossaræktina í heild sinni. Í því samhengi
má ekki gleyma mikilvægi WorldFeng sem
heldur utan um allar þessar upplýsingar.
Umfjöllun um heiðursverðlaunahryssur í
sætum tíu til tuttugu verða í næsta tölublaði
Bændablaðsins.
Halla Eygló Sveinsdóttir
Elsa Albertsdóttir,
ráðunautar í hrossarækt.
Æsa frá Flekkudal. Mynd / Aðsend
Stilla frá Litlu-Brekku. Mynd / Aðsend