Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 VETRARFATNAÐUR Vatnsheldir Skjold kuldagallar úr öndunarefni Vatnsheldir og fóðraðir, microfiber hanskar Sterkir og endingagóðir öryggisskór Gæða fatalína frá Skjold, fóðraðir og vatnsþéttir gallar. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 520 0500 ÞEKKING • ÞJÓNUSTA • GÆÐI sp ör e hf . — Lago Maggiore & Chamonix — 9. - 16. júní | Sumar 7 Fararstjóri: Unnur Jensdóttir Það er ævintýri líkast að ferðast um Alpafjöll Ítalíu, Frakklands og Sviss og ekki er síðra að dvelja við annað stærsta vatn Ítalíu, Lago Maggiore, sem er umvafið fjallafegurð. Við hefjum ferðina í ljúfa bænum Stresa en seinni hluta ferðarinnar dveljum við í bænum Chamonix sem stendur við rætur hæsta fjalls Vestur-Evrópu, Mont Blanc. Verð: 319.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík kornrækt hvað sem það kostar t.d. með auknu jarðræktarframlagi og kynbótum sem eru jú góðu gjaldi gefnar, en þær koma ekki í veg fyrir afföll eins og hefur verið lýst hér að framan. Það þarf að bæta öryggi í ræktuninni t.d. með réttu vali á landi, ekki nýta kornrækt sem lið í endurræktun nema það henti vel til þess og ekki nota sama akurinn nema 2–3 ár (hámark 3) til að minnka líkur á illgresisvandamálum og sveppasmiti, nema menn vilji fara að nota varnarefni (eiturefni) í meira mæli við ræktunina en nú er. Einnig kemur upp svokölluð jarðvegsþreyta (jordtrætthed) eins og þekkt er þar sem sama korntegund er ræktuð í sama akri mörg ár í röð. Við höfum ekki mikla möguleika á sáðskiptum nema þá fyrir gras sem getur hentað vel fyrir kúabændur þ.e. rækta korn í 2–3 ár og svo gras t.d. fjölært rýgresi eða vallarfoxgras í 3–4 ár og svo í sama landi aftur korn. Það verður ekki fyrr en búið er að kynbæta hafrayrki sem geta náð þroska víðar hér á landi en við bestu aðstæður á Suðurlandi, sem mögulega verður hægt að hafa sáðskipti milli byggs og hafra. Búið er að kynbæta byggyrki (Jónatan Hermannsson) sem hægt er að ná þokkalegri uppskeru af í flestum árum og einnig af erlendum yrkjum sem í boði eru, ef rétt er staðið að ræktuninni þ.e. um 4 tonnum af hektara eða meira, því allt undir því er lélegt og ekki ásættanlegt. Miðað við verð hjá Bústólpa á byggi til bænda sl. haust gæfu 4 tonn/ha ekki nema rétt liðlega fyrir útlögðum kostnaði við ræktun, þreskingu, þurrkun og flutning án tillits til jarðræktarframlags. Til að viðskipti geti átt sér stað með kornið þurfa gæðin að verða betri og jafnari en nú er. Þá þarf að bæta innviði eins og talað er um, eins og t.d. við kornþurrkun og geymslur fyrir það og tækjabúnað. Gott ef fengjust fjárfestingarstyrkir til þess, frekar en auka styrki við ræktunina sjálfa. Ef á að auka við jarðræktarframlag vegna kornræktar og einnig flýta greiðslu þess jafnvel til 15. júní, eins og kom fram í grein í Bændablaðinu þann 15. des. 2022 eftir Helga Eyleif Þorvaldsson og sem einnig hefur komið fram á fundum með bændum sem starfshópur á vegum matvælaráðherra hefur haldið að undanförnu. Miðað við núverandi reglur um greiðslur á framlögum til jarðræktar, þarf úttekt að hafa farið fram svo framlag sé greitt. Það getur verið erfitt að ljúka úttekt á öllum kornökrum fyrir 15. júní og þyrftu þá fleiri skilyrði að koma til, t.d. að bændur skiluðu inn reikningum fyrir stærstu útgjaldaliðum eins og t.d. fyrir kaupum á sáðkorni, áburði og greiðslum til verktaka ef þeir hafa verið fengnir til verksins. Verði teknar upp greiðslur vegna þurrkunar á korninu þá þarf það að uppfylla einhver lágmarksgæði hvað varðar kornfyllingu sem gæti verið þrepaskipt miðað við þá nýtingu sem möguleg er hjá fóðurblöndunarstöðvum. Bændur þurfa svo að geta tryggt sig fyrir óvæntum áföllum í kornræktinni, t.d. vegna veðurfars, eins og kom fram í viðtali við þá á síðum Bændablaðsins í október 2022. Guðmundur H. Gunnarsson, jarðræktarfræðingur og ráðgjafi í jarðrækt. 9. mynd. Rúmþyngd á byggkorni mótteknu af Bústólpa Akureyri haustið 2022. 7. mynd. Hitastig á Staðarhóli Aðaldal 16.–17. ágúst 2022. 8. mynd. Hitastig á Staðarhóli í Aðaldal 21.–22. ágúst 2022.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.