Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023
Það hljómar kannski undarlega
en einmitt núna er sumarið að
ganga í garð í garðyrkjustöðvum
landsins. Fyrstu sumarblóma-
fræin eru komin í sáðbakkana
og smáplöntur af lokkandi
blómadrottningum komnar í
potta og bíða þess að dagatalið
átti sig á tilverunni.
Garðyrkjufræðingar eru við
það að hrökkva í sumargírinn
því á næstu vikum fyllast öll
gróðurhús af sumarblómum
og þá er eins gott að vera klár
í umönnunarstörfin, vökvun,
áburðargjöf, snyrtingar og annað
sem þarf til ræktunarinnar.
Allar betri garðyrkjuverslanir
hafa hlaðið frærekka sína af
fjölbreyttu úrvali fræja af sumar-
blómum, fjölærum plöntum,
matjurtum og trjáplöntum og
mold og ræktunarílát eru ekki
langt undan. Það er því allt til
reiðu, það eina sem garðeigandinn
þarf að gera er að velja tegundir
til ræktunar.
Endalaus áhugi á ræktun
Valkvíði er alvarlegt vandamál
þeirra sem hafa takmarkað pláss
en endalausan áhuga á ræktun
plantna. Því miður er það svo að
þarna þurfa að fara saman hljóð og
mynd, það er fátt dapurlegra en að
þurfa að henda umframplöntum
sem ekki hefur tekist að pranga
inn á vini og ættingja. Af þeim
sökum er heppilegra að bregða
undir sig skynsemdarfætinum og
skipuleggja ræktunina vel og í
samræmi við ræktunarrýmið.
Sem betur fer er það engin
kvöl og pína að skoða myndir
af fallegum plöntum, renna yfir
myndir af uppáhaldsblómabeðum
fyrri ára og gera lista yfir þær
tegundir sem væri gaman að
rækta aftur. Þegar sá listi er klár
er næsta skref að heimsækja
garðyrkjuverslanir, hvort sem
er í raunheimum eða rafrænum,
skoða úrvalið og máta það við
fyrirliggjandi áætlanir og láta svo
vaða. Svona verkefni eru einstak-
lega kærkomin á þessum árstíma
þegar allra veðra er von og hver
óveðurslægðin af annarri ríður
yfir landið. Einhverjir kjósa að
kúra uppi í sófa með kakó og
fjarstýringu, við blómafólkið
drögum fram frælista og blóma-
bækur og skipuleggjum litríkt
draumasumar með ofgnótt blóma.
Góður grænsápuþvottur
Háveturinn er einnig góður tími til
að þrífa og dytta að gróðurhúsum
og öðru ræktunarrými sem fólk
hefur á að skipa.
Óhreint ræktunarumhverfi
getur stuðlað að lakari árangri í
ræktuninni og því er nauðsynlegt
að skúra og skrúbba nærumhverfi
sáðílátanna og ekki gleyma að þvo
ílátin sjálf áður en sáningin hefst.
Heitt vatn og uppþvottalögur
duga í flestum tilfellum en þeir
sem eru með gróðurhús þurfa
mögulega að grípa til aðeins
harðari efna gegn þörungagróðri.
Góður grænsápuþvottur
með kústi eða háþrýstispúl
dugar vel í heimagróðurhúsið
og svo er vissara að skola vel
með köldu vatni á eftir. Gott
er að leita til fagmanna í góðu
garðyrkjuverslununum sem áður
voru nefndar og fá viðeigandi
sápur til verksins.
Sáningartími
Sáðmold þarf að vera í fínni
kantinum og má ekki innihalda
grjót, illgresi, meindýr eða
sjúkdóma. Einnig er gott að hafa
í huga að betra er að sá í mold
sem inniheldur ekki mikinn
áburð, það gefur betri árangur
í spíruninni. Hægt er að kaupa
sérstaka sáðmold í litlum pokum
og ef hún klárast ekki má hafa í
huga að hún geymist vel á milli
ára í lokuðum poka á þurrum stað.
Fræ kemur yfirleitt í vel
merktum umbúðum þar sem
allar helstu upplýsingar koma
fram um tegund og yrki, sáningar-
og ræktunartíma, fjölda fræja í
grammi og jafnvel spírunarhlutfall.
Við skipulagningu sáningar þarf
að hafa í huga hvaða tegundir
þarf að sá á hvaða tíma því ekki
er heppilegt að sá tegundum of
snemma, þá er hætt við veseni
þegar líður á vorið. Best er að áætla
í upphafi hversu mikið pláss við
ætlum að nota fyrir viðkomandi
tegundir. Þetta er verkefni sem
hvaða skipulagsfíkill sem er getur
haft unun af að spreyta sig á.
Yfirleitt er fræi sáð í sáðbakka,
þar sem sáðplönturnar standa
nokkuð þétt, þar til þeim er
dreifplantað. Sáningin sjálf tekur
því umtalsvert minna pláss en
framhaldsræktunin.
Flest fræ spíra vel við stofuhita,
á bilinu 18-22 °C, og um leið og
litlu kímplönturnar gægjast upp
úr moldinni er mikilvægt að
tryggja þeim góða lýsingu, svo
þær verði ekki langar, teygðar og
veiklulegar.
Venjulegar flúorperur geta
hjálpað í þessum efnum en einnig
ætti alvöru ræktunarfólk að setja
ræktunarljós á jólagjafalistann.
Hár loftraki er ungum sáðplöntum
mjög að skapi en eftir því sem þær
stækka og þroskast þarf að venja
þær við lægra rakastig og lægra
hitastig. Almennt er ágætt að hafa
hitastig í uppeldi á íslenskum
garðplöntum á bilinu 12-15 °C,
ef þess er nokkur kostur.
Hærra hitastig kallar á meiri
lýsingu, eigi plönturnar ekki að
teygjast um of.
Undirbúnungur og skipulag
Nú er sem sagt tími undirbúnings
og skipulags og um að gera að nota
hann vel, þegar sól hækkar á lofti
verðum við einfaldlega upptekin í
ræktunarframkvæmdum.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur,
Garðyrkjuskólanum Reykjum - FSu
Sumar á næsta leiti
Blómabeð á umferðareyju í Lindahverfi – logatrúður, morgunfrú,
silfurkambur og silkibygg. Mynd / Guðríður Helgadóttir
GARÐYRKJA
Í síðustu grein um vernduð
afurðaheiti snerist meginmálið um
reynslu notenda kerfisins í ESB,
frumframleiðenda s.s. bænda og
þeirra fyrirtækja sem framleiða
úr hráefnum sem landbúnaður
leggur til.
Í stuttu máli
er reynslan góð
og vernduð
a f u r ð a h e i t i
auka tekjur,
fjölga atvinnu-
tæki færum og
hafa jákvæð
áhrif á dreifbýl
svæði. Notendur
kerfisins segja
einnig að samningsstaða þeirra
hafi styrkst með notkun verndaðra
afurðaheita.
Notendur á íslenskum
neytendamarkaði
Hverjir nota vernduð afurðaheiti
hér heima og selja vörur sem
njóta verndar? Í öllum íslenskum
verslunarkeðjum má finna vernduð
afurðaheiti og sama má segja um
heildsölur sem selja sínar vörur til
smásölu og inn til veitingahúsa. Þessi
fyrirtæki njóta góðs af vernduðum
afurðaheitum, sem enn sem komið
er má einungis finna á innfluttum
matvörum og í víni og brenndum
drykkjum.
Vernduð innflutt afurðaheiti
rata þannig t.d. inn á matseðla
veitingahúsa, sem síðan nefna ekki
að þorskurinn sé sannarlega íslensk
afurð og veidd úr villtum stofni.
Nú eða að íslenski osturinn komi
úr mjólk frá kúm úr vernduðum
séríslenskum stofni. En auðvitað
taka veitingahúsin þetta ekki fram
þegar framleiðendur vörunnar gera
það ekki sjálfir. Hér blasa augljós
tækifæri við og þar sem verslanir og
veitingahús nota þegar vernduð heiti
má ljóst vera að íslenskar afurðir í
kerfinu hljóti að eiga greiða leið í
sölu í sömu fyrirtækjum sem fagni
því að íslenskum vörum sé gert hærra
undir höfði.
Virðisbundin eða
kostnaðarbundin verðlagning?
Framleiðslukostnaður á matvöru
á Íslandi er hár í alþjóðlegum
samanburði, öllum ætti að vera
löngu ljóst að við getum ekki keppt
í verði við aðrar þjóðir. Heldur frekar
í gæðum og því að gildishlaða okkar
framleiðsluvörur með öllu því sem
getur styrkt samningsstöðu okkar.
Vernduð afurðaheiti eru eitt öflugustu
verkfæranna til þess að ná slíkri
samningsstöðu fyrir vörur eða afurðir
sem sannarlega njóta sérstöðu. En
það er ekki mögulegt með „gamla
laginu“ sem má því miður sjá of
mikið af hér heima sem kjarnast í
takmarkaðri trú á eigin afurðir t.d. í
samkeppni við innfluttar matvörur.
Hér eimir eftir af úreltu
verklagi hráefnasölu, sem er
unnin á forsendum kaupandans
þegar framleiðendur s.s. íslenskar
afurðastöðvar í eigu bænda meta
sína samningsstöðu einungis út frá
kostnaðarbundinni verðlagningu
(e. cost based pricing). Fremur
en virðisbundinni verðlagningu
(e. value based pricing) þá hafa
fyrirtækin þegar tapað samtalinu
um hæsta mögulega söluverð.
Það þarf alltaf að hafa í huga að
þó mikið magn matvæla seljist á
lágu, niðursettu eða afsláttarverði,
þá seljast matvæli líka á háu verði.
Jafnvel með áberandi hárri álagningu
þar sem framboð og eftirspurn fer
saman og gæði og sannarleg sérstaða
eru lykilatriði.
Íslenskar umsóknir um vernduð
afurðaheiti hjá MAST
Íslenskt lambakjöt er enn sem
komið er fyrsta og eina matvaran til
að hljóta íslenska upprunatilvísun,
sem er nauðsynlegt skref til að fá vel
þekkta evrópska PDO (e. Protected
Designation Of Origin) en sú umsókn
er nú í allra síðustu yfirferð og frétta
að vænta fyrir vorið.
Matvælastofnun tekur á móti
umsóknum í íslenska hluta verndaðra
afurðaheita. Sannast sagna er afar lítið
um ferlið að finna á vefsíðu MAST
sem ég vil gagnrýna og óska þess að
stjórnsýslan gyrði sig í brók því hér
eru undir verulegir hagsmunir fyrir
íslenska matvöruframleiðslu. Góða
texta á mannamáli vantar með öllu,
sem og hlekki á viðeigandi ítarefni.
Þá telur undirritaður einnig að MAST
hafi afgreitt umsókn fyrir vöruflokk
sem ekki telst til matvæla og eigi
því einfaldlega ekki heima í kerfinu?
Hér vísa ég til þess að MAST gaf
íslenskri lopapeysu jákvætt svar fyrir
íslenskri upprunatilvísun.
Noregur og vernduð afurðaheiti
Eins og flestum er kunnugt eru
Norðmenn á sama stað varðandi
samstarf og viðskipti við ESB og
við Íslendingar, báðar þjóðir taka
þátt í EES samstarfinu og tökum
upp lög og reglugerðir frá Evrópu án
þess að vera í ESB. Norðmenn hafa
fagnað kerfi verndaðra afurðaheita
og nota kerfið mikið sem hlýtur að
opna augu okkar Íslendinga fyrir
tækifærunum sem þar má finna.
Í Noregi eru nú 32 vörur og/
eða afurðir sem njóta verndarinnar
innanlands, 30 þeirra eru
landbúnaðarvörur. Alþjóðlega
vernd hafa 5 norskar vörur og/
eða afurðaflokkar fengið. Lofoten
lamb, Fenalår þurrkað lambalæri,
norskur vodki, norskt ákavíti, og
útiþurrkuð skreið frá Lofoten þar
sem 21 framleiðandi er að baki
skráningunni. Norsk stjórnvöld
skammast sín ekkert fyrir að hampa
norskum hráefnum og vörum og
nota til þess opinbert fé. Rekstur
stjórnsýslu verndaðra afurðaheita
er ásamt fleiri merkjum sem
staðfesta norsk gæði og uppruna
í ríkisstofnuninni Norsk Mat sem
setur alla áherslu á norska hagsmuni.
Nánar á www.beskyttedebetegnelser.
no og www.stiftelsennorskmat.no
Áskorun til bænda
Greinar mínar um vernduð
afurðaheiti eru ætlaðar til að kveikja
á umræðu og aukinni þekkingu
um þau en kerfið getur hæglega
aukið virði einstakra afurða og
bætt rekstrargrundvöll bænda og
framleiðslufyrirtækja. Bændur
mættu gjarnan velta því fyrir sér
hvort þeirra samningsstaða sé
nægjanlega góð, og hvort þeirra
afurðum og vinnu sé sýnd tilhlýðileg
virðing? Hvort nútímaaðferðir
í mörkun og aðgreiningu á
íslenskum landbúnaðarvörum
sé ekki löngu tímabærar? Því
nútíminn og fordæmin sýna okkur
að gamla lagið í að hugsa eingöngu
um landbúnaðarafurðir sem
hráefni skilar ekki besta árangri.
Okkur vantar að auka stolt fyrir
þeim íslensku afurðum, hefðum
og vörum sem við sannarlega
eigum og eru grunnurinn í okkar
matarmenningu. Matarmenningu
sem líka er útflutningsvara á diskum
ferðamanna. Þetta stolt eiga allar
aðrar þjóðir, og engin þjóð tekur
að sér að upphefja vörur annarrar
þjóðar. Það þurfum við einfaldlega
að gera sjálf.
Hafliði Halldórsson,
verkefnastjóri á markaðssviði BÍ
Notkun verndaðra
afurðaheita á Íslandi
Norsk skreið.
Hafliði
Halldórsson.
AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA