Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Matvælaráðuneytið felldi 16. janúar úr gildi ákvörðun Matvæla- stofnunar (MAST) um að fyrirtæki sem flutt hafði inn trjáboli með berki frá Póllandi skyldi eyða þeim eða endursenda úr landi. Aðdragandi málsins er sá að í nóvember 2021 voru trjábolirnir fluttir til landsins sem kolefnisgjafi til framleiðslu á kísilmálmi. Við afgreiðslu málsins á sínum tíma leitaði MAST til ýmissa sérfræðinga sem vinna við þessi mál hérlendis, meðal annars hjá Skógræktinni, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun. Auk þess var leitað frekari upplýsinga hjá innflytjanda og plöntuverndaryfirvöldum í Póllandi (sem gefið höfðu út heilbrigðisvottorð fyrir farminn). Eftir að hafa kynnt sér málið og umsagnir sérfræðinga ákvað MAST 19. nóvember 2021 að hafna þessum innflutningi og var innflytjanda gert að farga sendingunni eða endursenda hana til Póllands. Innflytjandinn ákvað að kæra þann úrskurð, sem endaði að lokum með því, sem fyrr segir, að ráðuneytið felldi úr gildi kröfu MAST um að farga skyldi eða endursenda viðinn. Helstu deiluefni þessa máls tengjast orðalagi í lögum og hvort heilbrigðisvottorðið sem fylgdi sendingunni hafi verið fullnægjandi fyrir íslenskar aðstæður. Í reglugerð um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum (189/1990) kemur fram að eingöngu sé heimilt að flytja inn trjávið með berki, fylgi sendingunni heilbrigðisvottorð. Þá er einnig tekið fram að ekki sé heimilt að flytja inn „villtar plöntur sem safnað er á víðavangi“. Rökstuðningur MAST var m.a. sá að samkvæmt reglugerðinni væri fortakslaust bann við innflutningi á trjáviði með berki þar sem trjábolirnir kæmu af villtum plöntum sem safnað hefði verið á víðavangi. Það var hins vegar mat matvælaráðuneytisins að slíkt ætti ekki við í þessu tilfelli, enda kæmi fram í vottorði erlendra yfirvalda að umrædd tré hefðu verið ræktuð á skógræktarsvæðum þar sem tré eru felld reglubundið. Margt leynist í trjáberkinum Í nágrannalöndum okkar gilda strangar reglur um trjávið með berki, vegna þeirrar hættu sem fólgin er í slíkum innflutningi. Helsti ávinningur þess að afbarka við er að lágmarka hættuna á því að barkarbjöllur berist til landsins og sjúkdómar sem þeim fylgja. Rannsóknir hafa einnig sýnt að með afbörkun minnka mjög líkurnar á því að með viðnum berist aðrir skaðvaldar sem lifað geta undir berkinum, svo sem ýmsar skortýtu- (t.d. blaðlýs og barrlýs), fiðrilda-, bukku- og vesputegundir sem valda gjarnan miklu tjóni í skógum. Barkarbjöllur eru meindýr af ranabjölluætt sem draga nafn sitt af því að þær verpa í innri lög barkarins. Lirfur þeirra nærast á berkinum og mynda í honum göng. Fyrir utan þetta tjón sem barkarbjöllurnar og lirfur þeirra valda á trjánum fylgja þeim oft sveppir sem einnig geta valdið miklum skaða á trjám og leitt þau til dauða. Barkarbjöllur og örverurnar sem fylgja þeim eru nú eitt alvarlegasta vandamálið sem við er að etja í skógrækt víða um lönd, ekki síst á svæðum þar sem trén eru veik fyrir af öðrum ástæðum, til að mynda vegna þurrka. Enn sem komið er hefur engin barkarbjöllutegund numið land á Íslandi, eflaust að hluta til vegna þeirra ströngu reglna sem hér gilda um innflutning á trjáplöntum. Nágrannalönd okkar hafa ekki verið jafnheppin. Í Evrópu geisa nú alvarlegir barkarbjöllufaraldrar og er talið að vandamálin af völdum þeirra eigi eftir að aukast enn í framtíðinni með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Sem dæmi má nefna tegundina Ips typographus, sem hefur nú þegar dreift sér um stærstan hluta Evrópu og er m.a. mikil ógn við rauðgreniskóga. Einnig geta nokkrar barkarbjöllu- tegundir farið illa með birki og fleiri trjátegundir sem algengar eru hérlendis. Að lokum Hér á landi eru tiltölulega fáir skaðvaldar og því eru plöntur hér sérlega viðkvæmar fyrir landnámi nýrra meindýra. Skortur á náttúrulegum óvinum eykur svo enn getu meindýra til hraðrar útbreiðslu, eins og hefur sýnt sig í nýjum skaðvöldum á birki. Innflutningur á viði með berki eykur líkurnar á að fleiri nýir skaðvaldar nemi hér land, ekki síst barkarbjöllur og fylgisveppir þeirra, sem gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir skóga landsins. Skiptir þá litlu máli hvort trén eru ræktuð sérstaklega til fellingar eða vaxa í náttúrulegum skógum. Í ljósi úrskurðar ráðuneytisins er nauðsynlegt að skýra regluverk það sem á við um slíkan innflutning með það að markmiði að vernda íslenska skóga. Brynja Hrafnkelsdóttir, skordýrafræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar og Edda S. Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar. Á FAGLEGUM NÓTUM Landbúnaðarrannsóknir: Mikill breytileiki í litum og litamynstrum Árið 2020 voru 78,4% fjár skráð hvít. Svart var algengast af dökkum litum, eða 12,7%, en mórautt aðeins 4,2%. Gráar kindur voru 4,4% en grámórauðar einungis 0,3%. Litamynstur koma fyrir á grunni dökkra lita og var tvílitt algengast af litamynstrum, eða 5,8% af heildarfjölda 2020. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlitsgrein um litafjölbreytni og erfðir lita hjá íslensku sauðfé sem birtist í nýjasta tölublaði Náttúrufræðingsins (92. árg. 3-4. hefti). Höfundar greinarinnar eru Emma Eyþórsdóttir, Teitur Sævarsson, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir og Jón Hallsteinn Hallsson. Litafjölbreytni hjá íslensku sauðfé er vel þekkt og hefur viðhaldist í stofninum um aldir, ólíkt mörgum erlendum fjárkynjum. Í greininni er lýst þeim breytileika í litum og litamynstrum sem finnst í íslensku fé, ásamt líffræði litamyndunar. Grunnlitir eru hvítt, svart og mórautt, og litamynstur eru grátt, grámórautt, golsótt og botnótt ásamt tvílitum þar sem hvít svæði á dökkum grunni skapa mikla fjölbreytni. Hvítt er algengasti liturinn. Stefán Aðalsteinsson (1928–2009) skýrði helstu erfðareglur sauðfjárlita á grunni rannsókna sinna á íslensku fé. Niðurstöður hans eru þær að litaerfðir í íslensku sauðfé ráðist fyrst og fremst af breytileika í genasætunum agouti (a-genasætið), brown (b-genasætið) og piebald spotting (s-genasætið). Ríkjandi samsæta í a-sæti veldur hvítum lit og eru aðrir litir víkjandi. Arfgerð í b-sæti ræður svörtum eða mórauðum lit og er svart ríkjandi. Víkjandi arfgerð í s-sæti veldur tvílit á kindum með dökkan grunnlit en alhvítu í hvítu fé. Sameindaerfðafræði litamyndunar í sauðfé er þó flóknari en ætla mætti út frá erfðareglum Stefáns. Rannsóknir á því sviði hafa varpað skýrara ljósi á þau gen sem standa að baki sauðalitunum, en jafnframt reynist ekki fullt samræmi á milli sameindaerfðafræðilegra niðurstaðna og þeirra erfðareglna sem stuðst er við í íslenskri sauðfjárrækt. Frekari rannsókna er því þörf til að upplýsa málið. Greinin er prýdd fjölda mynda, m.a. ljósmyndum af fjölbreyttum litum sauðfjár og skýringamyndum um erfðir litanna og líffræðina þar að baki. Hér má sjá fjögur lömb í mismunandi litum: Alhvítt (ekkert gult), svartgolsótt, svartbotnótt, arnhosótt og móbotnubíldótt. Myndir / Sigurborg Hanna Sigurðardóttir Er innflutningur á trjávið með berki ógnun við íslenska skóga? Dauð grenitré eftir barkarbjöllufaraldur í Þýskalandi. Mynd / Kolbrún Hrafnkelsdóttir Brynja Hrafnkelsdóttir. Edda S. Oddsdóttir. Krókhálsi 9 Sími: 590 2000 Virka daga 9 -17 Laugardaga 12 - 16 PRG86 OHS62 Porsche Taycan rafmagnsbíll Einn eigandi. Gríðarlega ottur og vel með farinn Cayenne E-Hybrid plug-in í Platinum útfærslu. Stillanleg lopúðaöðrun, rafdrið dráttarbeisli, hiti í stýri og framsætum, glerþak, bakkmyndavél, hæglokun á hurðum, svört xenon framljós, 21” álfelgur og margt eira. – Þessi er frábær í allt. Verð: 8.490.000 kr. Nýskráður í maí 2018 | Ekinn 50.000 km. Einn eigandi. Litríkur bíll með öllu því helsta: Tvílit leður- innrétting, stillanleg lopúðaöðrun, léttstýri, minni fyrir bílstjórasæti, hiti í framsætum og stýri, lyklalaust aðgengi, 360° myndavélaker, litað gler (hita og hljóðeingrandi), Sport chrono pakki til að auka við sporteiginleika bílsins. – Frábær kaup. Verð: 13.490.000 kr. Nýskráður í júní 2021 | Ekinn 27.000 km. Birt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl Hjá Porsche er hægt að kaupa allt að 15 ára verksmiðjuábyrgð. • Bíllinn helst í fullri ábyrgð eins og um nýja bifreið væri að ræða • Endursöluverð bílsins styrkist • Viðgerðir eru framkvæmdar af Porsche sérfræðingum • Aðeins er notast við Porsche varahluti Porsche Cayenne S E-Hybrid Platinum Porsche býður árs framhaldsábyrgð með e†irtöldum bílum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.