Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023
Hinn 30. janúar voru birtar niðurstöður verðlagskönnunar Hagstofu
Íslands fyrir janúarmánuð. Verðlag hækkaði um 0,85% á milli mánaða
sem olli því að 12 mánaða verðbólga náði aftur hápunkti síðasta árs, 9,9%.
Við nánari skoðun á áhrifaþáttum sést að í þessari könnun vega þættir
tengdir húsnæðisrekstri og bílakaupum. Er þetta rakið til hækkunar á ýmsum
opinberum gjöldum í byrjun þessa árs og hefur ríkisstjórnin þurft að svara fyrir
það. Á móti koma verðlækkanir á fötum, skóm, húsgögnum, raftækjum og
öðrum vörum sem gjarnan fara á útsölu í janúar en er viðbúið að sú verðlækkun
gangi hratt til baka í mars eins og hún gerir yfirleitt. Hafa þessar niðurstöður
valdið því að fagaðilar eru margir hverjir farnir að spá 0,5% stýrivaxtahækkun
á næsta fundi peningastefnunefndar.
Áhrif matvælaverðs á hækkun vísitölu neysluverðs þennan mánuðinn var
0,3%, um það bil tvöföld meðaláhrif vöruflokksins undanfarna 12 mánuði.
Matar- og drykkjarvörur hækkuðu um 9,7% á árinu 2022, 0,5% meira en
almennt verðlag. Að meðaltali hækkuðu kostnaðarliðirnir sem gert er grein
fyrir í verðlagskönnuninni um 6,5%. Liðirnir sem hækkuðu mest, Natur
og drykkjarvara, Húsnæði, hiti og rafmagn og Ferðir og flutningar eru
einnig þeir kostnaðarliðir sem vega mest í útgjöldum heimila samkvæmt
Hagstofunni. Þessir liðir eru samanlagt yfir 60% af útgjöldum heimila, matar
og drykkjarútgjöld eru 15% þar af. Eini liðurinn sem lækkaði yfir árið voru
Póstur og sími.
Á milli mánaða hækkaði
grænmeti um 5%, búvörur
án grænmetis um 2,62% og
innfluttar matar- og drykkjarvörur
um 1%. Innlendar búvörur án
grænmetis voru í janúar 6% af
heildarútgjöldum sem gert er grein
fyrir í verðlagskönnuninni og hefur
ekki mælst svo hátt áður. Meðaltal
síðustu 10 ára er 5,4%.
Á meðal kjötafurða var
hækkunin milli mánaða
mest á fuglakjöti en minnst
á svínakjöti. Hækkun á
kjöti almennt var 1%.
Hækkunin á grænmeti
var öllu meiri, 4%, en á
ársgrundvelli hefur verð
á grænmeti hækkað
um 11%, sem er minna
en kjötið. /SFB
HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS
Íslendingar verja meira í
innlendar búvörur en áður
Markaðir
152,1 kr.
Evra
142,15 kr.
USD
170,25 kr.
Pund
322,2195 kr.
95 okt bensín
327,3571 kr.
Díesel
17,77 USD
Mjólk (USD/100 pund)
7,59 USD
Korn (USD/sekkur)
29,7 EUR
Kartöflur (EUR/100 kg)
1400 AUD
Ull (AUD/100 kg)
1,83 USD
Ostur (USD/pund)
4575 EUR
Smjör (EUR/tonn)