Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Hinn 30. janúar voru birtar niðurstöður verðlagskönnunar Hagstofu Íslands fyrir janúarmánuð. Verðlag hækkaði um 0,85% á milli mánaða sem olli því að 12 mánaða verðbólga náði aftur hápunkti síðasta árs, 9,9%. Við nánari skoðun á áhrifaþáttum sést að í þessari könnun vega þættir tengdir húsnæðisrekstri og bílakaupum. Er þetta rakið til hækkunar á ýmsum opinberum gjöldum í byrjun þessa árs og hefur ríkisstjórnin þurft að svara fyrir það. Á móti koma verðlækkanir á fötum, skóm, húsgögnum, raftækjum og öðrum vörum sem gjarnan fara á útsölu í janúar en er viðbúið að sú verðlækkun gangi hratt til baka í mars eins og hún gerir yfirleitt. Hafa þessar niðurstöður valdið því að fagaðilar eru margir hverjir farnir að spá 0,5% stýrivaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar. Áhrif matvælaverðs á hækkun vísitölu neysluverðs þennan mánuðinn var 0,3%, um það bil tvöföld meðaláhrif vöruflokksins undanfarna 12 mánuði. Matar- og drykkjarvörur hækkuðu um 9,7% á árinu 2022, 0,5% meira en almennt verðlag. Að meðaltali hækkuðu kostnaðarliðirnir sem gert er grein fyrir í verðlagskönnuninni um 6,5%. Liðirnir sem hækkuðu mest, Natur og drykkjarvara, Húsnæði, hiti og rafmagn og Ferðir og flutningar eru einnig þeir kostnaðarliðir sem vega mest í útgjöldum heimila samkvæmt Hagstofunni. Þessir liðir eru samanlagt yfir 60% af útgjöldum heimila, matar og drykkjarútgjöld eru 15% þar af. Eini liðurinn sem lækkaði yfir árið voru Póstur og sími. Á milli mánaða hækkaði grænmeti um 5%, búvörur án grænmetis um 2,62% og innfluttar matar- og drykkjarvörur um 1%. Innlendar búvörur án grænmetis voru í janúar 6% af heildarútgjöldum sem gert er grein fyrir í verðlagskönnuninni og hefur ekki mælst svo hátt áður. Meðaltal síðustu 10 ára er 5,4%. Á meðal kjötafurða var hækkunin milli mánaða mest á fuglakjöti en minnst á svínakjöti. Hækkun á kjöti almennt var 1%. Hækkunin á grænmeti var öllu meiri, 4%, en á ársgrundvelli hefur verð á grænmeti hækkað um 11%, sem er minna en kjötið. /SFB HAGTÖLUR LANDBÚNAÐARINS Íslendingar verja meira í innlendar búvörur en áður Markaðir 152,1 kr. Evra 142,15 kr. USD 170,25 kr. Pund 322,2195 kr. 95 okt bensín 327,3571 kr. Díesel 17,77 USD Mjólk (USD/100 pund) 7,59 USD Korn (USD/sekkur) 29,7 EUR Kartöflur (EUR/100 kg) 1400 AUD Ull (AUD/100 kg) 1,83 USD Ostur (USD/pund) 4575 EUR Smjör (EUR/tonn)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.