Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur - hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. Athygli vekur að engin hlutfallsleg aukning varð á fjósum með fleiri en einn mjaltaþjón og eru nú að meðaltali 1,2 mjaltaþjónar á búum landsins. Meðaltalið nú er heldur minna en það var árið 2019 svo nokkuð er ljóst að búin eru ekki að stækka mikið umfram 1 mjaltaþjón þessi misserin. Meðalframleiðslan 327 þúsund lítrar Þegar rætt er um mjaltaþjónabú er oftast erlendis horft til þeirrar framleiðslu sem sú tækni skilar af sér, þ.e. afurðasemi hvers mjaltaþjóns. Meðalinnlögn mjólkur frá hverjum mjaltaþjóni var um 327 þúsund lítrar á árinu og er það ekki langt frá meðaltali fyrri ára. Það sem vekur þó athygli er að sumir kúabændur eru að ná góðum árangri með sína mjaltaþjóna. Þannig voru t.d. 19 kúabú að leggja inn meira en 450.000 lítra að jafnaði á hvern mjaltaþjón og þar af voru tvö bú að leggja inn meira enn 500.000 lítra frá hverjum mjaltaþjóni og það sem lagði inn mest var með rúmlega 520.000 lítra. Mikil ónýtt framleiðslugeta Eins og undanfarin ár er ónýtt framleiðslugeta mjaltaþjóna- tækninnar hér á landi gríðarlega mikil, þ.e. miðað við hámarks nýtingu við íslenskar aðstæður. Má þannig reikna út að með allri þeirri fjárfestingu í þessari mjaltatækni, sem kúabændur landsins hafa nú þegar kostað til, væri hægt að sinna allri innanlandsframleiðslunni og raunar þónokkuð gott betur en það. Hægt að gera enn betur Það er dagljóst að mjaltaþjónatæknin sem slík ræður við miklu meira magn mjólkur, enda eru mjaltaþjónar hannaðir til þess að ráða við rúmlega 3 tonn af mjólk á dag og því vel yfir 1 milljón lítra mjólkurframleiðslu á ári. Nýtingin á Íslandi er því ekki nema rétt um þriðjungur þess sem tæknin ræður við í raun og veru. Þetta skýrist af ýmsum þáttum en þyngst vegur væntanlega slök afkastageta kúakynsins auk þeirra framleiðslutakmarkana sem íslensk kúabú starfa við. Í nánast öllum löndum sem við berum okkur saman við hafa þarlendir kúabændur aðgengi að mun afkastameiri kúakynjum og starfa auk þess við óheft framleiðsluumhverfi. Erlend reynsla Víða erlendis hefur þeim kúabændum, sem ná einstökum árangri með mjaltaþjóna sína, verið hampað sérstaklega enda þessi kúabú oftar en ekki mun hagkvæmari í rekstri en önnur kúabú. Reynslan frá Danmörku sýnir, þegar gögn um bú sem lögðu inn að meðaltali 2.500 lítra á dag eða meira eftir hvern mjaltaþjón eru skoðuð, að þau eiga ýmislegt sameiginlegt. Þessi bú eru nánast undan- tekningarlaust rekin af bæði miklum metnaði og fagmennsku. Þá er starfsfólk búanna oftar en ekki mikið kúafólk, þ.e. einstaklingar sem hafa einstaklega gott auga fyrir ástandi gripa og bregðast hratt við ef stefnir í óefni. Án þess að greinarhöfundur þekki til á öllum þeim kúabúum, sem eru meðal þeirra afurðahæstu hér á landi þegar horft er til afkastagetu mjaltaþjóna, þá kæmi ekki á óvart að sömu forsendur eigi við um þessi bú og þau dönsku. Byggt á gögnum frá Auðhumlu og KS, sem fá þakkir fyrir. það hentar, reiðhjól og rafskutlur, almenningssamgöngur og rafvæðingu við margs konar framleiðslu eða þjónustu, í stað notkunar jarðefnaeldsneytis. Orkuskipti Mikill meirihluti frumorkunotkunar á Íslandi er með lítilli eða nánast engri losun gróðurhúsagasa. Samdráttur í losun þeirra snýst því að verulegum hluta um samgöngur og aðra starfsemi þar sem jarðefnaeldsneyti á landi, sjó og í lofti. Samanlagt er hægt að styðjast við ársinnflutning á því undanfarin ár (fyrir og eftir Covid- 19) til þess að meta full orkuskipti fram til 2040 (núverandi stefna). Þrepa þarf nær alveg niður árlegan innflutning á ríflega einni milljón tonna af olíuættuðu eldsneyti. Í staðinn kemur orka úr rafhlöðum og nokkrum tegundum (raf)eldsneytis sem að mestu er framleitt með raforku hér og/ eða erlendis. Þannig nást full orkuskipti. Fjölnýting Brýnt má telja að nytja beri flestar afurðir náttúruauðlindar á sem skilvirkastan og sjálfbærastan hátt. Ólíkir orkustraumar (t.d. jarðvarmi eða sjávarstraumar) eða ólík jarðefni (t.d. málmur eða leir) geta nýst til fjölbreyttrar starfsemi og hægt að gæta þess að sem minnst fari til annars en orkuframleiðslu, smíða eða annarra nytja, staðbundið eða annars staðar. Einna augljósust hérlendis er fjölnýting jarðvarma. Auðlindagarður Ef skipulagt er staðbundið samstarf stofnana, orkufram- leiðenda og atvinnufyrirtækja, með fjölnýtingu auðlinda sem takmark, er auðlindagarður til orðinn. Hann getur verið rekinn sem heild eða verið safn sjálfstæðra eininga. Dæmigerður auðlindagarður á Íslandi gæti verið með jarðvarmaorkuveri sem framleiðir raforku með ólíkum gerðum hverfla og ólíku hitastigi jarðhitavökva, sendir frá sér gufu og upphitað ferskvatn í hitaveitu og iðnað og býr til metan á bíla. Í garðinum eru gróðurhús, fiskeldi, þörungaræktun, vetnis- og alkóhólframleiðsla og heilsurækt. Gasi og volgu umframvatni er dælt niður fyrir grunnvatnsflöt í jarðhitakerfið. Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrum þingmaður. Af jörðu erum við komin Jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun - Málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði- Fundarsalur: Vigdísarhús – Sólheimum í Grímsnesi / streymi Fimmtudaginn 2. mars 2023 frá kl 10.00 -16.00 Fundarstjóri: Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML 10.00: Áburðarefni í lífrænum landbúnaði á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu við Garðyrkjuskólann á Reykjum / FSU 10.45: Landbætandi fiskeldi Rúnar Þór Þórarinsson, nýsköpun og þróun hjá Landeldi ehf 11.20: Meðhöndlun og nýting lífrænna efna í áburð skv. nýrri áburðarreglugerð Valgeir Bjarnason, fagsviðstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun 11.40: Kostnaðargreining áburðar í lífrænum vs hefðbundnum landbúnaði á Íslandi (Main drivers of fertilizers costs in organic vs conventional farms in Iceland) Vincent Merida, doktorsnemi við Umhverfis- og auðlindadeild Háskóla Íslands 12.00: HÁDEGISHLÉ 13.00: Hvers virði er heilbrigður jarðvegur ? Jarðgerð og vinnsla á lífrænum áburði - verðmætasköpun í kolefnisbúskap (Production of organic fertilizers – Carbon farming) Gerald Dunst, eigandi Sonnenerde í Austurríki, ráðgjafi og frumkvöðull 13.50: Gæðastaðall fyrir áburðarefni og jarðvegsbætir úr lífrænum efnum til lífrænnar ræktunar Cornelis Aart Meijles, ráðunautur Loftslagsvænn landbúnaður - Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins 14.30 KAFFIHLÉ 15.00: Aðfangakeðja fyrir lífrænan landbúnað, veikleiki - styrkleiki ? Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice 15.15: Samantekt og umræður Málþingi lokið kl 16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.