Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 FRÉTTIR Ríkisendurskoðun hefur birt viðamikla stjórnsýsluúttekt um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Í úttektinni eru gerðar margar sláandi athugasemdir sem beinast að stjórnvöldum og fyrirtækjum sem stunda sjókvíaeldi við landið. Auk þess sem eftirlit með sjókvíaeldi er sagt of lítið. Í niðurstöðu úttektarinnar segir að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennt og ekki í stakk búið til að takast á við aukinn vöxt og umsvif greinarinnar á síðustu árum. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að stjórnsýslan og þær stofnanir sem eiga samkvæmt lögum að sjá um eftirlit hafi ekki verið styrktar til að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Ekki sátt og stefnulaus uppbygging Í úttektinni segir einnig að hvorki hafi „skapast aukin sátt um greinina né hafa eldissvæði eða heimildir til að nýta þann lífmassa sem talið er óhætt að ala á tilteknum hafsvæðum verið úthlutað með útboði af hálfu matvælaráðherra“. Þá segir að: „Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita.“ Ekkert samstarf milli ráðuneyta Í úttektinni segir að talsverð skörun sé á milli krafna fyrir starfsleyfi og rekstrarleyfi og athygli vekur að samstarf umhverfis- og matvælaráðuneytisins er nánast ekkert þegar kemur að fiskeldi. Þannig hafa verið settar reglur um rekstrarleyfi sem skarast á við ákvæði um starfsleyfi og öfugt. Í lögum um fiskeldi er kveðið á um að matvælaráðherra skuli ákveða skiptingu fiskeldissvæða meðfram ströndum landsins ef vistfræðileg eða hagræn rök mæli með því. Ráðherra nýtti ekki þessa heimild og rekstraraðilar gátu því hafið undirbúning fyrir sjókvíaeldi hvar sem er fyrir utan skilgreind friðunarsvæði, með því að hefja matsferli í samræmi við þágildandi lög um mat á umhverfisáhrifum. Þetta hafði þau áhrif að upp kom kapphlaup um eldissvæði og ósamræmi við aðra nýtingu á viðkomandi svæðum og vann gegn markmiðum um að heildarnýting svæða væri sem hagkvæmust. Þá eru dæmi um að ófullkomnar matstillögur og leyfisumsóknir væru sendar inn til meðferðar í stjórnsýslunni með það að markmiði að vera á undan næsta rekstraraðila. Umfjöllun ekki samkvæmt núgildandi lögum Árið 2019 tóku gildi lagabreytingar sem gera ráð fyrir að ráðherra taki ákvörðun um hvaða firði eða hafsvæði skal meta til burðarþols í sjókvíaeldi og að Hafrannsóknastofnun taki ákvörðun um hvernig skipta eigi viðkomandi hafsvæði í eldissvæði sem eru síðan auglýst og boðin út. Þær lagabreytingar eru ekki enn komnar til framkvæmda og óljóst er hvernig þeim verður háttað. Auk þess hefur ekkert þeirra leyfa sem gefin hafa verið út til starfsemi sjókvíaeldis fengið umfjöllun á hverju þeirra stiga sem núgildandi ferill gerir ráð fyrir samkvæmt lögum. Samkvæmt úttektinni hafa lagabreytingar sem gerðar voru árin 2014 og 2019 hvorki haft í för með sér betri og skilvirkari ferli leyfisveitinga né eftirlits. Eftirlit með sjókvíaeldi við Íslandsstrendur er of takmarkað og háð aðgengi að búnaði og starfsfólki fiskeldisfyrirtækja. /VH Sjókvíaeldi: Sláandi athugasemdir Ríkisendurskoðunar Eftirlit með sjókvíaeldi er of lítið að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnanir sem eiga samkvæmt lögum að sjá um eftirlit hafa ekki verið styrktar til að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum í takti við vöxt greinarinnar. Mynd / VH Danmörk: Eiturefni fundust í lífrænum eggjum PFAS efni (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) greindust í eggjum sem framleidd eru í Danmörku. Orsökin er rakin til fiskimjöls sem innhélt áðurnefnt efni í of háu magni. Áhyggjur eru af neikvæðum áhrifum á heilsu einstaklinga sem neyta lífrænu eggjanna í miklu magni. Sama efni fannst í eggjum sem framleidd eru á hefðbundinn máta, en í minna magni. DTU Fødevareinstituttet greinir frá í fréttatilkynningu. PFAS efni finnast meðal annars í viðloðunarfríum pottum og pönnum, ásamt vatnsfráhrindandi fatnaði. PFAS efni geta haft neikvæð áhrif á æxlun og eru talin vera krabbameinsvaldandi. Þessi efni eru kölluð þrávirk þar sem þau brotna ekki að fullu niður í náttúrunni og eru mörg ár að leysast upp í líkamanum eftir inntöku. Þetta er dæmi um efni sem berst upp fæðukeðjuna, en í þessu tilfelli var leiðin frá fiskum upp í hænsn og þaðan í fólk. Umrætt efni fannst í eggjum frá lífrænum eggjaframleiðendum um alla Danmörku í rannsókn sem framkvæmd var af DTU Fødevareinstituttet í samstarfi við Fødevarestyrelsen. Magnið sem fannst er yfir mörkum sem Evrópusambandið setti á matvæli 1. janúar síðastliðinn. Líklegt er talið að sambærilegt hámark PFAS efna verði sett á dýrafóður til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig. Áður en áðurnefnd mörk voru sett á matvæli er hugsanlegt að PFAS innihald hafi oft náð þeim mörkum sem mældust í lífrænu eggjunum núna. Þessi efni eru skaðvaldar hjá öllum aldurshópum, en sérstaklega er tekið fram að börn á aldrinum fjögurra til níu ára sem borða að meðaltali tvö og hálft egg á viku, innbyrði of mikið magn eiturefnanna, þegar styrkleiki efnisins er sá sem hann mældist núna. Kit Granby, hjá DTU Fødevareinstituttet, segir fóðurframleiðendur í Danmörku leita leiða til að skipta út fiskimjöli fyrir aðrar fóðurtegundir. Með því ætti magn PFAS í eggjum frá hænum sem innbyrtu eiturefnin að minnka um helming á fjórum til sjö dögum. Granby er bjartsýn á að með því verði þetta tiltekna vandamál úr sögunni. /ÁL Danskar eftirlitsstofnanir fundu of mikið magn þrávirkra eiturefna í eggjum. Efnið berst upp fæðukeðjuna í menn og getur valdið neikvæðum heilsufarsáhrifum. Mynd / Louis Hansel Von er á vegvísi um nýtingu á líf- rænum efnum til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu inn í samráðsgátt stjórnvalda. Bann við urðun á niðurbrjótan- legum úrgangi tók gildi hér á landi 1. janúar síðastliðinn og því ljóst að finna þarf farvegi fyrir verðmæt næringarefnin í þessum úrgangi sem hafa verið urðuð en er nú skylt að safna sérstaklega. Matvælaráðuneytið setti af stað vinnu á haustmánuðum um gerð vegvísisins til að vinna að betri nýtingu lífræns úrgangs sem til fellur í samfélaginu og fékk verkfræðistofan EFLA það hlutverk að halda utan um gerð hans. Sama magn næringarefna í íslenskum úrgangi og innfluttum áburði Matís gaf út skýrslu á síðasta vori um greiningu á magni lífrænna áburðarefna á Íslandi og tækifæri til aukinnar nýtingar. Þar kom fram að heildarmagn af köfnunarefni, fosfórs og kalí í lífrænum úrgangi á Íslandi væri metið til jafns við magnið af þessum næringarefnum sem væri flutt til landsins í formi innflutts áburðar. Þar kemur enn fremur fram að langmest af næringarefnunum er að finna í búfjárúrgangi sem almennt er vel nýttur þó til séu undantekningar. Einnig að mikið magn næringarefna sé að finna í úrgangi frá eldisdýrum eins og í svína- og alifuglarækt og í úrgangi frá fiskeldi, en talið er líklegt að magnið þaðan fari hratt vaxandi á næstu misserum. Næringarefni í skólpi og seyru eru metin talsverð sem og í matarúrgangi en nýting þeirra efna sé mjög lítil. Í skýrslunni er varað við því að draga þá ályktun að nóg sé til af næringarefnum á Íslandi þar sem stór hluti næringarefna í búfjáráburði komi úr innfluttum tilbúnum áburði og kjarnfóðri og einnig ríki óvissa um hversu stór hluti sláturúrgangs og dýrahræja sé nýtanlegur sökum heilbrigðissjónarmiða. Nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er vegvísinum ætlað að nýtast í vinnu við mótun stefnu og aðgerðaáætlana fyrir matvæli, landbúnað, landgræðslu, skógrækt, fiskeldi og sjávarútveg. „EFLA hefur skilað til matvæla- ráðuneytisins drögum að vegvísinum og hefur hann verið til skoðunar í bæði matvælaráðuneytinu og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Drög að vegvísinum verða kynnt í samráðsgátt stjórnvalda á næstunni en nákvæm tímasetning liggur ekki enn fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um framvindu vinnunnar. Vegvísirinn mun taka mið af loftslagsstefnu stjórnvalda og stefnu um hringrásarhagkerfið og er ætlað að varða veginn að settu markmiði um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna til áburðar árið 2040 eða fyrr. Til samráðs við gerð vegvísisins hefur EFLA stofnanir ráðuneytisins og hagaðila, til að mynda Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðsluna og MAST. /smh Talsvert magn næringarefna er í matarúrgangi en nýting úr þeim úrgangsflokki hefur verið mjög lítil. Frá áramótum hefur verið skylt að flokka hann sérstaklega og safna saman. Mynd / Melta Farvegur næringarefna inn í hringrásarhagkerfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.