Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Fagurlega dekkað borð gladdi viðstadda og maturinn án efa bragðast vel. Unnur Þorvaldsdóttir, Litlu-Reykjum, Hrafnhildur Baldursdóttir, Litla-Ármóti, Elín Magnúsdóttir, Brúnastöðum, Árný Ilse Árnadóttir, Oddgeirshólum. Blómaskreyting sem ber af! LÍF&STARF Stórviðri ganga nú yfir landið sem sjaldan fyrr. Veðurviðvaranir nánast daglegar. Það er líka appelsínugul viðvörun í fyrstu oddhentu vísu þáttarins eftir Ingólf Ómar Ármannsson: Veldur kvíða vetrartíð veðrin stríðu meður. Þróttinn níðir úr þreyttum lýð þrálát hríðarveður. Svo er hér ein gömul sem oft var sungin í heimasveit minni, en óvíst er um höfund: Úti hríðar alla tíð, að mér kvíða setur. Svol’tið “íðí” sem ég níð svo mér líði betur. Og höldum áfram á þessum nótum. Ingvar Frímannsson, Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, orti þessa mergjuðu hringhendu: Skýjatigla breið er brú, bólstrar myglufúnir. Hraðan siglir Norðri nú, napur ygglir brúnir. Eftir Kristbjörn Benjamínsson á Kópaskeri er lokavísa þessarar stórviðra-syrpu: Birtist þrátt hið bitra tjón, bylur hátt við kveður. Vetrarmáttur felur Frón, fönn í gáttir hleður. Þórarinn Sveinsson í Kíla-Koti var mikill afburða hagyrðingur. Næstu tvær vísur taka þar af allan vafa: Eg er kominn á ysta barð elligrár og lotinn. Naut ég þess sem notið varð, nú eru föngin þrotin. Bráðum kveð ég bæ og hörg, bjartan flýg í geiminn. Eg á orðið ekki mörg erindi við heiminn. Enn finn ég áður óbirtar vísur eftir Rósberg Guðnason Snædal. Þessi fegurð fannst í gömlu grúski: Baða koll í blámans firrð bjartir jöklar heiða. Víðáttunnar vald og kyrrð vegfarandann seiða. Gísli Gíslason í Skörðum kvað til manns er ávítti konu sína: Eg hef hlýtt á yðar tal ei með sinni gljúpu. Oft hef ég gráan vitað val vega að hvítri rjúpu. Þjóðskáldið Guðmundur Böðvarsson á Kirkjubóli orti þessa fagurgerðu stöku: Gott er að koma að garði þeim sem góðir vinir byggja. Þá er meira en hálfnað heim hvert sem vegir liggja. Sveinn í Elivogum kvað um sr. Gunnar á Æsustöðum, er tekið hafði hross til hagagöngu af honum: Þegar hesta haga þraut og herti klakatakið, Gunnar prestur skildi skaut skálds fyrir nakið bakið. Sr. Gunnar svaraði Elivogaskáldinu: Hækka mun þinn hróður, Sveinn hér í fjallasalnum. Þú ert eins og stakur steinn sem stendur upp úr dalnum. Einmitt nú er hann genginn til sunnanáttar. Ólína Jónasdóttir orti af snilli sinni: Lækjaraðir fjöllum frá fram sér hraða af stalli, sýnist glaður svipur á Silfrastaðafjalli. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM Þorrablót með Bændablaðsþema Íbúar í fyrrum Hraungerðis- og Sandvíkurhreppi í Flóa nýttu heldur betur tækifærið, en nýverið „kom loksins að því“ að hægt væri að halda þorrablót. Höfðu gestir beðið óþreyjufullir í nú þrjú ár og blótið því haldið með pomp og prakt í félagsheimilinu Þingborg en þema kvöldsins var Bændablaðið og gamli tíminn. Eins og vani er var góðlátlegt grín í garð sveitunga í hámæli, skemmtiatriði og leikþáttur sýnd auk þess sem myndband og „Flóa-Bændablaðið“ útgefið. Fundust þar fréttir gríns og glens en einnig mátti finna söngtexta í formi Bændablaðsins. Veglegur vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands var veittur fyrir best skreytta borðið en borðskreytingakeppni var að sjálfsögðu í gangi. Sá Sjafnarblóm um að pakka vinningnum inn en einnig voru veitt verðlaun frá fyrrnefndum fyrirtækjum fyrir bestu stökuna. Dynjandi dans var þreyttur fram á rauða nótt við tóna hljómsveitarinnar Sveitamanna og tókst skemmtunin vel í alla staði. Hvað varðar vinningsstökuna var hún ort af Guðmundi nokkrum Stefánssyni, fyrrverandi bónda í Hraungerði. Dómnefndin taldin hana bragfræðilega alveg hárrétta auk þess að vera með innrími og er hún svohljóðandi: Víni töppum við í munn, víst með köppum gaman. Takta stöppum talsvert kunn, tryllt með löppum saman. Allir í stuði: Ágúst Guðjónsson, Læk, Björgvin Elísson, Egilsstöðum á Héraði, Anna Þórný Sigfúsdóttir, Garðshorni, Margrét Drífa Guðmundsdóttir, Læk. Vinningsborðið: Ólöf Ósk Magnúsdóttir í Hrygg var hugmyndasmiðurinn að þeim skreytingum. Þeir hressu: Geir Gíslason, Einar Magnússon, Árni Freyr Pálsson, Haukur Gíslason og Ívar Freyr Hafsteinsson. Nefndin: Malin og Ólafur Tindum, Veronika og Bjarni Túni, Jóhanna og Birkir Austurmýri 3, Sigurbára og Einar Langstöðum, Jóhannes og Helga Stóra-Ármóti 2. Dæmi um aðrar stökur sem komu vel til álita eru eftirfarandi: Feitmeti úr Flóanum fæ ég hér á blóti Metfjárins úr móunum menn hér allir njóti Höf: Ingólfur Narfason og Guðmundur Stefánsson Stöku, stöku, stöku sinnum stormum við á þorrablót Eftir drjúga drykkju finnum dásamlega fiman fót Höf: Betzy Marie Davidson Villtust í Þingborg Villingar vaðandi snjó og krapa Sagt er að þau séu snillingar sem kunna mjög illa að tapa Höf: Sigtryggur og Sigfús (mjög líklega dulnefni) Skemmtinefnd með stólpagrín skaffar mörgum kvíða Meðalið er meira vín má það fara víða Höf: Byggðarhornsborðið Bil á milli borða býsna lítið er Ef geymir kona forða á afturenda sér Höf: Svanhildur „Súrt er það“ sagði einn og stakk upp í sig hvalnum „Þetta er nú sítróna Sveinn, sem var hérna á gólfinu í salnum“ Höf: Sigurður Andri Jóhannesson Húð á beinum hangir hold þar hvergi sést út frá limum langir af liggur ýldupest Höf: Sævar Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.