Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 58
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Fermingarnar nálgast óðfluga og þá þarf að baka. En það þarf ekki allt að vera marengs og marsípan. Ostakaka, sérstaklega bökuð ostakaka, er fullkomin blanda fyrir unglinga- og fullorðinsbragðlauka. Hæfir þannig tilefninu fullkomlega. Hvort sem fermingin fer fram með blessun heilagra eða húmanista. Bökuð ostakaka, oft kölluð New York ostakaka, þarf að dansa á línunni að vera sæt eða súr. Sykur sér um sætuna en sýran kemur úr rjómaosti og súrrjóma. Botninn er hægt að gera á marga vegu en klassískur ostakökubotn er blanda af digestive-kexi og hafrakexi. Og smjöri. Þannig er nákvæmlega ekkert hollt við þessa köku. Tæknilega kannski eggin en samt ekki. Enda er kakan svo saðsöm að hún fer langt með að metta heila veislu upp á sitt einsdæmi. Ekki ósvipað og hjá Sússa forðum. Öruggara að gera tvær eða jafnvel þrjár. Því þær hverfa hratt af veisluborðinu þessar. Grunnstoðirnar Botninn er gerður úr blöndu af kexi og smjöri. 80 grömm af mjúku smjöri, 175 grömm af digestive kexi og 75 grömm af hafrakexi fara saman í matvinnsluvél. Hlutföllin geta verið öfug eða jöfn eða bara hvernig sem er. Allt eftir smekk. Kexið og smjörið er púlsað saman þangað til að allt er orðið eins og blautur sandur og smjörið fullkomlega samblandað. Tæknilega er hægt að blanda þessu saman með puttunum og kökukefli en það verða aldrei fermingarveislugæði á þeim botni. Dreifa í botninn á springformi og þjappa vel, þessi kaka er miðuð við 25 cm form. Ef formið er gott og litlar líkur eru á að botninn festist í botninum er um að gera að setja kexið beint á botninn. Annars er gott að setja góðan bökunarpappír undir. Það þarf ekki að baka botninn sérstaklega enda kexið fulleldað og svo bakast hann líka með kökunni í ofninum. Fyllingin Hræra 3 stór egg saman við tvo og hálfan desilítra af sykri. Börkurinn af einni sítrónu fer út í ásamt 600 grömmum af rjómaosti og 150 grömmum af sýrðum rjóma. Passa þegar börkurinn er raspaður af sítrónunni að taka bara þetta gula. Það er allt fullt af náttúrulegum olíum og sítrónubragði. Þetta hvíta sem er undir þessu gula er bara fullt af biturleik og leiðindum. Þannig að passa þarf að halda því frá. Best að nota míkrórasp. Út í blönduna fara að lokum tvær teskeiðar af góðum vanilludropum og eins og hálf teskeið af fínu salti. Hella blöndunni yfir kexbotninn og setja inn í 175 gráðu heitan ofn. Kakan fer í miðjan ofninn og sjóðandi vatn fer í ofnskúffu neðst í sama ofn. Baka í plús, mínus 35 mínútur eða þangað til kantarnir byrja aðeins að taka lit. Ekki ofelda kökuna. Miðjan á að vera hlaupkennd þegar hún kemur úr ofninum. Kæla niður í kæliskáp eða úti við ísskápshita í að minnsta kosti fjóra tíma eða yfir nótt. Hér kynnumst við þeim Aðalheiði og Bjarna sem búa á blönduðu búi í Skeiða- og Gnjúpverjahreppnum og má með sanni segja að hjá þeim sé líf og fjör alla daga. Býli? Stóra-Mástunga 1. Staðsett í sveit? Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ábúendur? Bjarni Másson og Aðalheiður Einarsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Fjögur börn, þau Már Óskar, 12 ára, Haukur Atli, 7 ára, Þórhildur Ragna, 3 ára og Ragnhildur Steinunn, 2 ára. Að auki eigum við kettina Batman og Elsu og svo lögregluhundinn hann Rex. Stærð jarðar? 480 ha, 80 ha ræktaðir. Gerð bús? Blandað bú; mjólkurframleiðsla, sauðfjárrækt, hrossarækt og ferðaþjónusta. Fjöldi búfjár? 140 nautgripir, 50 kindur og 20 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar og endar í fjósinu, þess á milli hin ýmsu árstíðabundnu verk. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt skemmtilegt; fóðra gripina, heyja á sumrin í góðu veðri. Stúdera val á stóðhestum fyrir hryssurnar. Leiðinlegast er svo að handmoka skít og gera við ónýtar girðingar. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Meiri mjólkurframleiðsla, fleira sauðfé og hross. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, ostur, mjólk og Opal peli. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lasagne. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Margt eftirminnilegt, en í augnablikinu er það gangsetning á mjaltaþjóni í desember síðastliðnum. Stóra-Mástunga 1 BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Haraldur Jónasson haradlur@gmail.com Ostakakan sem aldrei sefur Það þarf enga sultu á hana þessa. Mynd/ Hari. Botninn 80 g mjúkt smjör 250 grömm kex, t.d. blanda af digestive og hafra í hlutföllunum 70/30 Kakan 3 egg 2,5 dl sykur börkur af einni sítrónu 600 g rjómaostur 150 g sýrður rjómi 2 tsk. vanilludropar ½ tsk. salt Tæknilega er hægt að blanda þessu saman með puttunum og kökukefli en það verða aldrei fermingarveislugæði á þeim botni ...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.