Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Mest lesna blað landsins? Lestur Fréttablaðsins hefur hrunið eftir að útgáfu- fyrirtækið Torg ákvað að breyta dreifingu blaðsins. Nýjar tölur Gallup um lestur prentmiðla sýna að í janúar var lestur Fréttablaðsins á landsvísu 15,7% og er orðinn minni en lestur Morgunblaðsins, sem mælist 18,9%. Ástæða minnkandi lesturs Fréttablaðsins er rakin til þess að blaðinu er nú ekki lengur dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, heldur liggur það frammi í þar til gerðum stöndum á um 120 stöðum á Suðvesturlandi og á Akureyri. Bændablaðið tók þátt í lestrarmælingu Gallup á síðasta ársfjórðungi 2022. Þá mældist lestur þess á landsvísu 26%. Tölurnar benda því til þess að Bændablaðið sé í dag mest lesni prentmiðill landsins. Dreifikerfi þess nær til yfir 420 dreifingarstaða um allt land og er upplaginu, rúmum 33.000 eintökum, dreift í vel flestar matvöruverslanir, bensínstöðvar, sundlaugar og á hvert lögbýli landsins. /ghp Búgreinaþing: Formannsskipti hjá nautgripabændum Nýr formaður búgreina- deildar NautBÍ verður kjörinn á búgreinaþingi. Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egils­ stöðum, mun ekki gefa kost á sér til áfram­ haldandi for­ mannssetu. Hún ætlar áfram að vinna að hagmunum bænda sem varaformaður Bændasamtakanna en ætlar að láta öðrum eftir að sinna forystu nautgripabænda. Í áramótapistli sínum til nautgripabænda sagði Herdís Magna að verkefni næsta formanns og stjórnar verði að fylgja eftir áherslum búgreinarinnar í næstu endurskoðun búvörusamninga. „Hvet ég þau sem koma til með að sitja í samninganefnd um endurskoðun búvörusamninga til þess að hlusta á bændur og forsvarsfólk þeirra. Mikilvægt er að fara með opnum hug inn í endurskoðunina og muna að endurskoðun var upphaflega hugsuð til að sníða agnúa af samningnum en ekki kollvarpa þeim,“ segir Herdís m.a. í pistli sínum. Einnig kemur þar fram að innleiðing á kyngreindu sæði sé augljóst næsta stóra skref búgreinarinnar nú í kjölfar inn­ leiðingar erfðamengisúrvals. Herdís Magna hefur setið í stjórn Landssambands kúabænda í rúm sex ár og var kjörinn formaður þess árið 2020. /ghp Herdís Magna Gunnarsdóttir. Búgreinaþing: Deild landeldis nýr þátttakandi Deild landeldis var stofnuð innan Bændasamtaka Íslands síðasta sumar og því verður búgreinin þátttakandi í búgreinaþingi. Þorva ldur Arnarsson, verk­ efnisstjóri hjá fiskeldisfyrir­ tækinu Landeldi, er formaður búgreinadeildar­ innar og hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru einnig stofnuð síðasta sumar með aðild Landeldis hf., Samherja hf., Geo Salmo, Matorku og ILFS í Vestmanna­eyjum. Undirrituð var viljayfirlýsing á milli ELDÍS og Bændasamtaka Íslands um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu á Íslandi. „Ég er þakklátur fyrir tækifærið og hef metnað til að gera vel á þessum vettvangi. Einmitt núna erum við í Landeldi hf. eina félagið í landeldisdeild Bændasamtaka Íslands. Við erum nýkomin inn og deildin í sjálfu sér nýstofnuð, og við erum að vinna í því þessi dægrin að kynna vettvang deildarinnar og Bændasamtakanna í heild fyrir samstarfsaðilum okkar í Landeldissamtökum Íslands,“ segir Þorvaldur um framtíð deildarinnar innan Bænda­ samtaka Íslands. „Við höfum ekki afmarkað sérstaka málaskrá enn sem komið er fyrir búgreinaþingið, en við lítum á það sem kærkomið tækifæri til að tengjast bændasamfélaginu og vonandi eiga samtal um leiðir til að leggja okkar af mörkum með hvaða hætti sem það kann að vera. Við lítum á okkur sem bændur þar sem við stundum matvælaframleiðslu á okkar eigin landi og leggjum mikinn metnað í að ná jákvæðum umhverfis­ áhrifum af okkar framleiðslu, vonandi til virðisauka fyrir landbúnaðarsamfélagið allt,“ bætir Þorvaldur við. /smh Þorvaldur Arnarsson. Meðallestur prentmiðla á landsvísu 26,0% 8,5% 5,0% 18,9% 15,7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.