Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023 Skógræktin óskar eftir að ráða starfsfólk í fullt starf við starfstöðvar sínar í Hvammi Skorradal, Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og Tumastöðum Fljótshlíð. Leitað er að öugu fólki sem er tilbúið að takast á við fjölbreytt störf við ræktun og umhirðu skóga. Hlutverk og markmið: • Þátttaka í skipulagi, framkvæmd, úttektum og skýrslugerð vegna grisjunar- og gróðursetningarverkefna • Ýmis störf við úrvinnslu á viðarafurðum • Ýmis viðhaldsverkefni tengd vinnuvélum • Á Tumastöðum er vinna við ræktunarstöð • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: • Próf í skógtækni, skógfræði eða garðyrkju æskilegt • Almenn tölvukunnátta • Enskukunnátta æskileg • Vinnuvélaréttindi æskileg • Þekking á viðhaldi véla • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Metnaður, skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Starfsfólk í þjóðskógunum Æskilegt er að umsækjandi geti ha ð störf sem fyrst Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr 70/1996. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar um störŠn er að Šnna á Starfatorgi og á vef Skógræktarinnar, skogur.is/atvinna. Markmið Skógræktarinnar er að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn, starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmæta- sköpun innan Skógræktarinnar og alls skógræktargeirans. Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér um-hverŠs- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og einelti ásamt viðbrögðum við slíku. Viltu taka þátt í grænni framtíð? NÁNAR Á skogur.is/atvinna C M Y CM MY CY CMY K Viltu taka þátt í grænni framtíð - starfsfólk þjóðskógum BBL jan2023.pdf 1 10.1.2023 14:20:06 Landbúnaðarverðlaun matvælaráðuneytisins Matvælaráðherra veitir landbúnaðarverðlaun árlega í tengslum við Búnaðarþing. Úthlutunarnefnd á vegum matvælaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrir- myndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári. Stutt greinargerð skal fylgja með tilnefningum. Þar skulu koma fram helstu upplýsingar um starfsemi tilnefndra ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni. Verðlaunahafar geta verið allt að þrír og mun úthlutunarnefndin velja verðlaunahafa. Við valið er litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs sem getur verið öðrum fyrirmynd í landbúnaði svo sem á sviði umhverfisstjórnunar, loftslagsmála, ræktunarstarfs eða annarra þátta í starfseminni. Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. mars 2023, merktar „Landbúnaðarverðlaun“ á netfangið mar@mar.is eða bréflega til matvælaráðuneytisins, Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Ráðherra landbúnaðarmála veitti landbúnaðarverðlaun fyrst 1997 og þau hafa verið veitt flest ár síðan eða alls í 24 skipti. Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Fjöldi loftslagsaðgerða eru til og sumar mælast betur fyrir en aðrar. Kostir skógræktar sem loftslagsaðgerð eru margir og fáir deila um að tré bindi kolefni. Áreiðanleiki skógræktar er mikill eins og sjá má á ört vaxandi skógum víða um land. Vinsældir skóga eru miklir og sést það best bæði í tilfelli fólks sem sækir í skógana til útivistar og í tilfelli fjár sem sækir í kraftmikinn munnbita af hlaðborði af skógarbotninum. Kostir skógræktar eru margir og má til að mynda vel merkja það á skjólmyndun, jöfnum vatnsbúskap og hreinsun lofts. Löstur skógræktar felst einkum í hæggengum vexti trjánna því það getur útheimt óhemju þolinmæði að bíða eftir að plöntur verði að trjám. Sumum finnst meira að segja aspir vaxa hægt. Það er enginn vafi á að skógrækt er árangursrík aðgerð við að binda ósýnilegt gaskennt kolefni úr andrúmsloftinu og þar með sporna gegn hlýnun jarðar. Skógrækt er hagkvæm leið og áreiðanlegri en flestar aðrar í baráttunni við loftslags- breytingarnar. Skógar eru ræktaðir um víða veröld með það að meginmarkmiði að binda kolefni. Landeigendur eiga möguleika á að nýta land sitt undir skógrækt og selja ígildi kolefnisbindingarinnar með svokölluðum kolefniseiningum. Þessar einingar geta gengið kaupum og sölum, ekki síst erlendis, þar sem fjárfestar og fyrirtæki sjá bæði hag sinn í að styðja við skógrækt en ekki síður sem mótvægi við losun sem verður til úr þeirra eigin rekstri. Misáreiðanleg viðskiptakerfi hafa verið við lýði síðustu árin en að undanförnu hefur eftirspurn eftir öryggi og gegnsæi á þessum nýja markaði verið meiri. Það virðist hafa verið auðvelt að villa um fyrir fólki og það þarf ekki endilega vera gert með ásetningi heldur frekar ótraustu eftirliti. Sem dæmi eru til þjóðir þar sem stjórnleysi er ríkjandi og þá er til lítils að fá loforð eins þjóðflokks um varðveislu skógar á meðan fólk úr öðrum þjóðflokki kemur daginn eftir og heggur skóginn og brennir. Stabílt stjórnkerfi þjóðar er lykillinn að því að leikreglurnar séu ekki brotnar yfir áratugaskeið. Á Íslandi hefur löngum verið góður jöfnuður, friður og réttlæti á meðal fólks og á meðan svo er er Ísland ákjósanlegt land fyrir kolefnisbindingarverkefni. Traustið felst ekki síður í áreiðan leika mælinga en þær þurfa að vera unnar af fólki með kunnáttu í skógmælingum. Kunnáttumaður í skógmælingum þarf bæði að geta lesið í skóginn og ekki síður að þekkja þau tæki og tól sem eru í boði hverju sinni. Tæknin vinnur með okkur og mun gera okkur kleift að ná fleiri, nákvæmari og ódýrari mælingum og þannig verður betur hægt að bera saman gögn og fylgjast með. Það þarf að ríkja traust milli allra í ferlinu, alveg frá úttekt þar til gögnin eru rýnd af óháðu talnaglöggu fólki. Þetta er grunnurinn að hugmyndinni með vottanlegar rekjanlegar kolefniseiningar. Einhvers staðar segir að það megi allt í viðskiptum; ef einhver vill kaupa þá má selja. Frægt er dæmið af Einari Ben sem seldi norðurljósin forðum daga. Einhverjir hafa meira að segja tekjur af því enn þann dag í dag og er það vel. Ef hægt er að selja kolefni úr eldri skógum er það ágætt frá viðskiptalegu sjónarhorni en sé ætlunin að binda meira kolefni en það sem náttúran er hvort eð er að gera nú þegar, eins og í tilfelli eldri skóga, þá þyrfti skógræktin helzt að eiga sér stað á lítt grónu landi þar sem vitað er að inngrip mannsins mun skila meiri bindingu en hefði ekkert verið aðhafst. Þetta er ein ástæða þess að staðlar miða við nýgróðursetningu en ekki við eldri skóga. Staðlar í kolefnisbindingu með skógi eru misstrangir. Einn slíkur staðall heitir Skógarkolefni og er í umsjón Skógræktarinnar. Til að fá að nota hann þarf að undirgangast nokkur atriði sem tryggja gegnsæi og traust vinnubrögð. Verið er að þróa hugbúnað í síma af nýsköpunarfyrirtækinu ORB en reikna má með straumhvörfum í skógmælingum þegar hægt verður að nálgast hugbúnaðinn. Hægt er að safna mjög góðum upplýsingum með gervitunglum og LiDAR tækni með drónum. Þetta er allt í stöðugri þróun þessi misserin. Hlynur Gauti Sigurðsson sérfræðingur hjá BÍ. Hvað er vottuð kolefniseining? Greni vex hægt framan af en er líklega eftirsóttasti viðurinn sem ræktaður er á Íslandi. Svo eru skógarnir oft skemmtilega drungalegir og viss tilbreyting við mikla víðáttu sem víða einkennir Ísland. Ösp er sú trjátegund sem hraðast bindur kolefni. Þegar rýnt er í árhringi hennar sést hvað vöxturinn eykst ört á milli ára. Sentímetrinn milli árhringja við börkinn hefur bundið mun meiri rúmmálsvöxt en einn árhringur nær að kjarna. Hlynur Gauti Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.