Bændablaðið - 09.02.2023, Blaðsíða 52
51Bændablaðið | Fimmtudagur 9. febrúar 2023
TIMBUR EININGAHÚS
Sími: 893 3022 einingar@einingar.is
www.einingar.is
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Sæti og varahlutir í
- Lyftara
- Vinnuvélar
- Vörubíla
- Báta
SveitaSæla
í Skagafirði
LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐ
REIÐHÖLLINNI SVAÐASTÖÐUM Á SAUÐÁRKRÓKI 19. ÁGÚST 2023
LANDBÚNAÐARSÝNING & BÆNDAHÁTÍÐLAUGARDAGINN 19. ÁGÚST
202323
SveitaSæla snýr aftur í Reiðhöllinni Svaðastöðum.
Véla- og fyrirtækjasýning, húsdýragarður
og taumlaus gleði.
Nánar auglýst síðar
TAKIÐ DAGINN FRÁ!
MARKAÐSSJÓÐUR
SAUÐFJÁRAFURÐA
Íslenskt lambakjöt auglýsir eftir
umsóknum í sjóðinn fyrir 2023.
Styrkhæf eru verkefni sem talin eru styrkja
verðmætasköpun í matvöruhluta íslenskra
sauðfjárafurða. Falli undir að teljast nýsköpun,
vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf.
Umsóknarfrestur er til og með 14.mars 2023.
Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá
framkvæmdastjóra í netfanginu
haflidi@icelandiclamb.is
sjókvíaeldi á laxi sem íslenskt
fyrirtæki hafði lagt upp með að
stunda innar í Ísafjarðardjúpi varð
ekki að veruleika. Við endurskoðun
áhættumatsins var heimilaður
hámarkslífmassi í eldi á frjóum laxi
hér við land aukinn úr 71.000 tonnum
í 106.500 tonn. Í áhættumatinu frá
2020 var m.a. gerð sú breyting að
miðað við hámarkslífmassa en
áður var miðað við framleiðslu við
úthlutun eldisleyfa.
Við breytinguna var framleiðslan
reiknuð sem 80% af hámarkslífmassa
(0,8:1) en var áður lögð að jöfnu (1:1).
Við þessa breytingu jafngildir 71.000
tonna framleiðsla 88.750 tonna
hámarkslífmassa eins og fram kemur
í skýringum með áhættumatinu.
Í raun er þetta hlutfall (1,3:1) hér
á landi og í Noregi er það hærra
(1,6:1) vegna betri sjávarskilyrða.
Hámarkslífmassi m.v. 71.000 tonna
framleiðslu hefði því átt að vera
55.000 tonn en ekki 88.750 tonn
ef nota á þessa reiknibrellu til að
ákvarða framleiðsluheimildir.
Hvað næst?
Áhættumat erfðablöndunar verður
endurskoðað snemma á þessu ári
og mikill þrýstingur hefur verið
á að auka framleiðsluheimildir
eða heimilaðan hámarkslífmassa.
Áhættumatið þarf að auka
hámarkslífmassa á Vestfjörðum um
13.000 tonn til að áform Arnarlax
og Arctic Fish gangi eftir innan
núverandi leyfisveitingarkerfis. Á
Austfjörðum þarf að auka heimildir
um 12.000 tonna hámarkslífmassa til
að áform Fiskeldis Austfjarða gangi
eftir. Erlendur hlutabréfamarkaður
verðlagði á árinu 2021 hvert tonn af
hámarkslífmassa að meðaltali á um
1,1 milljón króna og verðmæti þessara
eldisleyfanna því um 27,5 milljarða
króna (25.000 tonn x 1,1 milljón
kr/tonn). Fjárhagslegu hagsmunirnir
sem eru undir eru því gríðarlegir og
krafan að auka eldið og arðinn enn
frekar. Það eru ýmsar áskoranir við
að auka hámarkslífmassa og stækka
eldissvæði til eldis á frjóum laxi.
Hér eru dregnar upp eftirfarandi
sviðsmyndir er koma myndu við
sögu:
• Aukinn hámarkslífmassi: Hvaða
reiknibrellur verða notaðar til að auka
hámarkslífmassa? Verður veiðiám
fjölgað í áhættumati erfðablöndunar
á þann veg að það leiði til þess að
hægt verði að auka hámarkslífmassa?
• Fleiri eldissvæði: Ef Ísafjarðar-
djúp verður opnað aftur fyrir eldi á
frjóum laxi innan við Æðey, hvaða
rök verða þá lögð til grundvallar fyrir
þeirri ákvörðun eða fyrir því að opna
það svæði ekki fyrir eldi á frjóum laxi
verði það reyndin?
• Mótvægisaðgerðir: Verður farin
sú leið að grípa til mótvægisaðgerða
s.s. að fjarlægja eldislax úr veiðiám?
Ef sú leið verður farin, er þá
hámarkslífmassi aukinn með vísun
í þær mótvægisaðgerðir?
Það er mikil andstaða við
áhættumat erfðablöndunar, gagn-
rýni sem er réttmæt og því e.t.v.
skynsamlegast að gera enga breytingu
á hámarki heimilaðs lífmassa við
næstu endurskoðun. Varla er við því
að búast að hámarkslífmassi verði
skertur hjá fyrirtækjum á borð við
Arnarlax sem ítrekað hafa staðið fyrir
slysasleppingum.
Það er verið að brjóta lög
Á árunum 2018-2021 hafa átt sér
stað níu tjón hjá Arnarlaxi og í
átta tilfellum er um að ræða gat á
netpoka. Arnarlax hefur aðeins í einu
tilfelli tilkynnt um fjölda eldislaxa
sem hafa sloppið. Endurteknar
slysasleppingar hafa fengið að
viðgangast hjá Arnarlaxi enda
gerir áhættumat erfðablöndunar,
sem stjórnarformaðurinn Kjartan
Ólafsson ásamt öðrum fulltrúum í
stefnumótunarhópnum lagði til, ekki
ráð fyrir öðru. Stjórnvöld virðast
vera að vakna til lífsins og ákveðin
mál Arnarlax voru nýlega tekin til
rannsóknar. Sú aðferðafræði sem
áhættumat erfðablöndunar styðst
við er að brjóta í bága við lög nr.
55/2012 um umhverfisábyrgð þar
sem m.a. er kveðið á um að sá sem
veldur mengun, láti taka til eftir sig
og greiði kostnaðinn.
Þessi lög ná einnig yfir laxfiska
og erfðablöndun. Stjórnarformaður
Arnarlax og jafnframt fulltrúi í
opinberum stefnumótunarhópi hefur
ítrekað fram að þessu ekki þurft að
taka ábyrgð á sínum umhverfistjónum
á sama tíma og móðurfélagið Salmar
í Noregi þarf að greiða fyrir vöktun
og fjarlægja eldislax úr veiðiám í
tilfelli slysasleppinga.
Að lokum
Íslendingar standa að baki
nágrannalöndum í umhverfismálum
er varða laxeldi og það er gefin
heimild í íslenskum lögum til þess
að norskur eldislax fái að hrygna
í veiðiám, a.m.k. upp að ákveðnu
marki. Rétt er að geta þess hér að
undirritaður hefur enga persónulega
fjárhagslega hagsmuni að verja
í því máli sem hér hefur verið til
umfjöllunar, enda hvorki eigandi
veiðiáa né sjókvíaeldisfyrirtækja.
Höfundur þekkir þetta mál mjög vel
og hreinlega ofbýður þau vinnubrögð
sem viðhöfð hafa verið. Framganga
stjórnvalda vegna uppbyggingar eldis
á laxi í sjókvíum vitnar um að þar
hefur ráðið för sá mikli fjárhagslegi
ávinningur sem fámennum hópi
skyldi hlotnast á sama tíma og
aðkallandi umhverfismál vegna
sjókvíaeldisins voru sett til hliðar.
Það er því full ástæða til að fara sér
hægt í áframhaldandi leyfisveitingum
þar til búið er að gera viðeigandi
endurbætur á stjórnsýslunni.
Valdimar Ingi Gunnarsson
sjávarútvegsfræðingur.
heldur hann áfram þar sem frá var
horfið við að misskilja. Nú er það
34. gr. laga um afréttamálefni sem er
misskilin, en lögfræðingurinn segir
greinina vera um möguleg uslagjöld
vegna ítrekaðs ágangs í girt lönd.
Í raun er greinin um að eigandi
búpenings sem gengur í engi, tún og
garðlönd og veldur þar tjóni skuli
greiða ábúanda bætur, án tillits til
þess hvort þau séu girt eða ekki. Til
að ábúandi fái bætur vegna ágangs
í önnur lönd þurfi þau að vera girt.
Þennan rétt landeigenda má rekja
til réttarbótar Eiríks Magnússonar
Noregskonungs, sem varð að lögum
hér á landi árið 1294.
Ef lögfræðingurinn hefði gefið
sér tíma til að lesa álit umboðsmanns
Alþingis, þá hefði hann séð þar
m.a. eftirfarandi umfjöllun um 34.
greinina:
Af orðalagi greinarinnar og
lögskýringargögnum verður ráðið
að óheimill ágangur búfjár í
engi, tún og garðlönd geti varðað
fjáreiganda skaðabótum án tillits
til þess hvort þau eru girt eða
ekki. Ágangur í önnur lönd varðar
hins vegar ekki skaðabótaskyldu
samkvæmt greininni nema þau séu
girt … Er þá litið svo á að réttmætt
þyki að leggja með nokkrum
hætti gæsluskyldu á eigendur
og umráðamenn búpenings.
(feitletrun höfundar).
Eftir að hafa misskilið 34.
greinina, um að lönd þurfi að
vera girt til að ágangur geti
verið bótaskyldur, yfirfærir
lögfræðingurinn misskilninginn
yfir á heimalönd, þ.e. að þau
þurfi einnig að vera girt svo
sveitarstjórnum eða lögreglu beri
að smala þar ágangsfé.
Segja má að þar með styttist
verulega á milli misskilnings
lögfræðingsins og ólaganna,
sem samtökin samþykktu fyrir
sitt leyti árið 2002, þ.e. að land
skyldi vera girt, vottað og friðað
í Stjórnartíðindum – annars væri
enginn ágangur!
Bæði girt og ógirt heimalönd
ber að smala
Í 4. gr. laga nr. 6/1986 um afrétta-
málefni er löndum sem fjall-
skilasamþykkt tekur til skipt í
tvennt; í afrétti og heimalönd.
Hvergi í lögunum er kveðið á um
að land skuli vera girt til að teljast
heimaland.
Þá er ekki minnst á það stöku
orði í 33. gr. sömu laga, sem er
um skyldu sveitarstjórna að smala
ágangsfé í heimalöndum, að
slík lönd þurfi að vera girt svo
sveitarstjórnum beri að láta smala
þar ágangsfé.
Réttur eigenda heimalanda til
að leita til handhafa opinbers valds
og fara fram á að þeir beiti þeim
valdheimildum, sem lög nr. 6/1986
um afréttamálefni færa þeim, er án
tillits til þess hvort viðkomandi land
er girt eða ekki.
Yfirvofandi matarþurrð!
Lögfræðingurinn klykkir svo út með
því að engin trygging sé fyrir því
að matur verði til á Íslandi ef sumir
kindaeigendur fái ekki að fóðra fé
sitt í löndum nágranna sinna – sem
hann kýs að kalla „úthaga“. Þessi
rökleysa lögfræðingsins gæti verið
svarið við því af hverju samtökin
samþykktu fyrir sitt leyti árið
2002 að öll lönd, sem ekki væru
girt, vottuð og auglýst friðuð í
Stjórnartíðindum, væru kindahagi.
Það var þá til þess að Íslendingar
syltu ekki!
Samtök eða heildarasamtök
Að sjálfsögðu eiga samtök
nautgripa-, hrossa-, skógar-,
svína-, alifugla-, eggja-, garðyrkju-,
sauðfjár-, geitfjár-, landeldis-,
loðdýra- og svínabænda, að hafa þá
grundvallarafstöðu til eignarréttar
félagsmanna, og allra annarra, að
hver og einn skuli í hvívetna virða
eignarrétt hinna.
Að þeir sauðfjáreigendur, sem
hvorki gæta búfjár síns á sumrin, né
vista það á afréttum utan byggðar,
hafi náð að teyma samtökin út í það
fúafen að þeir eigi, megi og þurfi að
fóðra skepnur sínar í eignarlöndum
annarra, svo Íslendingar drepist ekki
úr hungri, sýnir að nýju samtökin
okkar eiga langa leið fyrir höndum
að verða heildarsamtök.
Kristín Magnúsdóttir,
lögfræðingur M.L. og félagi
í Bændasamtökum Íslands.
Í raun er greinin
um að eigandi bú-
penings sem gengur í
engi, tún og garðlönd
og veldur þar tjóni skuli
greiða ábúanda bætur,
án tillits til þess hvort
þau séu girt eða ekki.“