Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 2

Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Leiðrétting: Rangt nafn Mistök urðu við nafnbirtingu með gömlu myndinni á blaðsíðu 6 í síðasta blaði. Eins og glöggir lesendur Bændablaðsins sáu er rétt nafn mannsins á myndinni Teitur Guðmundsson að Móum á Kjalarnesi. Beðist er velvirðingar á þessu. /VH Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Afkoma garðyrkjubænda hefur almennt versnað Í nýlegri rekstrargreiningu Ráðgjafarmiðstöðvar land­ búnaðarins á garðyrkju á Íslandi 2019 til 2021 segir að afkoma greinarinnar hafi almennt versnað á tímabilinu. EBITHDA, sem hlutfall af veltu, stendur í stað hjá kartöflubændum en lækkar mikið í ylræktinni. Samkvæmt greiningunni versnaði afkoma þeirra garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram. Allur kostnaður hækkað Fastur kostnaður hækkaði mikið á tímabilinu og mest á liðunum rafmagn og vatn, eða um 77%. Breytilegur kostnaður sem krónur á hektara hækkar töluvert milli áranna 2019 og 2020 en lækkar heldur árið 2021 þannig að hækkunin er um 8% á þessu þriggja ára tímabili. Afkoma versnaði bæði í yl- og kartöflurækt en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir enn verri afkomu þeirra sem hann fá. Hópurinn sem vann að greiningunni er sammála um að nauðsynlegt sé að halda greiningunni áfram og fjölga þeim sem taka þátt í verkefninu til þess að hægt sé að fá enn fyllri mynd af stöðu greinarinnar. Einnig benda þeir á að útvíkka megi verkefnið og taka inn fleiri tegundir grænmetis í útiræktun og blóm og gera greininguna að enn öflugra verkfæri fyrir framleiðendur og greinina. /VH Sjá nánar á blaðsíðu bls. 48–49. Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram. Innflutningur: Segjast fylgja settum leikreglum – Dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga fullvinnur úkraínskt kjúklingakjöt og selur undir merkjum Esju gæðafæðis Kjötvinnslan Esja gæðafæði ehf., sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, flutti inn um 40 tonn af frosnu úkraínsku kjúklingakjöti árið 2022. Má meðal annars nálgast það í matvöruverslunum undir vörumerkjum fyrirtækisins. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir að auk þess kaupi fyrirtækið mikið af úkraínskum kjúklingi frá öðrum innflytjendum. „Þegar við sáum það á heimasíðu skattsins að það væri verið að opna á innflutning frá Úkraínu fórum við að kynna okkur möguleikana. Við vissum að Úkraína væri mjög framarlega í kjúklingarækt og einn af stærri framleiðsluaðilum fyrir Evrópumarkað. Við höfum verið að flytja inn kjúkling frá Litáen og skoðuðum hvort við gætum nálgast sambærilega eða betri vöru á góðu verði í Úkraínu. Við erum alltaf að leita hagkvæmustu leiða til að geta verið samkeppnishæfir á markaði með góða þjónustu, gæðavöru og gott verð,“ segir Ágúst. Esja gæðafæði og Kjötbankinn eru undir sama hatti og hafa verið að vinna úr um 250 tonnum af innfluttum kjúklingi á ári, bæði sem keypt er af öðrum innflytjendum sem og verið flutt inn beint. Fyrirtækið flutti inn um 40 tonn af frosnu kjúklingakjöti frá Úkraínu sem komu, að sögn Ágústar, í tveimur gámum hvort sínum megin við jólin. Kjötið var unnið hér á landi og endurselt. „Við erum með fullvinnslu, þannig erum við bæði að marinera, forelda læri og bringur, snitsel og fleira. Við seljum þetta til mötuneyta, veitingahúsa og verslana um allt land. Það er allur gangur á því undir hvaða vörumerkjum úkraínska kjötið er merkt, ekki verið nein ein lína í því,“ segir hann. Segjast hafa greitt toll Í tilkynningu Esju gæðafæðis kemur fram að greiddur hafi verið fullur tollur af kjötinu. „Við fengum eins tollafgreiðslu af þessum gámi eins og öðrum vörum sem við flytjum inn. Við gætum farið fram á endurgreiðslurétt en höfum tekið ákvörðun um að borga fullan toll af þessu eins og öðru,“ segir Ágúst. Samkvæmt uppgefnum tölum Hagstofunnar var meðal- innflutningsverð af frosnu kjúklingakjöti frá Úkraínu árið 2022 um 580 kr/kg. Ef greiddur hefur verið fullur verð- og magntollur af vörunni hefur meðalverð á kíló reynst ríflega 1.200 krónur. Gera má ráð fyrir að einhver kostnaður hljótist af flutningi, vinnslu og endurpökkun kjötsins, en það mátti finna í Nettó á minna en 2.000 kr./kg. Inntur eftir því hvernig þeim tækist að halda kílóverði svo lágu í verslunum svarar Ágúst: „Skýringin er einfaldlega sú að við kaupum mikið af úkraínskum kjúklingi af öðrum innflytjendum.“ Kjúklingurinn verði upprunamerktur Ágúst segir kjötið vera keypt frá framleiðanda sem lúti öllum kröfum sem gerðar eru til kjöts á Evrópumarkaði. „Þegar við veljum okkar birgja, hvort sem það er í þessu eða öðru kjöti, þá gerum við ákveðnar kröfur um gæði. Þessi vara er ekkert frábrugðin annarri vöru sem við erum að flytja inn.“ Hann bætir því við að úkraínsk yfirvöld sjái um eftirlit með framleiðslunni þar í landi. „Við fáum alla þá pappíra með sendingum sem þarf til að uppfylla kröfur sem gerðar eru um innflutning. Ef eitthvað vantar þá er það stöðvað í tolli.“ Ekki er skylda að upprunamerkja matvöru sé hún unnin. Ágúst segir að í ljósi umræðunnar um úkraínska kjúklingakjötið hafi komið til tals hjá fyrirtækinu að merkja uppruna þess sérstaklega. „Ég held það væri jafnmikill, ef ekki meiri, sölupunktur að merkja kjötið Úkraínu. En þetta er matsatriði í hvert sinn.“ Eftir ábendingar segir Ágúst að nú verði hægt að nálgast upprunamerktan úkraínskan kjúkling í Nettó frá fyrirtækinu. Fleiri fyrirtæki með misvísandi merkingar Hann bendir þó á að ekki sé verið að brjóta neinar reglur með því að geta ekki uppruna ef kjöt er flutt inn og unnið hér á landi. „Reglan hefur verið að ef kjúklingur er sannanlega íslensk framleiðsla þá er hún merkt þannig. Ef hann er fluttur inn er upprunaland yfirleitt ekki tekið fram. Við fylgjum bara þeim leikreglum sem settar eru. Menn geta svo haft á því skoðun hvort það sé rétt að hægt sé að flytja hér inn kjöt í stórum stíl og ekki geta uppruna. Samanber allan þann kjúkling sem fluttur er hingað til lands gegnum stóru innlendu kjúklingaframleiðendurna. Það sama má segja með allt nautahakk sem flutt er inn af Stjörnugrís sem hefur tekið mest til sín af EB tollkvóta að undanförnu og flutt inn efni sem fær enga íblöndun en er selt sem hamborgarar með íslenskum fánamerkjum á umbúðum. Slíkt er reyndar ekki í lagi,“ segir Ágúst. Hann er þeirrar skoðunar að allt innflutt kjöt ætti að vera rekjanlegt til upprunalands, hvort sem það sé unnið eða ekki. „Ég held að viðmið okkar reglna, er þetta varðar, séu teknar frá Evrópusambandinu og því vitum við ekki frekar hvort vara sem þaðan kemur og hefur fengið meðhöndlun, íblöndun eins og t.d kjúklingabringur, hvort uppruninn sé í raun innan Evrópusambandsins eða jafnvel einhvers staðar annars staðar frá eins og t.d. Taílandi. Eins halda margir að allt sem flutt er inn frá Danish Crown sé frá Danmörku, enda merkt danska fánanum, þegar betur er að gáð kemur fram í smáaletri umbúðanna að þetta kjöt kemur frá mörgum öðrum löndum. Því eru þessi mál ekki einföld.“ Inntur eftir því hvort KS hyggist sýna frumkvæði með upprunamerkingum á innfluttum kjötvörum sínum segir hann slíkt í skoðun. „Í sumum tilfellum hefur það verið gert, eftir því sem við á, í samræðu við endursöluaðila,“ segir Ágúst. /ghp Spurt og svarað: Er innflutningurinn að grafa undan rekstrargrundvelli bænda? Blm.: Nú eru tengsl KS við bændastéttina sterk. Félagið er með meirihlutastjórn bænda og aðstoðarkaupfélagsstjóri félagsins er stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Hefur hann sem slíkur mikið talað um samleið bænda, afurðastöðva og fyrirtækja tengd landbúnaði. Hvernig bregðist þið við gagn­ rýni um að með innflutningi á vöru sem er í beinni samkeppni við íslenskan landbúnað séuð þið að grafa undan rekstrargrundvelli bænda? ÁA: Innflutningur á kjúklingi á síðasta ári er um 1.700 tonn, vegna þess að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn hér á landi. Innflutningur frá Úkraínu keppir fyrst og fremst við annan innfluttan kjúkling. Innlend framleiðsla hefur alltaf þá sérstöðu að vera fersk á markaði og selst mest sem slík. Innlendir kjúklingaframleiðendur eru stórir seljendur af innfluttum kjúklingi, eru þeir að grafa undan sjálfum sér? Úkraínskt kjúklingakjöt er m.a. unnið, flutt inn og pakkað undir merkjum Esju gæðafæðis og endurselt í Nettó. Ágúst Andrésson. Mynd / H.Kr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.