Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023
FRÉTTASKÝRING
Gert er ráð fyrir að um samstarfs
verkefni verði að ræða með
Landbúnaðarháskóla Íslands og
Háskóla Íslands.
Flokkur landnýtingar
ekki á beinni ábyrgð
Samkvæmt skuldbindingum Íslands
gagnvart Evrópusambandinu (ESB)
telst losun gróðurhúsalofttegunda
frá íslenskum landbúnaði
vera á beinni ábyrgð íslenskra
stjórnvalda. Landnýtingarhluti
landbúnaðarins, sem innifelur
uppgjör frá ræktarlöndum og
skógrækt er það hins vegar ekki,
heldur fellur í flokkinn landnotkun,
breytt landnotkun og skógrækt
(LULUCF). Þó þarf að gera grein
fyrir þeirri losun í losunarbókhaldi
Íslands gagnvart alþjóðlegum
skuldbindingum í loftslagsmálum.
Möguleikar eru á að telja sér
bindingu koltvísýrings í þeim flokki
að einhverju leyti sér til tekna í
losunarbókhaldinu.
Nú liggur fyrir að Ísland þarf
að gera upp skuldir sínar á þessu
ári vegna skuldbindinga gagnvart
seinni Kýótóbókuninni, tímabilið
2013 til 2020. Samkvæmt þeim
skuldbindingum bar Íslandi að
draga úr losun um 20 prósent árið
2020, miðað við losun ársins 1990.
Ísland og Evrópusambandið gerðu
með sér tvíhliðasamning til að ná
markmiðum sínum í sameiningu.
Samkvæmt þessum samningi fékk
Ísland úthlutaðar losunarheimildir
fyrir losun á beinni ábyrgð
Íslands og heimild til að nýta sér
bindingareiningar frá landnotkun og
skógrækt. Umhverfisstofnun heldur
utan um losunarbókhald Íslands
og samkvæmt upplýsingum þaðan
losaði Ísland á tímabilinu tæpar 7,7
milljónir tonna koltvísýringsígilda
(CO2íg) umfram heimildir.
Leyfilegt var að telja tæplega 4,3
milljónir tonna CO2íg fram til
frádráttar sem bindingareiningar.
Þar af leiðandi var losun Íslands á
þessu tímabili um 3,4 milljónir tonna
CO2íg umfram losunarheimildir
og bindingareiningar – og Ísland
þarf að kaupa losunarheimildir
fyrir þessu magni. Samkvæmt
upplýsingum úr umhverfis, orku
og loftslagsráðuneytinu liggur
kaupverð á losunarheimildum
ekki fyrir en í fjárlögum 2023 sé
gert ráð fyrir 800 milljóna króna
fjárheimildum vegna uppgjörsins.
Rannsókn RALA frá 1975
Ræktarland er skilgreint sem tún
og akrar. Sá starfshópur, sem sér
um útreikninga fyrir LULUCF
flokkinn í losunarbókhaldi Íslands,
samanstendur af fulltrúum Land
græðslunnar og Skógaræktarinnar.
Í losunarbókhaldinu er ræktar
landinu skipt í tvennt; land sem er í
ræktun og notkun og svo það sem ekki
er ræktað eða nýtt. Land getur flust
á milli þessa flokka, en upplýsingar
um þessa landnýtingu eru sóttar
í gagnagrunna Hagstofunnar
og Ráðgjafarmiðstöðvar land
búnaðarins ár hvert.
Á árunum 1945 til 1973 stóð
Rann sóknar stofnun landbúnaðarins
(RALA) fyrir tilraun á fjórum stöðum
á landinu þar sem kolefnisforði
í íslenskum steinefnajarðvegi var
rannsakaður og breytingar á honum
yfir tímabilið. Síðan voru gögnin
tekin saman úr þessum tilraunum
árið 1975 og hafa frá árinu 2018
verið notuð til að áætla losun
gróðurhúsalofttegunda frá þessari
jarðvegstegund í losunarbókahaldi
Íslands, sem er um 55 prósent alls
ræktarlands Íslands.
Áætluð losun frá
lífrænum jarðvegi
Lífrænn jarðvegur á framræstu landi,
telst vera um 45 prósent ræktarlands.
Stór hluti heildarlosunar gróður
húsalofttegunda frá landnýtingar
hluta landbúnaðarins er áætlaður
frá þessum land nýtingarflokki.
Ekki er til íslenskur reiknistuðull
fyrir losun frá þessu landi og
því hefur verið notast við stuðla
sem Milliríkjanefnd Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar
(IPCC) gefur út.
Alls er ræktarland metið einungis
um eitt prósent af heildarflatarmáli
Íslands, sem skýrir kannski að
einhverju leyti hvers vegna þessi
landnýtingarflokkur hefur ekki
verið í forgangi við mat á losun
gróðurhúsalofttegunda hér á landi.
Miðað við þá reiknistuðla sem
notaðir hafa verið, losar ræktarland
þó um 22 prósent af heildarlosun
gróðurhúsalofttegunda í LULUCF
flokknum. Stærðarhlutfall annarra
undir flokka LULUCF, af heildar
flatarmáli Íslands, eru: mólendi
58 prósent, auðnir 31 prósent,
votlendi níu prósent, þéttbýli
er með meira en eitt prósent
og skógar um eitt prósent. Af
þessum undirflokkum er mólendi
stórtækasti losunarvaldurinn
með um 64 prósent og votlendi
um 20 prósent. Binding kolefnis
í skóglendi hefur margfaldast
undanfarna áratugi.
Hlutfall LULUCFflokksins í
losunarbókhaldi Íslands er svo það
langhæsta, áætlað rúm 66 prósent
árið 2020 samkvæmt landsskýrslu
Umhverfisstofnunar frá síðasta ári
um losun gróðurhúsalofttegunda á
Íslandi frá 1990 til 2020.
Því má ætla að ávinningurinn
geti orðið nokkur inn í
losunarbókhald Íslands, með
góðum árangri kolefnisbindingar
á sviði landnýtingar og skógræktar.
Lokaniðurstöður í árslok 2026
Ráðuneytin hafa unnið í sameiningu
að undirbúningi verkefnisins
og er gert ráð fyrir að fyrstu
niðurstöður liggi fyrir árið 2024
og lokaniðurstöður verði birtar í
árslok 2026.
Ástæða þess að ráðist er í
endurmatið nú er sú að sýnt þykir
að talsverður breytileiki sé í losun
gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum
jarðvegstegundum og landsvæðum.
Nýlegar rannsóknir þykja einnig
benda til að þörf sé á að endurmeta
stuðla sem notaðir hafa verið um
þessa losun og bindingu frá ólíkum
svæðum.
Vísbendingar um mun minni
losun frá framræstu landi
Síðasta sumar gaf Landbúnaðar
háskóli Íslands (LbhÍ) út ritið
Langtímatap kolefnis í framræstu
ræktarlandi. Þar var greint frá
niðurstöðum rannsóknar á langtíma
afleiðingum framræslu á jarðveg
í kolefnisríku votlendi. Verkefnið
hafði það meginmarkmið að auka
þekkingu á langtímaáhrifum
af framræslu ræktarlands á
kolefnisbúskap jarðvegs og aðra
þætti því tengdu – þannig að betur
verði hægt að áætla kolefnislosun í
framræstum íslenskum mýrum sem
þykja hafa mikla sérstöðu.
Í inngangi að ritinu er bent
á að í stöðlum IPCC sé gert ráð
fyrir verulegum óvissumörkum og
frávikshlutföllum, í land nýtingar
flokkunum framræst mólendi og
akurlendi, sem dragi úr notagildi
staðalgilda til að áætla með vissu
raunlosun kolefnis á ólíkum
svæðum eins og á Íslandi.
Vísindaleg óvissa í matinu
Í innganginum kemur einnig
fram að staðlar IPCC fyrir Ísland
eru metnir í lægsta gæðaflokki
aðferðaþrepa (aðferðaþrep 1)
sem þýðir að vísindaleg óvissa sé
mikil í mati á losun og bindingu
gróðurhúsalofttegunda vegna
landnotkunar og breytinga á henni.
„Þetta er einfaldlega staðan
sem við stöndum frammi fyrir og
Landgræðslan hefur verið að vinna
að því að bæta úr allt frá því að
umhverfisráðuneytið fól stofnuninni
umsjón með landnýtingarhluta
loftslagsbókhaldsins á árinu 2018,“
segir Jóhann Þórsson, vistfræðingur
og fagteymisstjóri loftslags og
jarðvegs hjá Landgræðslunni,
spurður um áreiðanleika talna
um áætlaða losun frá íslensku
ræktarlandi.
„Stuðlar IPCC samkvæmt
aðferðaþrepi 1 eru oftar en ekki
í hærri kanti þess sem gæti verið
að gerast, enda hvetur það ríki
til að afla sér betri gagna. Það er
hins vegar ekkert sem segir að
útkoman verði betri þegar komnir
eru landsstuðlar, en í tilviki Íslands
má alveg gera ráð fyrir að svo
verði í einhverjum tilvikum innan
sumra landnýtingarflokkanna eða
undirflokka þeirra. Þetta gæti til
dæmis átt við um framræst land,“
segir Jóhann.
Loftslagsmál:
Endurmat á losun gróður húsa loft
tegunda frá ræktarlöndum bænda
– Flokkar landnýtingar ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, en möguleikar á að nota bindingu inn í losunarbókhaldið
Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa
falið Landgræðslunni að stýra endurmati á losun gróðurhúsa lofttegunda
frá ræktarlöndum bænda. Tilgangurinn er að afla nýrra gagna með
uppfærslu á losunarstuðlum fyrir mismunandi jarðvegsgerðir svo bæta
megi losunarbókhald Íslands gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum
í loftslagsmálum.
Sigurður Már
Harðarson
smh@bondi.is
Lífrænn jarðvegur á framræstu landi telst vera um 45 prósent ræktarlands. Mynd / Landgræðslan
Losun gróðurhúsalofttegunda frá landnotkun og skógrækt, flokki LULUCF.
Heimild: Umhverfisstofnun
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flokkum á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda
árið 2020, auk landnotkunar og skógræktar (LULUCF). Heimild: Umhverfisstofnun