Bændablaðið - 23.02.2023, Side 26

Bændablaðið - 23.02.2023, Side 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Íbúar í Valais-hreppi í Sviss hafa verið hvattir til að uppræta kaktusa af ættkvíslinni Opuntia, eða fíkjukaktus, hvar sem til þeirra næst. Undanfarin ár hefur tegundin náð að skjóta rótum og fjölga sér í héraðinu sem til þessa hefur verið þekkt fyrir snjó á veturna og alparósir á vorin. Landnám kaktussins í Sviss er ekki alveg nýtt þar sem til eru heimildir um hann sem slæðing í náttúrunni allt frá því hann var fluttur til landsins frá Norður-Ameríku seint á átjándu öld. Þolir frost Þekkt er að Opuntia kaktusar geti fjölgað sér hratt og orðið til vandræða þar sem aðstæður eru þeim hagfelldar, loftslag hlýtt og jarðvegur sendinn og þurr. Kaktusinn, sem þolir allt að mínus 15 gráður, virðist kunna vel við sig í Valais héraði og víðar og sagt er að hann sé allt að 30% af gróðurþekjunni þar sem hann er algengastur. Plantan þolir illa snjóþekju og það að kaktusinn hafi komið sér vel fyrir í Sviss er rakið til hækkandi lofthita og færri daga sem snjór liggur á landi undir 800 metra hæð. Hækkun lofthita í Sviss er ein sú mesta sem þekkist í heiminum og er 2,5º á Celsíus frá meðaltali áranna frá 1871 til 1900. Aukin útbreiðsla líkleg Margir telja kaktusinn vera ógnun við lífríkið á þeim svæðum sem hann hefur komið sér fyrir og telja víst að hann muni halda áfram að fjölga sér og geti með tímanum lagt undir sig stór svæði í Alpafjöllum. Gróðurrannsóknir sýna að það er ekki bara Opuntia kaktusinn sem hefur aukið útbreiðslu sína því það hefur fjöldi annarra tegunda líka gert, sérstaklega í suðurhlíðum Alpafjalla. /VH VARAHLUTIR OG BÍLAVÖRUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lét fyrir skömmu hafa eftir sér að hækkun sjávarmáls vegna loftslagsbreytinga muni leiða af sér fólksflutninga af áður óþekktri stærð. Í máli Guterres kom fram að sjávarmál hafi hækkað mikið undanfarna áratugi og að allt bendi til að slíkt eigi eftir að aukast og að ekki sé langt í að það eigi eftir að hafa veruleg áhrif á íbúa víða um heim. Miðað við núverandi hækkun mun sjárvaryfirborð hækka um allt að hálfan metra fyrir árið 2100 og munu þá borgir eins og London, Los Angeles og Bangkok fara að hluta á kaf og sama gildir um Norðurmýrina í Reykjavík. Guterres segir að hækkun sjávarmáls muni hafa gríðarleg áhrif á líf og lífsafkomu milljarða manna. Ræktarland til matvælaframleiðslu mun dragast saman, fátækt aukast og tíðni sjúkdóma einnig. Hann sagði að eina leiðin til að höndla vanda sem í vændum er sé að þjóðir heims tækju höndum saman um að leysa hann í sameiningu. Máli sínu til stuðnings benti aðalritarinn á nýjar upplýsingar frá Alþjóðaveðurathugunarstofnuninni sem sýna að hitastig sjávar hafi hlýnað meira á síðustu hundrað árum en ellefu þúsund árin þar á undan. Meðal afleiðinga hlýnunar sjávar er hraðari bráðnun heimskautaíssins auk þess sem sjór þenst út við hlýnun. / VH Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að hækkun sjávarmáls muni hafa gríðarleg áhrif á líf milljarða manna. Ræktarland til matvælaframleiðslu muni dragast saman, fátækt aukast og tíðni sjúkdóma einnig. Mynd / umsplash.com Umhverfismál: Hækkun sjávarmáls og fólksflutningar Kaktusinn þolir allt að 15 gráðu frost og virðist kunna vel við sig í Valais- hreppi í Sviss og víðar í suðurhlíðum Alpafjalla. Mynd / unsplash.com Hlýnun jarðar: Kaktusar í Alpafjöllum Athugun sýnir að þriðjungur stórfyrirtækja sem tengjast víðáttumikilli skógareyðingu séu ekki með neina áætlun um að draga úr henni eða stöðva. Samkvænt athugun Global Canopy, samtaka sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og stöðu skóga í heiminum, hafa 31% þeirra alþjóðlegu stórfyrirtækja sem tengd eru víðtækri skógareyðingu gert ráðstafanir eða sett fram áætlun um að draga úr eyðingunni. Mörg fyrirtækjanna sem um ræðir hafa ekki heldur neinar áætlanir um að skoða þátt sinn í skógareyðingu og hafa ekki skrifað undir viljayfirlýsingu um að vilja draga úr eyðingunni. Í skýrslu Global Canopy segir að þrátt fyrir að fjöldi stórfyrirtækja hafi gefið út stefnu þar sem kemur fram vilji til að vernda skóga hafi fá þeirra á sínum vegum eftirlit með eyðingu í tengslum við framleiðslu þeirra. Þar segir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi á sínum tíma gefið út yfirlýsingu um að draga verulega úr eða hætta framleiðslu sem leiði til skógareyðingar fyrir árið 2020 en að lítið hafi orðið um efndir hvað slíkt varðar. Í athuguninni kemur fram að ýmis fjármagnsfyrirtæki hafi í ráðgjöf sinni bent á að samdráttur í skógareyðingu gæti reynst fjárhagslega óhagkvæmt. Á Cop26 ráðstefnunni fyrir tveimur árum samþykktu leiðtogar heims að allt yrði gert til að draga úr skógareyðingu og gera hana óþarfa í virðiskeðjunni. Í dag er áætlað að skógareyðing til að rækta pálma til olíuframleiðslu og sojabaunir auk nautgripaeldis sé ástæðan fyrir um 25% losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. /VH Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu. Mynd / unsplash.com Umhverfismál: Lítið gert til að draga úr skógareyðingu UTAN ÚR HEIMI Klónuð Holstein Friesian kvíga í Kína. Mynd / Northwest A&F University Líf- og erfðafræðingar í Kína hafa klónað kvígur úr kúm sem mjólka yfir 18 tonn á ári. Til samanburðar mjólkaði afurðahæsta kýrin hér á landi rétt rúmum 8,9 tonnum á síðasta ári. Kýrnar sem um ræðir eru Holstein Friesian, sem er kyn sem upprunnið er í Hollandi, og mjólka tæplega tvisvar sinnum meira en aðrar kýr af því kyni. Gert er ráð fyrir að hver um sig eigi klónuðu kvígurnar að geta mjólkað 18 tonnum á ári, eða um 100 tonnum af mjólk á líftíma sínum. 70% mjólkurkúa fluttur inn Klónunin er sögð marka tímamót í kínverskum mjólkuriðnaði og draga úr þörf Kínverja til að treysta á innflutning á mjólk og erlendum mjólkurkúm en um 70% mjólkurkúa í Kína eru fluttar inn. Þrjár klónaðar kvígur eru þegar í eldi Landbúnaðar-, skógræktar- og tækniháskólans í Ningxia- hreppi í Norðvestur-Kína. Kvígurnar eru afrakstur 120 fósturvísa sem upphaflega koma úr frumum sem teknar voru úr eyrum móður kúnna og komið fyrir í fósturmæður sem flestar eru óbornar þegar þetta er skrifað. Fyrsta kvígan kom í heiminn eftir skurðaðgerð 30. desember síðastliðinn og vó 56,7 kíló og var 76 sentímetrar á herðakamb og 113 sentímetrar að lengd. Auk þess sem litarbrigði á feld voru nákvæmlega þau sömu og móður kýrinnar. Klónun flýtir kynbótastarfi Að sögn forsvarsmanns verk- efnisins eru um 6,6 milljón mjólkurkýr í Kína og fimm af hverjum tíu þúsund kúm geta mjólkað 100 tonnum á líftíma sínum. Hann segir nánast ómögulegt að áætla mjólkurgetu kúa með nokkurri vissu snemma á ævi þeirra og því erfitt að velja ofurkýr til undaneldis og að það megi því flýta kynbótastarfinu með klónun. Ætlun Kínverja er að klóna ríflega eitt þúsund ofurkýr á næstu tveimur til þremur árum og smám saman að verða sjálfum sér nógir um afurðamiklar mjólkurkýr. /VH Erfðatækni: Kínverjar klóna ofurkýr

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.