Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 32

Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina sótt fróðleik til frænda okkar Dana. Sú tenging er enn við lýði og nú hafa þeir kennt okkur að saga timbur. „Skógur er undirstaða lífsviður- væris hverrar þjóðar“ er stór fullyrðing sem er erfitt að neita. Án skóga væri markmiðum um sjálfbærni þjóða seint náð. Viður teygir sig víða og er sennilega það hráefni sem best væri komið fyrir í miðju hins lofsverða hringrásarhagkerfis. Ef við erum efins með þessa fullyrðingu má velta því upp að norrænir forfeður okkar tilbáðu lífsins tré; tréð sem gefur, miðlar og veitir líf. „Orð eru til alls fyrst“ og svo skapast umræðan. Í Bændablaðinu hefur áður verið fjallað um Erasmus+ verkefnið TreProX, sem var samstarfsverkefni háskóla frá Íslandi, Danmörku og Svíþjóð og snérust um menntun, þjálfun og læsi á notkun, þurrkun, ræktun og meðhöndlun viðar í víðum skilningi. Verkefninu lauk formlega um síðastliðin áramót og er námsgögnum, myndböndum, niðurstöðum og fleira gerð góð skil á heimasíðunni treprox.eu. Í þessari grein er umfjöllunarefnið námsdvölin í Danmörku þar sem mikil áhersla var á smáar stórviðarsagir ásamt stórum smáatriðum. En áður en vikið verður að umfjöllun um sagverk verður farið yfir nokkur heilræði. Skógrækt Skammt frá Vejle á Jótlandi hittum við Pelle Madsson sem hefur langa sögu af rannsóknum í skógrækt. Hann ræktar asparskóg á búgarðinum sínum en skógurinn er fjórir hektarar. Áður en hann hóf ræktunina skoðaði hann tegundir sem gætu myndað skógarlandslag á skömmum tíma. Hann stóð frammi fyrir því að fá sér öl eða ösp. Hann óttaðist að öspin yrði vinsælt viðbit meðal hjartardýra en sá ótti reyndist óþarfur. Hann gerði litla tilraun og þá kom í ljós að ölurinn óx betur framan af en öspin tók yfir eftir 7 ár. Landið tók stakkaskiptum og var ösp megintegundin en beyki, askur og eik var búið að koma sér náttúrulega fyrir í skógarbotninum sem eru náttúrulegar skógarplöntur í Danmörku. Þetta var þá eins og Pelle grunaði. Alaskaöspin er úrvals trjátegund til að ná upp skógi á mjög skömmum tíma. Hann vildi meina að skógurinn yxi mun hraðar en hann hafði búist við og taldi sig vita að slíkt hið sama gerðist á Íslandi. Skógskólinn í Eldrupgård hefur yfir að ráða 2500 hektara skógi til rannsókna á ýmsum sviðum. Ulrik Kragh Hansen kennir skógverkfræði við skólann og er viskubrunnur um danska skógrækt og sögu hennar. Danir ræktuðu sitkagreni í stórum stíl á fyrri öldinni og gjarnan í víðfeðmum og einsleitum skógum. Ótímabær dauðsföll hafa gert vart við sig í greninu og stundum nær það ekki einu sinni hálfrar aldar aldri. Ýmsar kenningar eru á reiki og ein er sú að viðkvæmt rótakerfi grenisins þoli illa vindstorma. Í blandskógum aftur á móti er eins og grenið lifi lengur. Það virðist því vera að fjölbreytt rótarkerfi í skógarbotni skipti sköpum fyrir lífsskilyrði trjánna sem þar standa. Danskir skógræktendur aðhyllast blandskógrækt, þar sem fleiri en ein og helst fleiri en tvær tegundir eru ræktaðar í sama landi. Það er þá kannski ekki lengur „hefðbundin lotuskógrækt“ því fyrsta uppskera skógarins gæti verið sitkagreni, næst degli, svo eðallauftré eins og eik og beyki og svo koll af kolli. Nútíma timburmarkaður á heimsvísu er fjölbreyttari en áður. Nú virðist ekki lagt eins mikið upp með gæðatimbur og áður var og því hafa Danir lagt mikið upp ræktun hraðvaxta barrviðar, eins og risaþin og sifjalerki. Misjafnar sögur eru af árangri þeirrar ræktunar. Margt fróðlegt var í frásögn Ulriks um danska skógrækt en þó stóð einkum tvennt upp úr. Annars vegar að best er að veðja ekki um of á eina trjátegund í ræktun, heldur skal byggja meira á aðferðum um blandskóga og hins vegar að þó atburðarásin virðist vera hröð meðal trjánna þá hafa tvífætlingar sjaldnast þolinmæði til að fylgjast með henni. Timbursögun Um alla Skandinavíu má finna bjálkahús þar sem hráefni þess er oftar en ekki fengið úr skógum úr næsta nágrenni. Tæknin við byggingarlistina er aldagömul en mjög einföld, þegar maður kann hana. Palle Wisbech Liebum Pedersen, kennari við skógskólann í Eldrupgård, útskýrði ítarlega þá tækni sem þarf að hafa í huga þegar leggja á bjálka hornrétt þétt ofan á við annan. Í stuttu máli skal tommustokkurinn alltaf vera til taks og lykilatriði er að hafa gott skapalón til að teikna rétt snið á bolinn, sem saga á eftir. Mjög mikilvægt er að nota hárbeitta sög í verkið því annars er hætta á að sögunin verði ónákvæm, auk þess að bitlaus sög fer oft illa í lundarfar verkmannsins. Til að búa til borð og planka þarf að saga trjábol endilangt, hvort sem er frá sverari enda til þess grennri eða öfugt. Bent Jensen, kennari við skógskólann í Nødebo, þekkir sögun trjábola betur en margir, enda með áratuga reynslu við þá iðn. Að saga trjábol þvers og kruss er kannski lítið mál, en að hafa vit á hvað maður er gera er ögn snúnara. Það þarf að lesa í plankann og sjá hvers lags efni hann getur gefið. Svo þarf líka að hafa í huga hver mun nota efnið. Þetta tvennt ræður því hvernig skal saga. Bolur getur verið snúinn, haft mismunandi trefjar, verið boginn, með stóra kvisti og fleira í þeim dúr. Út frá sverleika bolsins þarf síðan að reikna út nýtingarhlutfallið og þannig er hægt að ná fram meiri nýtingu úr bolnum. Nota má ýmsar aðferðir við að saga borð og planka. Stundum er hentugt að nota keðjusögina. Þá er fest stjórnborð, stundum kallað land, á bolinn endilangan sem keðjusöginni er rennt eftir. Sú aðferð er kölluð „slabbing logs“ á ensku og er ódýr, meðfærileg og hentar vel þegar ætlunin er að saga fáa boli í þykk borð. Sé ætlunin að saga fjölda bola er ágætt að nota stórviðarsagir, eða sögunarmyllur eins og það er einnig nefnt. Ýmsir framleiðendur stórviðarsaga eru til um víða veröld og er hægt að finna sumar þeirra í notkun hérlendis. Þó markaðurinn á Íslandi sé enn lítill er þó hægt að finna umboðsaðila nokkra þekktustu merkjanna. Að sögn Brian Jensen, umboðsaðila Wood-Mizer í Danmörku, skiptir mestu máli að átta sig á því umfangi sem ætlunin er að saga. Í sjálfu sér er hægt að saga alla boli í einfaldri og kraftlítilli sög en það getur verið þreytandi til lengdar. Stórviðarsagir eru dýrar og því mikilvægt að gera sér grein fyrir nokkrum atriðum áður en farið er í fjárfestinguna við fyrstu sögina. Aftur á móti eru þær auðveldar í endursölu og falla þær lítið í verði. Af þeirri ástæðu einni ætti enginn að vera hræddur við að kaupa of litla sög í upphafi. Litlar sagir hafa þann kost að geta verið færanlegar og fluttar aftan í hvaða bíl sem er. Þær eru ýmist drifnar af eldsneytismótor eða rafmagnsmótor. Brian telur að í tilfelli íslenskra bænda væri vitrænast að vera nokkrir saman um kaup á fyrstu sög. Þannig gætu þeir lært hver af öðrum og auk þess sem notkun á söginni er óveruleg fyrst um sinn. Það skiptir líka máli að umboðsaðilinn sé áreiðanlegur og greiðvikinn. Það þarf að eiga góð, viðeigandi og vel brýnd sagarbönd, það þekkja þeir sem hafa reynslu. Smiðirnir fljúgandi Við strönd Austur-Djursland á Jótlandi er lítill búgarður. Þar er starfrækt lítið smíðafyrirtæki sem hefur hið sérstaka nafn „The Flying Carpenters“. Nafnið á sér eðlilegar skýringar. Fyrir tæpum áratug sótti bóndinn á búgarðinum STÁLGRINDARHÚS STÖÐLUÐ Stærðir: 80m², 150m², 250m² og 350m² Stálgrindin er heitgalvaniseruð og er sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó-og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu- og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum. Hafðu samband: bondi@byko.is LÍF&STARF Skógrækt: Danskar heiðar viði vaxnar Hlynur Gauti Sigurðsson hlynur@bondi.is Skógskólinn í Eldrupgård. Bent Jensen kennir áhugasömum þátttakendum sögunaraðferðir. Kasper Werther Tækker er smiður á flugi. Þátttakendur njóta samvistar og læra í fallegum degli skógi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.