Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 49

Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 RML og aðkeyptar þjónustu hjá kartöflubændum. - Fastur kostnaður hækkar einnig en þó er nokkur breytileiki milli greinanna. Launakostnaður eykst hjá báðum hópum á tímabilinu. - Framlegð hreinna afurðatekna (fyrir opinberar greiðslur) í kr./kg lækkar í rótargrænmetinu en hækkar í ylræktinni. - EBITDA sem hlutfall af heildar veltu stendur nánast í stað hjá kartöflubændum en lækkar töluvert í ylræktinni. - Afkoma versnar heldur í kartöfluræktinni en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir að lækkun sé enn meiri og má áætla að stuðningurinn stuðli að því að vöruverð hækkar ekki á tímabilinu. Afurðatekjur (án opinbera greiðslna) mældar í kr./kg eru nánast þær sömu 2021 og 2019. - Afkoma versnar töluvert í ylræktinni, allavega hjá þeim búum sem mynda það meðaltal sem unnið er með. Afurðatekjur mældar í kr./ kg hækka um 12% á þessu 3 ára tímabili sem dugir ekki til að vega á móti hækkun framleiðslukostnaðar. Mikilvægt er að fá rekstrartölur frá fleiri framleiðendum til að meta stöðuna enn betur. - Með þeim fyrirvara að unnið var með frekar lítið gagnasafn þá er niðurstaðan úr þessari greiningu sú að frekar hefur hallað undan fæti síðustu ár þó það eigi auðvitað alls ekki við um alla framleiðendur. Hagnaður í greininni virðist ekki vera sá sami og hann var þegar Vífill Karlsson gerði sína úttekt. - Opinberar greiðslur á hvaða formi sem þær eru hafa afgerandi áhrif í þá átt að halda afurðaverði í jafnvægi og gera greinina rekstrarhæfa. Nauðsynlegt að fá fleiri framleiðendur inn í verkefnið Mikilvægt er að vinna verkefni sem þetta og í raun þyrfti það að vera stöðugt í vinnslu. Það nýtist bæði sem stjórntæki fyrir framleiðendur sem og upplýsingabanki um stöðu greinarinnar. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun í greininni vegna mikilvægi hennar í matvælaframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar sem og vegna markaðrar stefnu og aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Þó búin séu ekki fleiri sem mynda það gagnasafn sem unnið var með, er hægt að skoða þróun í rótargrænmetisrækt nokkuð vel. Ef gögn skila sér síðan frá fleirum í ylræktarhlutanum þá verður hægt að vinna nánar með þau, en erfiðara verður að setja fram samanburðargreiningu þar sem fáir aðilar eru í ræktun á hverri tegund. Heildarmyndina verður samt hægt að skoða og greina. Ákveðið er að framhald verði á verkefninu og verður skoðað að útvíkka það og taka inn fleiri tegundir og gera þetta öflugra verkfæri fyrir framleiðendur og greinina. Mikilvægt er að fá fleiri framleiðendur inn í verkefnið til þess að styrkja enn frekar gagnagrunninn svo hann gefi sem besta mynd af rekstri og stöðu garðyrkjunnar. Þeim framleiðendum sem óska eftir að taka þátt er bent á að hafa samband við Ívar Ragnarsson ivar@rml.is, Sigurð Guðmundsson sg@rml.is og Helga Jóhannesson helgi@rml.is Breytt gjaldskrá RML Á fundi stjórnar RML þann 31. janúar sl. var meðal annars til umræðu rekstur forrita sem nauðsynleg eru öllum bændum í landinu til að m.a. halda utan um bústofn sinn, ræktun og rekstur. Meginástæða þessarar umræðu er sú að mörg undanfarin ár hafa forritin verið rekin með halla. Meðal afleiðinga af vanfjármögnun eru að eðlileg uppfærsla til nútímans hefur ekki átt sér stað, kerfin hafa ekki verið gerð notendavænni og möguleikar á samkeyrslu við jaðartæki svo fátt eitt sé nefnt. Flestöll sú þróunarvinna sem hefur átt sér stað hefur verið styrkt sérstaklega eða tekin af framlögum RML. Meginniðurstaða þessarar umræðu stjórnar var að það væri algerlega orðið tímabært að snúa þessari þróun við. Eina raunhæfa leiðin til þess er að forritin séu rekin þannig fjárhagslega að ekki þurfi að leggja þeim rekstri lið með fjárframlögum. Því var ákveðið að hækka notendagjöldin þannig að reksturinn sem slíkur yrði sjálfbær. Hækkunarþörfin er nokkuð misjöfn eftir því hvaða forrit er um að ræða. Við þessa breytingu verður hægt að nota fjármagn sem áður fór í að niðurgreiða rekstur forritanna til að uppfæra þau og þróa þannig að þau þjóni hagsmunum landbúnaðarins og einstakra bænda betur. Að hægt verði að nýta upplýsingar úr skýrsluhaldinu m.a. við vinnu við loftslagsbókhald einstakra bænda með einföldum hætti og minnka vinnu við tvískráningar og þannig spara vinnu. Stjórn RML er algerlega einhuga um að þessi stefnubreyting sé nauðsynleg þar sem augljóst er að í framtíðinni verða allar skráningar í búrekstrinum og þar með gagnasöfnun algerlega nauðsynlegar og ein af mikilvægustu grunnforendum þess að hægt verið t.d. að staðfesta sjálf- bærni einstakra búa og atvinnugreinarinnar sem heildar og að fyrir liggi staðfestar upplýsingar um loftslags- og umhverfisáhrif viðkomandi búa og landbúnaðarins í heild. Í framtíðinni verður landbúnaður ekki rekinn án þess að framangreind grundvallaratriði séu í lagi. Bændur munu því sjá allnokkrar breytingar til hækkunar á gjaldskrám RML vegna notkunar á þessum forritum. Þess er jafnfram vænst að í nánustu framtíðinni komi vart til annarra hækkana en sem nemur því að fylgja verðlagi. Starfsmenn RML munu gera nokkra grein fyrir hvaða breytinga sé að vænta og e.t.v. einhverja forgangsröð sem unnið verður eftir. F.h. stjórnar, Björn Halldórsson Björn Halldórsson. Uppskera í rótargrænmeti fer minnkandi. Myndir / Myndasafn Bændablaðsins Uppfyllir ströngustu kröfur um hreinsun á frárennsli, frá böðum, salernum, vöskum og þvotta- og uppþvottavélum á heimilum og sumarbústöðum. Hreinsar frá fosfor og köfnunarefni Engin lykt H re in si st öð H re in si st öð www.hagvis.is hagvis@hagvis.is 4601706

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.