Bændablaðið - 23.02.2023, Side 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023
Saltkjöt og baunir þekkja allir, einföld
klassík úr okkar matarhefð sem allir þekkja
og flestum þykir góður matur. Rétturinn
krefst ekki flókins undirbúnings, en þarf að
fá sinn tíma í suðu. En hvaðan kemur hefðin
sem felst í saltkjötsneyslu á sprengidag sem
núna er nýliðinn?
Sprengidagur er síðasti dagur fyrir
lönguföstu sem hefst á öskudegi, sjö vikum
fyrir páska. Þessi tími átti að vera syndugum
til íhugunar og góðrar breytni, auk föstunnar
að sjálfsögðu, sem á Íslandi takmarkaðist
yfirleitt við kjötmeti en gat einnig náð
til fiskvöru og mjólkurafurða. Ef langt
var gengið hljóðaði mataræðið upp á vatn
og brauð.
Í Evrópu tíðkuðust, og tíðkast enn þar og
víða í heiminum, sérstakar kjötkveðjuhátíðir
síðustu dagana fyrir lönguföstu, miklar
útihátíðir og skemmtanir. Föstuinngangur
fer saman við vorkomu á suðlægari slóðum
og þar hafa heiðin hátíðahöld örugglega haft
áhrif sem síðan hafa borist til norðlægari
landa. Dagarnir fyrir upphaf föstu voru líka
hefðbundnir uppgjörsdagar skatta víða í
Evrópu, sem gjarnan voru greiddir í búfénaði
og matvælum. Hjá aðalsmönnum hefur því
verið til ógrynni matar á þessum tíma sem
helst þurfti að nýta sem fyrst vegna bágra
aðstæðna til matvælageymslu. Heldra fólk
gerði því vel við sig í mat á þessum tíma,
og kirkjunnar menn og aðrar stéttir létu sitt
ekki eftir liggja.
Strjálbýli og veðurfar hafa að öllum
líkindum komið í veg fyrir að útihátíðahöld
næðu fótfestu á Íslandi á þessum árstíma en
skemmtunin haldist innan veggja heimilanna,
búanna. Eins og venjan á sprengidag gefur til
kynna, saltkjöt og baunir í mál, hefur eitthvað
verið gert til að breyta til í mataræði við
upphaf föstu hér á landi.
Þó ekki hafi tekist að rekja sögu þessara
hefða langt aftur í tímann, má gera ráð fyrir að
siðbreyting frá katólskum sið hafi haft mikil
áhrif á hvernig menn höguðu sér á lönguföstu
og við upphaf hennar.
Lagstúfurinn „Saltkjöt og baunir, túkall“
er oft sunginn þegar sprengidagurinn fer
að nálgast en er einnig oft sönglaður til
merkis um að einhverju sé lokið, til dæmis
skemmtiatriði. (Heimildir: Vísindavefurinn.)
Býli: Starrastaðir.
Staðsett í sveit: Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði.
Ábúendur: María Reykdal, Þórunn Eyjólfs-
dóttir og Sigurður Baldursson, Margrét
Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ingólfsson, Erna
María Guðmundsdóttir (11 ára) og Eyjólfur
Örn Guðmundsson (8 ára).
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sjö manna
fjölskylda, hundarnir Barón, Tígull og Spaði
auk gróðurhúsakattarins Tinnu.
Stærð jarðar og gerð bús? 460 ha, þar af
35 ha tún. Sauðfjárbú og rósarækt.
Fjöldi búfjár og tegundir? Í dag eru á
bænum 413 kindur, ca 40 hross og rósir í
650 fm gróðurhúsum.
Hvernig gengur hefðbundinn vinnu-
dagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn
vinnudagur byrjar á því að skepnunum
er gefið og allir fara í sína vinnu fjarri
bænum. Þegar heim er komið er farið að
sinna sauðfénu, klippa rósir og pakka og
koma þeim í sölu.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegustu bústörfin eru sauðburður
og smalamennskur á haustin og að vinna
við rósirnar í gróðurhúsunum þegar frost
og kuldi er úti. Leiðinlegustu störfin eru
girðingarvinna og skítmokstur.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur
á jörðinni eftir fimm ár? Eftir fimm ár
verður allt með svipuðu sniði en hugsanlega
búið að stækka gróðurhúsin þar sem mikil
eftirspurn er eftir rósum frá okkur.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Í ísskápnum
hjá okkur er alltaf til ostur, Sveitabiti frá
Kaupfélagi Skagfirðinga.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Uppáhaldsmaturinn á heimilinu eru innbökuð
lambahjörtu og hangikjöt.
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þegar yngsta dóttirin var að raka heyi á gamla
Deutz með dragtengda rakstrarvél aftan í og
skellti traktornum með rakstrarvélinni í heilu
lagi ofan í breiðan skurð, lenti á hjólunum.
Var of forvitin að fylgjast með hinum og
gleymdi að beygja.
BÆRINN OKKAR
MATARKRÓKURINN
Saltkjöt og baunir, túkall
Hafliði Halldórsson
haflidi@icelandiclamb.is
Starrastaðir
Á Starrastöðum í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur sama fjölskyldan búið frá
árinu 1901 er Ólafur Sveinsson frá Bjarnastaðahlíð fluttist þangað með fjölskyldu sína og
hóf búskap. Hann kaupir síðan Starrastaði af kirkjunni 1916 og jörðin hefur því verið í eigu
fjölskyldunnar í 107 ár. Á Starrastöðum hefur alla tíð verið blandaður búskapur með
sauðfé, kýr og hross. Árið 1984 voru svo heitavatnslindir virkjaðar og fyrsta gróðurhúsið
reist 1985. Árið 2000 lagðist kúabúskapur af þegar heimilisfaðirinn Eyjólfur Pálsson lést.
Saltkjöt & baunir
6 skammtar
3 kg saltkjöt
3 l vatn
2 msk. olía
2 laukar, saxaðir
3 beikonsneiðar, saxaðar
300 g gular baunir, lagðar í kalt vatn yfir
nótt, síðan er vatnið sigtað frá
2 l vatn
Skolið kjötið og setjið í pott með 3 l af vatni
og sjóðið við vægan hita í minnst 70 mín.
Hitið olíu í öðrum potti og svitið lauk og
beikon á meðalhita í 3 mín. Bætið baunum
og 2 l af vatni í og sjóðið á rólegum hita í 30-
40 mín. Hrærið í pottinum reglulega. Bætið
þá 1-2 kjötbitum í súpupottinn og sjóðið í
30 mín í viðbót. Þegar kjötið er orðið meyrt
og baunirnar mjúkar er hún borin fram,
sumir vilja mauka hana fínt í matvinnsluvél
eða töfrasprota. Smakkið til með pipar.
Berið súpuna fram með kjötinu ásamt
soðnum kartöflum, rófum og gulrótum.