Bændablaðið - 23.02.2023, Side 65

Bændablaðið - 23.02.2023, Side 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni úr dásamlega Drops Sky garninu. DROPS Design: Mynstur sk-182 Stærð Hæð: Mælt frá miðju = ca 20 cm. Breidd: Mælt meðfram efri hlið frá hlið að hlið = ca 116 cm. Garn: DROPS SKY (fæst í Handverkskúnst): 50 g litur á mynd nr 09, trönuber Prjónar: Hringprjónn nr 4, 60 cm. Prjónfesta: 21 lykkja á breidd og 42 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10x10 cm. Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá hlið að hlið. SJAL: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Sky. Prjónið og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1 (fyrsta umferð er frá réttu). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka, prjónið garðaprjón og sléttprjón eins og áður jafnframt því sem útaukning heldur áfram innan við 2 lykkjur í byrjun á 6. hverri umferð. Það eru alltaf 2 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið á stykki og það verða fleiri og fleiri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki. Þegar stykkið mælist ca 56 cm frá uppfitjunarkanti er prjónað garðaprjón og sléttprjón eins og áður án þess að auka út í 4 cm. Haldið áfram í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður, en nú er lykkjum fækkað innan við 2 lykkjur sléttprjón í sömu hlið á stykki eins og aukið var út áður. Þ.e.a.s. prjónað er frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Prjónið eins og áður út umferðina. Haldið áfram með úrtöku innan við 2 lykkjur sléttprjón í byrjun á 6. hverri umferð, það eru áfram 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á stykki og það verða færri og færri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki. Prjónið svona þar til 5 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 umferðir eins og áður og fellið af í næstu umferð. Stykkið mælist ca 116 cm. Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. SUDOKUÞRAUTIR Bændablaðsins Þung Þyngst Létt Miðlungs ERFINGJAR LANDSINS HANNYRÐAHORNIÐ Nettur hálsklútur / sjal Hann Einar Ingi er hress og kátur 4 ára gamall strákur sem á framtíðina fyrir sér. Nafn: Einar Ingi Þórarinsson. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Tvíburi. Búseta: Vesturkot á Skeiðum. Skóli: Leikskólinn Leikholt. Skemmtilegast í skólanum: Að lita og leika í salnum. Áhugamál: Að spila fótbolta, skreyta jólatré og fara á hestbak. Uppáhaldsdýrið: Ljón. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur. Uppáhaldslag: Litalagið og Herra Hnetusmjör (upp til hópa). Uppáhaldsmynd: Hvolpasveitarmyndin. Fyrsta minningin: Þegar mamma var að hugga mig. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Fara í hesthúsið. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Mig langar að verða Hulk. Ætlar að verða Hulk Mynsturteikning A1 Slétt lykkja frá réttu, brugðin lykkja frá röngu Slétt lykkja frá réttu, slétt lykkja frá röngu Á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni upp á prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt - það eiga ekki að myndast göt. www.natturuprjon.is Gjafapakkar með handlituðu garni og prjónauppskriftir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.