Kirkjublaðið - 09.12.1946, Qupperneq 46

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Qupperneq 46
KVÖLDÚTGÁFAN Innan skamms mun nýtt útgáfufyrirtæki, er nefnist KVÖLD- ÚTGÁFAN, hefja starfsemi sína. Hefur hún tekið sjer fyrir hendur að sjá íslenzkum lesendum fyrir skemmtilegu lestrarefni við sem flestra hæfi og koma að jafnaði út þrjár bækur saman einu sinni á mánuði hverjum nema júlí og ágúst, og' verður stærð þeirra samanlagt eigi minni en 23—26 arkir mánaðarlega. Tvær af hverjum þrem bókunum verða ýmist léttar og spennandi skáldsögur eða annað skemmtiefni, en ein verður valin úr flokki sígildra skáldrita. Þannig fá lesendur þegar á fyrsta ári vand- aða og myndskreytta útgáfu, örlítið stytta, af SÖGUM HER- LÆKNISINS í nýrri þýðingu sem Tómas Guðmundsson hefur tekið að sér að gera, og hefst útgáfa þeirra þegar með fyrsta flokki. Verð hvers flokks, þriggja bóka, er, að óbreyttum prent- kostnaði, kr. 30.00 til áskrifenda, en annars kr. 36,00, og má fullyrða, að ódýrari bækur séu ekki gefnar út hér á landi. Ritstjórn útgáfunnar annast Haraldur Á. Sigurðsson, leikari. Þess má geta, að snemma á árinu birtist íslenzk leynilögreglu- saga frá Reykjavík, eftir íslenzkan skáldsagnahöfund, og eru fleiri slíkar væntanlegar síðar meir. Þá stendur einnig til, að í þessu safni verði smám saman prentaðir þeir skopleikir (revíur), sem náð hafa mestum vinsældum á undanförnum árum. Loks má geta þess, að skemmtirit Kvöldútgáfunnar, er nefnist MINKURINN, verður sent föstum áskrifendum, þeim að kostn- aðarlausu, og verður rit þetta ekki til sölu sérstaklega. Væntanlegir kaupendur eru vinsamlegast beðnir að senda áskriftir sínar í pósthólf 65 eða beint til afgreiðslumannsins, Indriða Halldórssonar, Framnesveg 23, sími 6819. Einnig verður áskriftum veitt móttaka í síma 7508 og 5934. í þeirri von, að oss takist að gera útgáfuna svo úr garði, að hún megi falla lesendum sínum vel í geð kveðjum vér yður með vinsemd og virðingu. Eg undirrit....... gerist hér með áskrifandi að bókum Kvöldútgáfunnar árið 1947. KVÖLDÍTGAFAN Nafn Pósthólf 65. Reykjavík. Heimilisfang ítoehpccl

x

Kirkjublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.