Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 14

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 14
sem Alþýðusambandið var stofnað og hefur starfað óslitið síðan, eða í 80 ár. Við munum minnast þessa að nokkru í tengslum við þetta þing. Ég vil færa starfsmönnum Saga-film og þeim félögum okkar sem unnu að gerð myndbandsins sem sýnt var hér í upphafi bestu þakkir fyrir þeirra fram- lag. Einnig þakka ég leikhópi ASI og undirleikara þeirra, Gretti Björnssyni, kærlega fyrir góða skemmtun. Þá vil ég í upphafi þessarar samkomu okkar minnast með örfáum orðum þeirra fjölmörgu félaga okkar sem látist hafa frá því er við síðast hittumst á þingi. Ég ætla hinsvegar ekki að nefna nöfn þeirra allra nú. Ég vil aðeins nefna nafn eins þeirra sem tákns þeirra allra. Ég nefni nafn Jóns Agnars Eggertssonar félaga úr miðstjórn Alþýðusambandsins og formanns verkalýðs- félags Borgarness. Hann féll frá langt um aldur fram á fyrsta starfsári þeirrar miðstjórnar sem nú er að ljúka störfum. Við minnumst í honum góðs drengs og sérlega gegns og ötuls forustumanns. Við minnumst einnig þeirra forustu- manna okkar og annarra sem fórust í náttúruhamförunum í Súðavík og á Flat- eyri á sl. ári. Og við minnumst allra þeirra annarra félaga okkar sem nú hafa kvatt okk- ur, sumir eftir mjög langt og heilladrjúgt starf fyrir hreyfinguna, þó að nöfn þeirra sumra hafi kannski aldrei verið á fosíðum dagblaðana. Ég bið ykkur að rísa úr sœtum í virðingarskyni við látna félaga okkar. Góðir félagar, Það var upphaf heildarsamtaka íslenskra erfiðismanna fyrir 80 árum að sjö verkalýðsfélög í Reykjavík og Hafnarfirði samþykktu að tilnefna fulltrúa af sinni hálfu til þess að koma á samstarfi meðal íslenskra alþýðumanna. Þessir brautryðjendur okkar gerðu sér strax grein fyrir því að kjara- og réttindabar- áttuna þyrfti að heyja á mörgum vettvangi. Þeir hófu nefnilega samtímis und- irbúning að þátttöku í bæjarstjórnakosningum og náðu þeim frábæra árangri í Reykjavík að fá kjörna þrjá bæjarfulltrúa af fimm í janúar 1916. Þegar Alþýðusambandið var stofnað var talið sjálfsagt að það yrði ekki bara verkalýðssamband sem einskorðaði sig við úrbætur í launa- og kjaramál- um verkafólks í þröngum skilningi. Alþýðusambandinu var frá upphafi ætlað að vinna að alhliða kjarabótum, í sem víðustum skilningi. Þess vegna þurfti það að berjast til áhrifa bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Þess vegna dugði ekkert minna en að stofna stjórnmálaflokk til þess að geta vænst árangurs. Það tókst líka á næstu árum og áratugum undir forustu þessara samtaka að ná þeim árangri að íslenskt verkafólk gat nú, í skjóli samtaka sinna, komið fram með fullri reisn gagnvart ægivaldi hinnar valdasterku atvinnurekendastéttar. Síðan höfum við gengið götuna fram eftir veg, ýmist sem blanda af stjórn- mála- og vekalýðsfélagasamtökum eða sem hreint verkalýðsfélaga-samband. En eins og frumherjarnir sáu þá höfum við ítrekað orðið að beita okkur á hinu pólitíska sviði til þess að sækja og verja kjör okkar fólks. Og því aðeins eru 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.