Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Síða 21

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Síða 21
Þrátt fyrir að við höfum náð ákveðnum árangri hefur stjórnvöldum tekist að skera það mikið niður í velferðarkerfinu að verulegt skarð er nú fyrir skildi. Þar stendur ríkisstjómin og meirihlutinn á Alþingi einn ábyrgur. Niðurskurður í vel- ferðarkerfinu er auðvitað háalvarlegt mál fyrir okkur, því uppbygging velferðar- kerfisins er lang mikilvægasta vöm lágtekjufólksins. Samskipti okkar við stjómvöld hafa einnig verið stormasöm á þessu kjörtíma- bili vegna deilna um mótun efnahagsstefnunnar. Eins og menn eflaust muna hófst þetta kjörtímabil með alvarlegum árásum ríkisstjómarinnar á kjör launafólks, sér- staklega lágtekjufólks, og hörðum átökum okkar við þáverandi ríkisstjórn í kjöl- far þess. Eftir að síðasta þing ASI samþykkti einróma áskorun til aðildarfélaganna um að segja gildandi kjarasamningum upp var samþykkt á formannafundi ASÍ að fara í sameiginlegar viðræður við atvinnurekendur og stjómvöld til þess að hnekkja þeirri efnahags- og atvinnustefnu sem þáverandi ríkisstjóm hafði mótað með aðgerðum sínum. Ekki var þá deilt um það að þjóðin stæði frammi fyrir al- varlegri efnahagskreppu og versnandi lífskjörum heldur hitt, með hvaða hætti takast ætti á við þennan vanda. I samninganefnd verkalýðshreyfingarinnar var samstaða um að leggja yrði allan þunga hreyfingarinnar á að verja kjör þeirra tekjulægstu og jafnframt að auka ennfrekar áhersluna á úrlausn í atvinnumálum, en atvinnuleysi hafði þá vaxið gífurlega misserin þar á undan og nálgaðist 10% meðal félagsmanna verkalýðsfélaganna innan ASÍ. Forsenda þessa var hins veg- ar að ríkisstjómin breytti í vemlegum mæli efnahagsstefnu sinni og samstaða næðist um það verkefni að verja stöðu þeirra tekjulægstu og auka jafnframt stór- lega framlög til verklegra framkvæmda. Kjarasamningar Eftir langt samningaþóf, þar sem tvisvar slitnaði upp úr, náðu aðilar samkomu- lagi í maí 1993 á þessum grundvelli. E.t.v. má lýsa þessum kjarasamningum sem ákveðnu vopnahléi þar sem stríðsaðilar slíðruðu sverðin um hríð til þess að takast sameiginlega á við þann gríðarlega efnahagsvanda sem við blasti. Með þessum samningum tókst okkur með ábyrgri afstöðu og skýrt mótaðri efnahags- og tekjujöfnunarstefnu að snúa hagþróuninni við og verja stöðu þeirra tekju- lægstu. Þessi ábyrga afstaða hreyfingarinnar hafði tilætluð áhrif. Á árinu 1994 fór hagvöxtur að glæðast og störfum að fjölga, eftir samfellda fækkun starfa frá árinu 1988. Árangur þessarra samninga skilaði sér síðan í samningunum 1995, sem fóru fram í allt öðru og hagstæðara efnahagsumhverfi en gerst hafði síðan 1988. Full samstaða var þá um það að landssamböndin innan ASI færu þá sjálf með samn- ingamálin gagnvart atvinnurekendum. Hvað varðaði kröfur hreyfingarinnar á stjórnvöld var ákveðið að taka sameiginlega á þeim á vettvangi ASÍ. Þrátt fyrir að landssamböndin hafi hvert fyrir sig haldið á sínum málum náðist mjög breið samstaða milli þeirra um að nýta svigrúmið til kjarabóta í ríkari mæli fyrir þá okkar félagsmanna sem eru með lægri launin. Þannig voru lágmarkslaunin 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.