Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 29
Alls áttu 514 þingfulltrúar seturétt á 38. þingi ASÍ en 484 kjörbréf bárust.
Kjörbréf þeirra félaga sem höfðu lokið kosningu innan tilsettra tímamarka voru
fyrst lesin upp og borin undir atkvæði. Fram komu athugasemdir um að fresta
þyrfti afgreiðslu nokkurra kjörbréfa og var það gert. Engar aðrar athugasemdir
komu fram um upplesin kjörbréf og voru þau samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum. Lista þingfulltrúa skv. kjörbréfum er að finna aftar í Þingtíðindum.
Næst fjallaði Guðmundur um kjörbréf félaga sem kosið höfðu utan tilsettra
tímamarka. Bréfin voru frá FIH, Félagi leiðsögumanna, Flugfreyjufélagi Is-
lands, Verkalýðs- og sjómannafélagi Patreksfjarðar, Skildi, Bifreiðastjórafélag-
inu Sleipni, Iðju félagi verksmiðjufólks, Verslunarmannafélagi Akraness, Verka-
lýðsfélagi Vestur-Húnvetninga, Félagi Blikksmiða, Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, Verkakvennafélaginu Framtíðinni, Verkalýðs-
félagi Raufarhafnar, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og Sjómannafélagi
Fáskrúðsfjarðar og Hvöt, og lagði til að þau yrðu samþykkt. Fram komu nokkr-
ar breytingar á nöfnum þingfulltrúa. Bréfin voru borinn upp og samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum.
Ekki fór fram kosning hjá Sveinafélagi Járniðnaðarmanna í Vestmannaeyj-
um og var afgreiðslu þess kjörbréfs frestað.
Næst fjallaði Guðmundur um kjörbréf frá Félagi Matreiðslumanna sem kjör-
nefnd taldi ekki eiga að samþykkja vegna skulda félagsins við Þjónustusamband
íslands og ASÍ og var sú tillaga samþykkt með yfirgnævandi meirihluta at-
kvæða.
Þá voru þau kjörbréf sem frestað hafði verið tekin til afgreiðslu. Formaður
kjörbréfanefndar lagði til að samþykkt yrðu nokkur kjörbréf frá Flugfreyjufé-
laginu, Framsókn og Snót, en frestað yrði afgreiðslu eins kjörbréfs Dagsbrúnar.
Lagt var til að kjörbréfi Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum yrði
hafnað en fulltrúa félagsins heimiluð seta á þinginu með málfrelsi og tillögu-
rétti.
Tillaga barst um að fulltrúanum yrðu veitt full réttindi. Forseti bar þá tillögu
upp fyrst og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.
Loks var eftirstandandi kjörbréf Dagsbrúnar tekið til afgreiðslu. Þingforseti
sagði að ljóst væri orðið að viðkomandi kæmi ekki til þings en í stað hans kæmi
Viðar Ottesen. Lagði Jón Karlsson til að kjörbréf Viðars yrði samþykkt og var
engum mótmælum hreyft við því.
484 fulltrúar sátu þingið og voru karlar 290 og konur 194. Konur voru skv.
þessu 40% þingfulltrúa sem er lítils háttar aukning frá síðustu tveimur þingum
þar sem konur voru um 38% fulltrúa.
Kjör starfsmanna þingsins
Annar varaforseti ASÍ gerði grein fyrir tillögu um Jón Karlsson sem forseta 38.
þings ASI og var hún samþykkt samhljóða.
27