Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 34
þykktum stofnunarinnar hefur skipt miklu máli fyrir okkur í átökum okkar við
stjórnvöld um málefni verkalýðshreyfingarinnar og félagsleg réttindi launafólks
síðustu missirin.
Skipulagsmál ASI
Félögum í Alþýðusambandinu hefur fjölgað um tæplega 1000 á tímabilinu og
eru þeir nú ríflega 66 þúsund, þar af ríflega 55.300 virkir á vinnumarkaði. Mikl-
ar breytingar hafa orðið á aðild að Alþýðusambandinu frá síðasta þingi. Lands-
sambönd sem nú eiga aðild að ASI eru 7 í stað 9 áður. Þetta skýrist með tvennu.
Annars vegar hafa tvö landssambönd, Samband byggingamanna og Málm- og
skipasmiðasambandið sameinast í nýtt og öflugt landssamband, Samiðn, sam-
band iðnfélaga. Hins vegar gekk Landssamband vörubifreiðastjóra úr Alþýðu-
sambandinu og tók úrsögnin gildi 1. apríl 1996. Úrsögn LV átti sér nokkurn að-
draganda og hefur legið fyrir um nokkurt skeið að vaxandi fjöldi vörubifreiða-
stjóra í LV taldi sig ekki eiga samleið með Alþýðusambandinu enda um sjálfs-
eignabílstjóra að ræða.
A sama hátt hefur aðildarfélögum ASI fækkað umtalsvert á tímabilinu.
Þannig eiga nú 133 stéttarfélög og 70 deildir eða alls 203 félög og deildir aðild
að Alþýðusambandinu á móti 245 í nóvember 1992 þegar 37. þing sambandsins
var háð. Skýringin er tvíþætt. I kjölfar stofnunar Samiðnar hafa fjölmörg félög
iðnaðarmanna sameinast. Einnig hefur töluvert verið um sameiningu almennra
verkalýðsfélaga og félaga verslunarmanna. í annan stað fækkaði aðildarfélögum
Alþýðusambandsins um 30 með 474 félagsmenn við útgöngu Landssambands
vörubifreiðastjóra.
Þegar borin er saman fjölgum félagsmanna á tímabilinu og mikil fækkun
stéttarfélaga blasir við sú niðurstaða að nokkuð hefur áunnist í þeirri viðleitni að
fækka og stækka einingar innan Alþýðusambandsins.
Loks ber að geta þess að sá leiðinda atburður átti sér stað á tímabilinu að að-
ildarfélag í Alþýðusambandsins var í fyrsta skipti úrskurðað gjaldþrota. í kjöl-
far þess og af fleiri ástæðum hefur umræða farið vaxandi á vettvangi ASÍ um
réttindi og skyldur stjórnarmanna verkalýðsfélaga, stöðu stéttarfélaga og félags-
manna þeirra almennt. Þessi umræða hefur skilað okkur markverðum tillögum
inn á þingið nú. Annars vegar tillögum um fyrirmyndarlög fyrir aðildarfélög
ASÍ sem um margt marka tímamót í stafi Alþýðusambandsins. Þar sem tekið er
á mikilvægum atriðum eins og félagsaðild, forgagnsrétti og greiðslum til stétt-
arfélaga. Hins vegar lágmarksreglugerð fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaga.
Útbreiðslumál
Á síðasta ári var ráðist í gagngerar breytingar í útgáfumálum sambandsins. Frá
síðasta hausti hefur Vinnan, blað ASI komið út í nýju formi og oftar en áður eða
að jafnaði á þriggja vikna fresti. Markmiðið með breytingunni er að gera Vinn-
32
J