Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 38
Undirbúningur undir 38. þing ASÍ
Tímasetning og staðarval
Eiginlegur undirbúningur undir 38. þing Alþýðusambands Islands hófst 2.
febrúar 1994 þegar fyrst var fjallað um mögulega tímasetningu og staðarval fyr-
ir þingið á fundi miðstjórnar ASÍ. Á þeim fundi var ákveðið að stefnt skyldi að
því að halda þingið dagana 20. - 24. maí 1996. Þá var jafnframt ákveðið að
skoða hvaða kostir væru í boði varðandi mögulega staðsetningu fyrir þinghald-
ið í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. I framhaldi af fundi miðstjórnar voru
ýmsir kostir skoðaðir. Fljótt kom í ljós að einungis tveir staðir komu til greina,
íþróttahúsið í Digranesi, Kópavogi og íþróttahúsið í Kaplakrika, Hafnarfirði,
ásamt viðbótaraðstöðu. Tveir aðilar gerðu að lokinni athugun tilboð í aðstöðu og
aðstoð við þinghaldið, annars vegar Lionsklúbbamir í Kópavogi sem buðu
íþróttahúsið í Digranesi sem þingstað og hins vegar aðstandendur íþróttahússins
í Kaplakrika.
Á fundi miðstjórnar 16. apríl var fjallað um þau tilboð sem borist höfðu og
var ákveðið að ganga til samninga við Lionsklúbbana í Kópavogi á grundvelli
tilboðs þeirra.
14. október 1994 var síðan samningurinn við Lionsklúbbana í Kópavogi
undirritaður. Þar kemur m.a. fram að þeir taki að sér verklegan undirbúning und-
ir þinghald vegna 38. þings ASI sem haldið verði í íþróttahúsinu í Digranesi,
Kópavogi, dagana 20. - 24. maí 1996, svo og veitingasölu og aðstoð við þing-
hald, svo sem umsjón með hljóðkerfi, myndbandsupptökum og innanhússjón-
varpi, uppsetningu á símkerfi og allri daglegri umsjón með húsnæðinu, auk ann-
ars.
Síðar var gerður samningur við Tæknival um uppsetningu og umsjón með
tölvubúnaði á þingstað og sáu starfsmenn fyrirtækisins um þann þátt.
Samstarfið við Lionsmennina í Kópavogi og starfsmenn Tæknivals við und-
irbúning þingsins og meðan á þinghaldinu stóð var með miklu ágætum og áttu
þessir aðilar sinn þátt í því að umgjörð þingsins og tæknileg framkvæmd varð
öll eins og best varð á kosið.
Málefnaundirbúningur
Málefnaundirbúningur vegna 38. þings ASI hófst vorið 1995. Á fundi formanna
landssambanda innan ASI sem haldinn var 16. maí var nokkuð rætt um málefna-
undirbúning vegna 38. þings Alþýðusambandsins. Þar var í samráði við forseta
sambandsins ákveðið að vinna tillögur til miðstjórnar um það hvernig standa
mætti að málefnaundirbúningnum. Á fundinum voru jafnframt lagðar meginlín-
umar að tillögu formannanna. Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur, Bimi Grétari
Sveinssyni og Guðmundi Gunnarssyni var síðan falið að ganga frá endanlegum
36