Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 82
Tillögur Þingnefndar
Mikið efni lá fyrir þegar þingnefnd tók til starfa og var fundað fram eftir nóttu.
Hervar Gunnarsson gerði grein fyrir störfum nefndarinnar í annarri umræðu, og
þeim tillögum sem hún setti fram. Hann sagði megnið af þeim tillögum sem nefnd-
inni bárust hafa verið afgreiddar, þótt nefndin hafi ekki alltaf verið einhuga.
Nefndin lagði fram breytingatillögur við eftirfarandi laga-
greinar:
2. gr. Um ASI sem samband landsambanda.
5. gr. Nýtt bráðabirgðaákvæði um aðild að landssambandi.
19. gr. Um að sambandsþing skuli haldið fyrir októberlok.
33. gr. Um fjölgun varamanna til miðstjómar úr 9 í 14.
41. gr. Nýtt bráðabirgðaákvæði um nefnd til að endurskoða skattkerfí sambands-
ins.
42. gr. Um skil á ársskýrslum og reikningum og nýtt skilyrði um löggilta endur-
skoðendur.
49. gr. Um svæðasambönd.
50. gr. Um fulltrúa miðstjómar á fundum stjómar MFA.
Hervar gat þess að nokkur mál væm óafgreidd í nefndinni: 13. gr„ 53. gr„ fyrir-
myndarlög, lágmarksreglugerð um sjúkrasjóði, fjárhagsáætlun og tillaga að skipu-
lagsmálum. Nefndin færi því fram á að þingið samþykkti afbrigði við afgreiðslu
tillagnanna, þ.e. að lagabreytingar yrðu afgreiddar í tvennu lagi. Forseti bar það
undir þingheim og var leyfí veitt.
Allmiklar umræður urðu, einkum um fyrirkomulag skattgreiðslna til sam-
bandsins og framboðsfrest til forsetakjörs.
Eftirtaldir tóku til máls: Sigfinur Karlsson, Örn Friðriksson, Guðmundur Þ
Jónsson, Sveinn G. Hálfdanarson, Guðmundur Gunnarsson, Jón Kjartansson,
Bjöm Snæbjömsson, Hrafnkell A. Jónsson, Guðmundur B. Ólafsson, Eiríkur Stef-
ánsson, Guðrún E. Ólafsdóttir, Þómnn Sveinbjömsdóttir, Óskar Vigfússon, Þor-
bjöm Guðmundsson og Sævar Gunnarsson.
Fram komu fáeinar breytingatillögur við tillögur nefndarinnar en endanleg
gerð laganna er birt aftar í þessu riti.
Loks vom þær tillögur laga- og skipulagshóps, sem eftir var að afgreiða, tekn-
ar fyrir.
Reglugerð um sjúkrasjóði
Framsögu um sjúkrasjóðina hafði Örn Friðriksson. Örn skýrði muninn á lágmarks-
reglugerð og viðmiðunarreglugerð og gerði í aðalatriðum grein fyrir því sem fælist
í hugmyndum nefndarinnar um leiðbeinandi reglugerð. Viðmiðunarreglumar verði
að setja til að gefa ekki frekari höggstað á sjúkrasjóðunum en orðið er.
80