Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 83
Almennar lagabreytingar
Þá kynnti Hervar Gunnarsson aðrar tillögur sem eftir var að afgreiða. Hervar
sagði ýmislegt hafa fallið út af borðinu varðandi starfsvið landssambanda
þegar öðrum tillögum var hafnað, en tillaga um vald og umboð landssambanda
hefði verið gerð að sérstöku þingskjali. Hann ræddi sérstaklega tillögu sem kom
inn í nefndina um jöfnun dvalar- og ferðakostnaðar sambandsins. Loks kynnti
hann tillögur nefndarinnar til breytinga á eftirtöldum lagagreinum:
9. gr. Um að lög félaga megi ekki brjóta í bága við lög sambandsins.
11. gr. Um skilgreiningu landssambanda.
13. gr. Nýtt bann við félagaskyldu og bráðabirgðaákvæði vegna aðlögunar.
51. gr. Um fulltrúa landssambandanna í skipulagsnefnd.
52. gr. Um iðnsveinaráð.
53. gr. Um sjúkrasjóði og nýtt bráðabirgðaákvæði um viðmiðunarreglur.
Hervar sagði að nefndin legðist gegn hugmyndum undirbúningshóps miðstjóm-
ar um breytingar á 15., 28. og 43. grein.
Nokkrar umræður urðu um þenna seinni tillögupakka nefndarinnar en til máls
tóku: Helgi R. Gunnarsson, Guðmundur Hallvarðsson, Þórunn Sveinbjörnsdótt-
ir, Eiríkur Stefánsson, Hrafnkell A. Jónsson og Guðmundur Gunnarsson.
Samþykkt gerð laganna er aftar í þessu riti en afgreiðslu viðmiðunarreglu-
gerðar sjúkrasjóða var frestað til sambandsstjórnarfundar haustið 1996, sbr.
bráðabirgðaákvæði við 53. gr.
Fjárhagsáætlun
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASI, kynnti fjárhagsáætlun sambandsins við
fyrstu umræðu.
Fram komu athugasemdir við einstaka liði og gagnrýni á að gert væri ráð
fyrir halla á rekstrinum. Eftirtaldir tóku til máls: Guðmundur Gunnarsson, Þor-
björn Guðmundsson, Sigurbjörg Asgeirsdóttir og Sævar Gunnarsson.
Drögum að Fjárhagsáætlun var að svo búnu vísað til nefndar.
Aður en kom að annarri umræðu um fjárhagsáætlun hafði tillaga um úttekt
á rekstri ASI verið samþykkt. Hervar Gunnarsson kynnti tillögu þingnefndar að
afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Benti hann á að tilgangslaust væri að samþykkja
fjárhagsáætlun áður en niðurstöður úttektarinnar lægju fyrir og var hún því ekki
tekin til afgreiðslu. Nefndin legði þó til að skattar aðildarfélaga hækkuðu um
5% til að mæta erfiðleikum í rekstri.
Nokkrar umræður urðu um fyrirhugaðar skattahækkanir en til máls tóku:
Guðmundur Þ Jónsson, Eiríkur Stefánsson, Ari Skúlason, Sigurður Einarsson og
Sveinn Hálfdánarson.
Heimild til skattahækkana var þó samþykkt.
81