Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Síða 87
Tillaga um eflingu vinnudeilusjóða í tilefni af samþykkt VSÍ um að ekki megi
falla frá málum við lok kjarasamninga.
Tillögur sem miða að því að skýra stefnuna í kjaramálum og tryggja að stórfelld-
ar breytingar verði á kaupmætti kauptaxta. Tryggt verði að kaupmáttur verði
sambærilegur því sem gerist í nágrannalöndum.
Tillögur um að skattleysismörk verði 80 þúsund krónur og lágmarkslaun að
sama skapi 80 þúsund krónur.
Til máls tóku: Halldór Björnsson, Erna Gunnarsdóttir, Gylfi Páll Hersir, Magn-
ús Jósefsson, Páll Valdimarsson, Signý Jóhannesdóttir, Gunnar Páll Pálsson,
Hannes H. Gilbert, Hrafnkell A. Jónsson, Grétar Þorsteinsson, Jóhannes Sigur-
sveinsson, Árni H. Kristjánsson, Baldur Jónsson og Guðni Gunnarsson.
í annarri umræðu hafði Björn Grétar Sveinsson orð fyrir nefndinni og sagði
hann nefndina hafa endurskrifað frumdrög miðstjórnar til að gera stefnuna
markvissari. Markmiðið væri að koma samningum nær hverjum vinnustað.
Miklar umræður urðu um launastefnuna, einkum um hugmyndir um stytt-
ingu vinnutímans, en til máls tóku: Árni H. Kristjánsson, Guðmundur Guð-
bjamason, Sæmundur Jóhannesson, Björn Snæbjörnsson, Gunnar Páll Pálsson
og Gylfi Páll Hersir.
Fáeinar tillögur til orðalagsbreytinga komu fram en endanleg samþykkt er
aftar í Þingtíðindum.
Kjaramál
Við aðra umræðu mælti Guðmundur Þ Jónsson fyrir tillögu nefndarinnar að
kjaramálaályktun, samstarfssamningi við iðnnemasambandið og ályktun um lok
vinnudeilna í framhaldi af samþykkt aðalfundar VSI.
Miklar umræður urðu um kjaramálin og tóku eftirtaldir til máls: Guðmund-
ur Ómar Guðmundsson, Valdimar Guðmannsson, Hrafnkell A. Jónsson, Björn
Snæbjörnsson, Þorsteinn Ingvason, Magnús Jósefsson og Baldur Jónsson.
Samþykktir eru aftar í Þingtíðindum.
Réttindamál
Framsögumaður um réttindamál launafólks var Kristján Gunnarsson og kynnti
hann einnig tillögu nefndarinnar við aðra umferð.
Sérstök athygli var vakin á réttarstöðu eða réttleysi fiskverkafólks í umræð-
um en til máls tóku Hrafnkell A. Jónsson, Einar Karlsson og Hilmir Helgason.
Samþykkt stefna er aftar í Þingtíðindum.
Velferðar- og skattamál
Framsögumaður var Guðrún Kr. Óladóttir. Guðrún sagði að endurmeta þyrfti
markmiðið að baki skattkerfinu; það ætti að vera að menn greiddu eftir efnum
85