Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 116
• Almenn góð menntun er iðulega forsenda annars náms hvort sem um bók-
nám eða starfsnám er að ræða. Náist ekki tiltölulega skjótur árangur á þessu
sviði breikkar bilið enn frekar á milli hópsins með skemmstu skólagönguna
og hinna sem búa að öflugri menntun. Kannanir sýna tilhneigingu í þá átt að
árangur barna foreldra með skemmstu skólagönguna verði slakur og slakari
en bama sem eiga foreldra er hafa lengra nám að baki. Til að rjúfa þennan
vítahring verður að efla almenna fullorðinsfræðslu verulega og leita nýrra
leiða til að þjóna því fólki sem skólinn hefur komið að minnstu gagni. í
þessu skyni beiti MFA sér fyrir samstarfi við fullorðinsfræðslustofnanir er
leitt gæti til meiri þjónustu um allt land.
• Fólk sem hefur ekki notið almenns grunnnáms á uppvaxtarárum þarf að eiga
rétt á grunnnámi sér að kostnaðarlausu.
• Stöðu nýbúa verður að styrkja með aðgengilegu námsframboði og fjármagni
þar sem áhersla er lögð á aðlögun að íslensku þjóðlífi. Verkalýðshreyfingin
þarf að taka þátt í skipulagi þessarar fræðslu og tryggja að nýbúar fái fræðslu
um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.
• Fólk á heimtingu á lögum um almenna fullorðinsfræðslu sem tryggja því að-
gang við hæfi að námi í íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, fjölskyldu-
fræði, tungumálum, tölvunotkun, sjálfsstyrkingu og samskiptum. Þegar við
á tengist starfsmenntun þessu grunnnámi ásamt list- og menningargreinum.
Þessi lög þurfa að fela í sér tryggingu fyrir fé til námsgagnagerðar. Vegna
kostnaðar þarf að taka sérstakt tillit til þeirra sem búa í strjálbýli.
• I ljósi nýrra aðferða og tækni í dreifingu upplýsinga og aðgengi að þeim
verður að leggja sérstaka áherslu á námsframboð fyrir alla. Koma verður í
veg fyrir hættu á auknum ójöfnuði milli þeirra sem skemmsta hafa skóla-
gönguna og hinna sem hafa gengið lengri skólaveg. Gera þarf fólki kleift að
taka þátt í upplýsingasamfélaginu, notfæra sér nýjungarnar og ganga ekki
með skarðan hlut frá borði vegna ónógrar þekkingar.
• Verkalýðshreyfingunni ber að tryggja þeim sem eru atvinnulausir stöðugan
aðgang að fræðslustarfi við hæfi. Tilgangurinn er sá að efla almenna grunn-
þekkingu, auka möguleika þeirra á starfi og tryggja stöðu þeirra á vinnu-
markaði. Gera verður þá kröfu að hagsmunir atvinnulausra séu hafðir í fyr-
irrúmi þegar fræðslustarf fyrir þá er skipulagt. Þannig verður námið að vera
í samfellu og byggjast ekki eingöngu á stuttum námskeiðum að hámarki í
átta vikur.
• Menntamál eru kjaramál og það er mikilvægt að verkalýðshreyfingin geti
annast alla þætti fullorðinsfræðslunnar. Vegna viðamikillar reynslu hreyfing-
arinnar hér á landi af fræðslustarfi meðal fullorðins fólks og tengsla við full-
orðinsfræðslusamtök víða í öðrum löndum sem standa framarlega í fræðslu-
málum er verkalýðshreyfingin mjög vel í stakk búin til að annast fullorðins-
fræðslu. Siðferðilega hefur hún ríkar skyldur við félagsmenn sína í þessum
efnum.
114