Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 119
• Fjölgun tækifæra til starfsnáms leiðir til samstarfs og samvinnu stéttarfélaga
innan sömu starfsgreina og stéttarfélaga sem eru á skörunarsvæði starfs-
greina. Vegna skipulags verkalýðshreyfingarinnar þarf mismunandi úrræði í
samvinnu og samstarfi í starfsgreinum og á landssvæðum.
• A vettvangi Alþýðusambands fslands er nauðsynlegt að mynda grundvöll
fyrir samvinnu og samstarf á sviði starfsmenntunar meðal stéttarfélaga er
hverri heildarstarfsgrein tengjast. Meðal verkefna verði að móta afstöðu til
skipulagningar náms og ákveða markhópa.
• I samræmi við aukna áherslu á starfsmenntun í skólakerfinu verður verka-
lýðshreyfingin að efla verulega starf sitt er snertir greiningu á þörfum og
óskum starfsmanna og starfsgreina.
• Verkalýðshreyfingin verður að skipuleggja starf sitt þannig að veigamestu
sjónarmið innan hennar geti náð fram að ganga. Hún þarf að mynda bakhjarl
fulltrúa stéttarfélaga sem vinna að starfsmenntun fyrir launafólk og þeirra
sem taka þátt í skipulagningu, framkvæmd og stjómun starfsmenntunar í
skólakerfinu.
Alþýðusamband Islands leggur mikla áherslu á eflingu starfsmenntunar fyrir
launafólk og á starfsmenntun í skólakerfinu. Markmiðum sínum nær verkalýðs-
hreyfingin með því að:
• Stéttarfélögin taki fullan þátt í skipulagningu, framkvæmd og stjórnun
starfsmenntunar fyrir launafólk og starfsmenntunar í skólakerfinu.
• Stuðla að starfsemi starfsmenntaskóla í nánu samstarfi við atvinnulífið.
• Sækja fast á um aukið fjármagn í krafti laganna um starfsmenntun í atvinnu-
lífinu.
• Beita sér fyrir auknum möguleikum launafólks til að stunda starfsmenntun í
og utan vinnutíma.
• Krefja fyrirtækin um aukna þátttöku í fjármögnun starfsmenntunar og þátt-
töku og samvinnu um skipulag starfsmenntunar og framkvæmd.
• Beita sér fyrir að efnahagur fólks ráði ekki hvort það geti tekið þátt í starfs-
námi í atvinnulífinu.
Almenna skólakerfið:
„Jafnrétti til náms - á forsendum einstaklinganna sjálfra“, það er megin krafa
verkalýðshreyfingarinnar að samfélagið tryggi öllum möguleika til góðrar al-
mennrar og starfstengdrar grunnmenntunar án tillits til fjárhags, kynferðis, fé-
lagslegrar stöðu eða búsetu. Til að ná þessu markmiði verður tilboð um mennt-
un að byggja á forsendum einstaklinganna sjálfra og taka tillit til mismunandi
aðstæðna, áhuga og getu þeirra á hverjum tíma. Um leið verður að byggja
fræðsluna þannig upp að hún skili því unga fólki sem hana sækir hæfni sem er
metin í atvinnulífinu um leið og hún er mikilvægur grunnur undir frekara nám.
Mikilvægt er að tryggja nauðsynlegt samræmi og samhengi á milli allra skóla-
stiga sem stefna að þessu markmiði, þ.e. starfshæfni og námshæfni.
117