Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 130

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 130
• Nauðsynlegt er að bætt starfsöryggi verði tryggt með samningum aðila á vinnumarkaði og löggjöf eftir því sem við á. Þá er nauðsynlegt að fsland staðfesti nú þegar samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. • Réttarstaða launafólks sem lendir í veikindum eða slysum er á margan hátt ófullkomin. Þetta gildir alveg sérstaklega þegar um er að ræða langvarandi fráveru frá starfi, kostnaðarsöm lyf og aðgerðir og varanlegt orkutap. • Verkalýðshreyfingin gerir kröfur til þess að launfólk búi við víðtæka og ríka efnalega vernd í veikinda- og slysatilfellum: Auka verður til muna lágmarksréttindi í veikinda og slysatilfellum. Bæta verður stórlega rétt launafólks sem verður fyrir vinnuslysum og atvinnusjúkdómum. Tryggja verður betur réttindi launafólks sem verður fyrir tímabundinni eða varan- legri örorku. Nauðsynlegt er að endurskoða og auka gildissvið skyldu- tryggingar atvinnurekenda og hækka verulega bótaupphæðir. • Mikilvægur liður í að treysta réttarstöðu launafólks felst í því að samræma betur en nú er þátttöku á vinnumarkaði og rétt til fjölskyldulífs. Mikilvægir þættir í slíkri samræmingu eru: Að lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Þá er nauðsynlegt að treysta réttarstöðu og skyldur karla í því efni. Staðfesta ber kjarasamning aðila vinnumarkaðarins í Evrópu um foreldraorlof að viðbættu fæðingarorlofi og tryggja ótvíræðan rétt foreldra til töku orlofsins og greiðslu dagpeninga meðan á orlofstökunni stendur. • Tryggja ber rétt launafólks til lágmarksorlofs til endur- og eftirmenntunar. Jafnframt er nauðsynlegt að gera launafólki fjárhagslega mögulegt að taka slíkt orlof. Þetta gildir sérstaklega um launafólk sem hefur notið takmark- aðrar menntunar. • Tryggja verður með ótvíræðum hætti réttarstöðu félagslegra trúnaðarmanna, öryggistrúnaðarmanna og stjómarmanna í stéttarfélögum gagnvart atvinnu- rekendum, þannig að þeir geti betur sinnt starfi sínu án ótta við uppsögn eða refsiaðgerðir af hálfu atvinnurekenda. Þá er nauðsynlegt að auka svigrúm trúnaðarmanna til að afla sér þekkingar og menntunar sem nýst getur í starfi þeirra fyrir launafólk á vinnustað við lausn ágreiningsmála og samninga- gerð. Þekking og menntun af þessu tagi nýtist fyrirtækjunum ekki síður en starfsmönnum. III. 3. Velferðar- og skattamál ASI telur að endurmeta verði og skýra þau samfélagslegu markmið sem liggja að baki allri skattlagningu hins opinbera og þeirri þjónustu sem það veitir. Fjár- magna á velferðarkerfið með skattheimtu sem byggir á þeirri hugsun að menn greiði eftir efnum en fái grunnþjónustu eftir þörfum. Ljóst er að öll starfsemi hins opinbera hefur töluverð áhrif á tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu, hvort sem litið er til skattheimtu, tekjutilfærslna eða þeirrar þjónustu sem veitt er. 128
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.