Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 131
í endurteknum niðurskurði á undanförnum árum hafa menn misst sjónar á
þeirri grundvallarhugsun sem velferðarkerfið byggir á. Vanhugsaðar breytingar á
velferðarkerfinu hafa leitt til þess að samfélagið tryggir alþýðu manna ekki leng-
ur öflugt félagslegt öryggisnet. ASÍ telur að þessi þróun muni óhjákvæmilega
leiða til aukinnar sérhyggju og vaxandi ójafnaðar. ASÍ vill þess í stað móta stefnu
sem byggir á jöfnuði og samstöðu.
Nauðsynlegt er að fjalla um breytingar á skattheimtu hins opinbera í beinu
samhengi við þá þjónustu sem það veitir. Allt frá því að staðgreiðslukerfx skatta
var tekið upp árið 1988 hefur þróunin einkennst af stöðugt vaxandi tekjutengingu
ýmissa bóta og aukinni gjaldtöku fyrir þjónustu. Þannig eru barnabætur, vaxta-
bætur og lífeyrisbætur tekjutengdar með þeim hætti að hópar sem þeirra njóta búa
við mjög háa jaðarskatta. Því er mikilvægt að ASÍ hefji nú þegar vinnu við að
móta stefnu í velferðar- og skattamálum sem byggi m.a. á eftirfarandi atriðum:
• Jaðarskattar, dregið verði úr tekjutengingu í skattakerfinu
• Skilgreina verður þá grunnþjónustu velferðarkerfisins, sem greiða skal með
skatttekjum. Marka þarf stefnu um gjaldtöku fyrir aðra þjónustu velferðar-
kerfisins. Dæmi eru um að bág efnaleg afkoma heimila hindri fólk í að geta
sótt sér nauðsynlega þjónustu. Aukin gjaldtaka í menntakerfinu er þegar far-
in að hafa þau áhrif að efnaleg staða foreldra ræður því hvort unglingar geti
aflað sér menntunar.
• Að skattbyrðin taki í ríkari mæli tillit til framfærslubyrði en nú er.
• ASI telur að skoða eigi hvort taka beri upp fjölþrepa tekjuskattskerfi sem
byggi á staðgreiðslu, með hóflegum persónuafslætti. Einungis þannig verð-
ur hægt að ná niður jaðarsköttum en jafnframt tryggja réttlátari skattlagningu
þar sem tekið er tillit til nýtingar persónuafsláttar fjölskyldunnar í heild.
• Eðlilegt er að skattleggja fjármagnstekjur á sama hátt og launatekjur.
• Tryggja verður að skattkerfið stuðli ekki að svartri atvinnustarfsemi, t.d.
með flóknum og torskiljanlegum reglum. Jafnframt þarf að tryggja öflugt
eftirlit með skattskilum.
• Verkalýðshreyfingin hefur við gerð kjarasamninga tekið þátt í því að lækka
skattlagningu á matvælum. ASÍ telur mikilvægt að virðisaukaskattkerfið
byggi áfram á tveimur skatthlutföllum þar sem matvæli verði í lægra þrepi.
• Velferðarstefnan verður að grundvallast á tekjujöfnun, félagslegu öryggi,
réttlæti og samstöðu í stað stéttarmunar. Stefnan verður að byggjast á jafn-
rétti í mennta- og heilbrigðismálum.
• Oviðunandi er að þeir sem ekki sinna þeirri lagalegu skyldu að greiða í líf-
eyrissjóði, njóti rýmri kjara í almannatryggingarkerfinu.
• Aukin notkun heimildarákvæða í lögum um almannatryggingar og félags-
lega aðstoð, þar sem fólk getur sótt um uppbætur vegna aðstæðna sinna, hef-
ur breytt ásjónu velferðarkerfisins frá almennu öryggisneti yfir í ölmusu-
þjónustu. I slíku kerfi er réttarstaða almennings óljós og hætta er á viðvar-
andi deilum um reglurnar.
129