Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 142

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 142
III. 9. Menningarmál Þekking almennings og virkni á sem flestum sviðum er hornsteinn lýðræðis. Því skipta þær menningarlegu forsendur, sem hverjum manni eru búnar til þátttöku í skapandi starfi, miklu máli. Þetta á ekki síst við á tímum þegar ný upplýsinga- tækni er að ryðja sér til rúms og samskipti milli þjóða fara stöðugt vaxandi. Al- þýðusamband Islands telur að í þessum breytingum felist ögrun sem bregðast eigi við með jákvæðum hætti og uppbyggilegum aðgerðum. í því starfi má aldrei missa sjónar á því að hið svokallaða upplýsingasamfélag nútímans er ekki opið öllum og mun ekki verða í allra næstu framtíð. Þar, sem á öðrum menningarsvið- um, er verk að vinna. Verkefnið er margþætt. Skólakerfið verður að búa öll börn undir þátttöku í menningar- og símenntunarsamfélagi framtíðarinnar svo komist verði hjá vax- andi stéttaskiptingu milli þeirra sem hafa tæknina og upplýsingarnar á valdi sínu og hinna sem hafa ekki átt þess kost að nýta þessa möguleika. Með símenntun og fullorðinsfræðslu þarf að tryggja aðgang vinnandi fólks að upplýsingum og þjálf- un sem er nauðsynleg til að geta mætt nýjum aðstæðum í menningarlífinu og at- vinnuvegunum. Vinna verður gegn fordómum og að auknum skilningi milli fólks í heimi sem verður stöðugt smærri. Þungamiðjan í menningarstefnu á að vera að styðja við bakið á þeim fjölmörgu aðilum sem eru að fást við lisdr, búa menning- arstarfsemi í landinu lífvænleg rekstrarskilyrði, hvetja til þátttöku í skapandi starfi og koma menningarstarfinu til sem allra flestra. Menning er ekki bara afþreying eða dægradvöl. Lifandi menning er hluti af lífsskilyrðum fólks og hún birtist í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Menn- ingarstarfsemi getur haft afgerandi áhrif á velferð fólks og þar með á ákvarðanir fjölskyldna um búsetu og fyrirtækja um staðsetningu fyrir starfsemi sína. Menn- ingarstarfsemi skapar einnig fjölda fólks atvinnu og getur verið drjúg tekjulind. Menningarlíf hverrar þjóðar er hluti af ásýnd hennar og þar með ímynd söluvara hennar á heimsmarkaði nútímans, hvort sem um er að ræða framleiðsluvörur eða ferðaþjónustu. Menningin er sá jarðvegur sem nýsköpun, jafnt í listum sem at- vinnulífi, sprettur úr. Stöðnun á einu sviði leiðir af sér stöðnun á öðrum. Öflugt menningarlíf gerir fólki einnig kleift að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi og nýta það besta sem þar stendur til boða án fordóma eða ótta. Þannig hleypum við ferskum straumum og nýrri hugsun inn í menningar- og atvinnulíf þjóðarinnar. Mikilvægt er að auka sem kostur er virkni almennings í menningarstarfsemi og leggja höfuðáherslu á að styðja við bakið á þeirri starfsemi sem fram fer um land allt. Menning er fyrir alla og því þarf einnig að vinna markvisst að því að koma menningunni á framfæri við almenning. Opinberar menningarstofnanir, reknar fyrir almannafé, mega aldrei fjarlægjast þessi höfuðmarkmið sín og glata þannig tengslum við almenning í landinu. Skólar og menntastofnanir eiga að gegna mikilvægu hlutverki við menning- aruppeldi og í því að skapa fólki sem jafnastar forsendur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Þar er tækifæri til að koma menningarstarfsemi á framfæri og 140
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.