Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 142
III. 9. Menningarmál
Þekking almennings og virkni á sem flestum sviðum er hornsteinn lýðræðis. Því
skipta þær menningarlegu forsendur, sem hverjum manni eru búnar til þátttöku í
skapandi starfi, miklu máli. Þetta á ekki síst við á tímum þegar ný upplýsinga-
tækni er að ryðja sér til rúms og samskipti milli þjóða fara stöðugt vaxandi. Al-
þýðusamband Islands telur að í þessum breytingum felist ögrun sem bregðast eigi
við með jákvæðum hætti og uppbyggilegum aðgerðum. í því starfi má aldrei
missa sjónar á því að hið svokallaða upplýsingasamfélag nútímans er ekki opið
öllum og mun ekki verða í allra næstu framtíð. Þar, sem á öðrum menningarsvið-
um, er verk að vinna.
Verkefnið er margþætt. Skólakerfið verður að búa öll börn undir þátttöku í
menningar- og símenntunarsamfélagi framtíðarinnar svo komist verði hjá vax-
andi stéttaskiptingu milli þeirra sem hafa tæknina og upplýsingarnar á valdi sínu
og hinna sem hafa ekki átt þess kost að nýta þessa möguleika. Með símenntun og
fullorðinsfræðslu þarf að tryggja aðgang vinnandi fólks að upplýsingum og þjálf-
un sem er nauðsynleg til að geta mætt nýjum aðstæðum í menningarlífinu og at-
vinnuvegunum. Vinna verður gegn fordómum og að auknum skilningi milli fólks
í heimi sem verður stöðugt smærri. Þungamiðjan í menningarstefnu á að vera að
styðja við bakið á þeim fjölmörgu aðilum sem eru að fást við lisdr, búa menning-
arstarfsemi í landinu lífvænleg rekstrarskilyrði, hvetja til þátttöku í skapandi
starfi og koma menningarstarfinu til sem allra flestra.
Menning er ekki bara afþreying eða dægradvöl. Lifandi menning er hluti af
lífsskilyrðum fólks og hún birtist í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Menn-
ingarstarfsemi getur haft afgerandi áhrif á velferð fólks og þar með á ákvarðanir
fjölskyldna um búsetu og fyrirtækja um staðsetningu fyrir starfsemi sína. Menn-
ingarstarfsemi skapar einnig fjölda fólks atvinnu og getur verið drjúg tekjulind.
Menningarlíf hverrar þjóðar er hluti af ásýnd hennar og þar með ímynd söluvara
hennar á heimsmarkaði nútímans, hvort sem um er að ræða framleiðsluvörur eða
ferðaþjónustu. Menningin er sá jarðvegur sem nýsköpun, jafnt í listum sem at-
vinnulífi, sprettur úr. Stöðnun á einu sviði leiðir af sér stöðnun á öðrum. Öflugt
menningarlíf gerir fólki einnig kleift að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi og
nýta það besta sem þar stendur til boða án fordóma eða ótta. Þannig hleypum við
ferskum straumum og nýrri hugsun inn í menningar- og atvinnulíf þjóðarinnar.
Mikilvægt er að auka sem kostur er virkni almennings í menningarstarfsemi
og leggja höfuðáherslu á að styðja við bakið á þeirri starfsemi sem fram fer um
land allt. Menning er fyrir alla og því þarf einnig að vinna markvisst að því að
koma menningunni á framfæri við almenning. Opinberar menningarstofnanir,
reknar fyrir almannafé, mega aldrei fjarlægjast þessi höfuðmarkmið sín og glata
þannig tengslum við almenning í landinu.
Skólar og menntastofnanir eiga að gegna mikilvægu hlutverki við menning-
aruppeldi og í því að skapa fólki sem jafnastar forsendur til virkrar þátttöku í
samfélaginu. Þar er tækifæri til að koma menningarstarfsemi á framfæri og
140