Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 145

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 145
einstaklinga á vinnumarkaði. Úrvinnsla úr flæði upplýsinga og tækifærin til að koma upplýsingum á framfæri eru líka nauðsynlegar forsendur fyrir virkni lýð- ræðisins og möguleikum fólks til áhrifa. Mikilvægt er að fólk á vinnumarkaði fái tækifæri til símenntunar og hafi þannig möguleika á að fylgjast með þróuninni í síbreytilegum heimi. Símenntun skilar hæfari og verðmætari starfskröftum og ánægðari einstaklingum. Símenntun þarf einnig að undirbúa launafólk undir starfslok sökum aldurs. Margir þeirra sem ljúka starfsævi sinni láta ekki aðeins af störfum heldur hverf- ur félagsskapurinn líka sem vinnufélagar þeirra mynduðu. Vinnan hverfur og fé- lagarnir hverfa. Líf í fásinni tekur við. Við þessum nýju aðstæðum má bregðast með símenntun og tómstundanámi sem miðar að því að kenna fólki að eiga sér áhugamál og frístundaiðju og örva það til þátttöku í hópi nýrra félaga sem leita sér félagsskapar að lokinni starfsævi. Verkalýðshreyfingarinnar bíður mikið starf við uppfræðslu sinna félags- manna, stjóma og trúnaðarmanna þannig að allir þessir aðilar verði betur í stakk búnir til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Aðgangur að upplýsingum og framsetning þeirra skiptir sífellt meira máli í kjara- og réttindabaráttu verkafólks, ekki síst ef þróunin verður í átt til meira atvinnulýðræðis þar sem fulltrúar starfs- manna og verkalýðsfélaga eiga rétt á upplýsingum um stöðu og stefnu fyrirtækja og aukinn aðgang að ákvarðanatöku grundvallaðri á þeim. Til að auðvelda fólki sem lokið hefur skólagöngu að tileinka sér nýjustu upp- lýsingatækni og leita sér upplýsinga eða menningarefnis þarf að efla starfsemi al- menningsbókasafna þar sem lögð er áhersla á aðgang að rafrænni upplýsinga- miðlun. Með kynningarátaki í fjölmiðlum má einnig laða fleiri til að kynnast af eigin raun þessum sívaxandi þætti í menningu nútímans. í þessu starfi má þó aldrei missa sjónar á því að enn sem komið er þegnskap- ur í hinu svokallaða upplýsingaþjóðfélagi bundinn við tiltölulega afmarkaða hópa og byggir að mestu á afþreyingu. Stærstur hluti fólks upplifir ekki þessa byltingu og þeir sérfræðingar sem mesta áherslu leggja á „upplýsingasamfélag- ið“ mega ekki gleyma öðrum og hefðbundnari upplýsingamiðlum því annars er hluti fólks skilinn útundan. Alþýðusamband íslands vill vinna að nýrri menningarstefnu með því að leggja áherslu á : • Að kjarninn í nýrri menningarstefnu sé hin tvíþætta áhersla á dreifræði og jöfnuð. • Stuðning við það gróskumikla menningarlíf sem fyrir er - alla þá einstaklinga og félagasamtök sem sinna menningarmálum samhliða því sem menningar- starfsemi eru sköpuð lífvænleg rekstrarskilyrði. • Markvissa vinnu við að gefa öllum kost á að tileinka sér á gagnrýninn og upp- byggilegan hátt einn mikilvægasta þáttinn í menningu nútímans: Úrvinnslu og framsetningu upplýsinga í margvíslegu formi. 143
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.