Ský - 01.12.2001, Qupperneq 5

Ský - 01.12.2001, Qupperneq 5
6 2001-2002 5. RRG. = FRR RIT5TJÓRR Gefið út annan hvern mánuð fyrir farþega Flugfélags íslands og aðra íslendinga. Fyrir nokkrum árum tók ég viðtal viö Vilhjálm Knudsen, sem hefurgert það að ævistarfi sínu að kvikmynda eldgos. Tók hann viö því starfi af föður sínum Ósvaldi Knudsen og er safn þeirra feðga af gosmyndum stórmerkilegt og þekkt langt út fyrir ísland. Fáir íslendingar hafa komist í jafnmikið návígi við eldspúandi gossprungur og rauðglóandi hraun og Vilhjálmur. Hann er hins vegar hógvær og yfirvegaður maður og lítið gefinn fyrir að færa í stílinn sögur af ferðum sínum með kvikmyndavélina um hamfarasvæði. Ætli það hafi ekki verió þess vegna sem orð Vilhjálms, eftir að formlegu spjalli okkar lauk, hafa setið svo lengi í mér, en þar sagði hann að í næsta nágrenni við höfuðborgina væru feikilegar gosstöðvar sem gætu opnast hvenær sem er. Það segir ýmislegt um Vilhjálm að hann óttast þessi eldsumbrot ekki svo mjög, heldur miklu fremur að lögreglan og yfirvöld muni þvælast fyrir honum við að festa hamfarirnar á filmu. Það hefur lengið blundað í mér að forvitnilegt væri að gera úttekt á því hvernig við Reykvíkingar erum í stakk búnir að takast á við það ef færi að gjósa hér við bæjardyrnar. Hvaða áætlanir hafa Almannavarnir, Landsvirkjun, S Orkuveitan og lögreglan ef rafmagn og vatn fer af borginni og öskufall er þannig að það þarf að rýma hana? Síðla í nóvember ákváðum við á SKÝJUM að ráðast í að vinna svona grein. Það var nánast eins og staðfesting á því að það væri rétt ákvörðun að fáeinum dögum síðar urðu jarðskjálftar í Bláfjöllum, en þar eru einhverjar virkustu eldstöðvar í nágrenni höfuðborgarinnar. í kjölfarið fylgdu hefðbundin viðbrögð í fjölmiðlum um að skjálftarnir væru ekki undanfari eldgoss en jafnframt var tekið fram að náttúran væri ófyrirsjáanleg. í grein sinni Hamfarir í höfuðborg- inni (bls. 38) tekur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir málið nokkrum skrefum lengra og skoðar mögulega atburðarás eftir að gos væri hafið. Margt óvænt kemur fram í þessari stórfróðlegu grein. Ekki voru síður óvænt viðþrögð sumra þeirra sem leitað var til því ekki voru allir á því að rétt væri að birta grein um þetta efni. Opinberir aðilar hringdu jafnvel í mig og lýstu yfir áhyggjum sínum um að við myndum hræða fólk með þessu. Ekki er það nú tilgangurinn. Eins og ég sagði við hina áhyggjufullu opinberu starfsmenn, þá er hugmyndin að baki þessari grein alls ekki sú að feta í fótspor Orsons Welles og frægrar útvarps- dagskrár hans um innrás frá Mars. Þvert á móti er full ástæða til þess að borg- arbúar séu meðvitaðir um möguleikann á hamförum og að stofnanir landsins ráði við þær aðstæður sem af þeim gætu skapast. Jón Kaldal Forsíöumyndina af Ingvari E. Sigurðssyni tók Páll Stefánsson. Sjá bls. 28. ,co *2 s « 'cuD W) ' ° i c Æ : 3 'flJ ; -o wj : E 1 co I «o 03 03 ‘■M* Íh s & ,§ lu o: 2, £ '03 +3 ■O 3 3 3 O ttp 03 (J) 2 =’ m E —1 '■6 '.2, w SP to E <D .tí 'O co E n ■OO CO -r txO 'c 03 ÓX) J) cö o^l'oíuwlo 0 ” o ^ E 2 ~ — "O = C CD o -c </) -c '03 0) .ÍE, 3 < '< U_ Q. Q. CQ 0 £L ^ CO - <J) ^ 4=* * '0 í '*z £ a 5 _ _ ? 1 1 1 3 | 2, ■“ '03 0 'O 3 0 2 '0 2 5 Q-l— £L C/) Q. Q_ LL LlI W) 0 o cn > o CD O 2 o >, CN > O 03 O o >, CM CM CN cr 11 03 03 -£ o O 00 £ 00 C N JZ? 3 00 LO W) o 00 LO O .300 H (/)<(/) H (/) O O CN S. CN -9 CN £ Í5 h. 00 LO b SL b O LO ? o ^ o ■H . 0 0)1/10) CN (/) > (O '< OO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.