Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 33

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 33
„Mér finnst íslendingaryfirleitt ekki vera snobbaðir. Ég kann þægilega við það að vera bara einn af okkur því það er ég. Það er ekki blátt blóð í æðum mínum og ég hef enga ástæðu til þess að þykjast vera eitthvað öðruvísi." krakkarnir áttu aö moka flórinn í fjósinu. Hann var bara hneykslaóur. Því miöur eru tækifærin til vinnu fyrir stálpaða krakka sífellt að verða færri. Það hljóta að hafa verið töluverð umskipti að flytja til Borgarness. Já, ég var auóvitaó á versta aldri og mig langaði ekki að fara. Ég var með annan fótinn í bænum til að byrja meó en svo kynntist ég mörgu góðu fólki á staðnum. Ég byrjaði í hljómsveit, gekk í kirkjukórinn, af tónlistarlegum áhuga en líka af því að það voru sætar stelpur þar, og fann mig mjög vel. Flutning- urinn til Borgarness er eiginlega grunnurinn að því að ég fór í leiklist. Ég veit hreinlega ekki hvernig lífið hefði orðið ef ég hefði ekki flutt. Kannski hefói farið illa fyrir mér? Hvernig kom það til að þú ákvaðst að freista þess að komast í Leiklistarskólann? Ég hafði sjálfur ekkert frumkvæði að því og hélt reyndar að ég hefði ekkert þangað að gera. Mér fannst ég ekki nógu hugrakkur til þess að standa á sviði og bera þá ábyrgð sem þar þarf að bera. En byrjunin á leiklist- arferlinum var þegar vinkona mín fékk mig í leikdeild Skallagríms í Borgarnesi. Þar tók ég þátt í tveimur verkefnum og fékk mjög fína leiðsögn hjá Kára Halldóri leikstjóra, sem var með mjög öflugt námskeið fyrir leikdeildina. Síðan var það í rauninni vinur minn, Guðjón Guðmundsson, sem dró mig með sér aó sækja um í Leiklistarskólanum. Þá stefndi ég á eitthvað allt annað. Ég var byrjaður að skrifa Ijóð á fullu. En svo komst ég strax inn í skólann og þá var ekki aftur snúið. Og þú hefur sannfærst um að leiklistin væri eitthvað sem þú vildir leggja fyrir þig? Já, ég fékk smátt og smátt sjálfstraust á mér í þessu. Ég hef alltaf verið frekar andfélags- legur, þótt ég hafi þrifist ágætlega innan um fólk, en handbolti, fótbolti, skátarnir, ég prófaði þetta allt en tolldi hvergi. Ég hafði aldrei þolað einhvers konar félags- og baráttuanda. Þess vegna var ég ekki viss með leiklistina, ég hafði frekar séð mig fyrir mér sem einhvers konar grúskara. En ef þú værir ekki leikari, hvað þá? Á tíma- bili var ég alveg með það á hreinu að ég ætlaði að verða sálfræðingur. Þar áður var ég harðákveðinn í aó verða prestur og í raun og veru held ég að það hefði orðið ofan á. Ég er að minnsta kosti viss um að ég hefði farið út í einhvers konar starf þar sem maður þarf að hlusta á fólk og ræða til- finningar þess. Bíddu er ekki til eitthvert samheiti um þannig störf? Sáluhirðir? Já, einmitt. „Hvaða hugsjónir ertu að tala um, pabbi? Fólk hlær að þessu nú á tímum,” segir Vitja. Átt þú þér hugsjónir? Ég skammast mín dálítið fyrir hvað ég lifi mikiö fyrir líð- andi stund og læt mig hlutina litlu varða. En er það ekki ríkjandi viðhorf að finnast maður hafa nóg á sinni könnu og láta aðra sjá um hugsjónastarfió fyrir sig? Það er afskaplega mikil tómhyggja ríkjandi. Og þótt ég sé sjálfur staddur í miðju neysluæð- inu, þá er ég á móti því en geri alltof lítið til að spyrna á móti þessari peningahyggju. KÚNSTIN Að GRÁTA EKKI í ALVÖRUNNI Spurningar innblásnar af Englum alheimsins (2000) „Ég vil ná þessu villta, óreiðunni innan með okkur,” segir Páll í Englunum. Þetta er eitt- hvað sem þú þarft sífellt að vera að gera í þlnni vinnu. Er það ekki tilfinningaiega lýjandi að setja sig kvöld eftir kvöld í krefjandi hlutverk? Nei, stundum kemur maður endurnærður heim. Ég lék einu sinni geðsjúkling á sviði, algjörlega truflaðan geðklofa, og eftir þá sýningu kom ég alltaf eins og nýfætt barn heim. Ég gekk í gegn- INGVAR SIGURÐSSON SKÝ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.