Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 27

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 27
FYR5T & FREM5T = TIMINN II7T TTTt TTTT II lí TTll ITTT TTTT llll llfT llll Tlll i 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ii 01:00 02:00 03:00 04:00 05:00 06:00 07:00 08:00 09:00 10:00 11:00 12:00 13:00 1M:00 15:00 15:00 17:00 18:00 19:00 20:00 21:00 22:00 Ert þú einn af þeim sem er alltaf of seinn? Og finnst þér aldrei tími til eins eða neins? Dreymir þig um að stöðva tímans þunga nið? Leiðin til þess er nær en þig grunar. SAMSTILLUM ÚRIN Vandi þinn liggur ekki í tímanum sem slíkum, þaöan af síöur skorti á honum - það hefur alltaf verið nógur tími - og mun alltaf verða. Vandinn liggur fremur í mælitækinu sem við notum til að mæla tím- ann. Við erum nefnilega ofurseld tíma atómklukkunnar sem tikkar dag inn og dag út með ógnvænlegri nákvæmni (skekkjan er talin nema minna en einni sekúndu á milljón árum). í slíka nákvæmni eigum við engan séns og höfum ekkert svigrúm. Auðvitað hafa menn ævinlega þurft að fylgjast með tímanum. Með því að gaumgæfa ferðir sólar, tungls og annarra himintungla vissu þeir því nokkurn veginn hvað klukkan sló. Fyrir um 20.000 árum rispuðu veiðimenn t.d. strik í vegg eða gerðu holur í bein til að tákna tunglkomur. Fyrir 5.000 árum höföu Súmerar reiknað út dagatal með 12x30 daga mánuðum. Og árið 4.236 f. Kr. eða þar um bil beittu Egyptar stjarnþekkingu sinni til að útbúa 365 daga almanak. Mælingar þeirra, eins og raunar mælingar Babylóníu- manna og Maya og Azteka og annarra fornþjóða, miðuðu fyrst og fremst að því aó reikna út árstíðir í þágu landbúnaöar og trúar- bragða. Þetta var hins vegar ekki heppilegt ef þurfti að ákveða fundartíma eða koma á stefnumóti! Sólúr og vatnsklukkur Með vaxandi miðstýringu fyrir botni Miðjarðarhafs (fyrir svo sem 5.000-6.000 árum) jókst þörfin fyrir að mæla stundir dagsins. Egyptar reistu t.d. um 3.500 f.Kr. stórar steinsúlur og notuðu sem sólúr. Um 1.500 f.Kr. bjuggu þeir einnig til smágert sólúr sem menn gátu borið með sér; þar var (sólar-l)deginum skipt niður í 10 hluta að viðbættum tveimur stundum í Ijósaskiptum, kvölds og morgna. Flér á landi var í gegnum aldirnar notast við áþekkt mælitæki til að fylgjast með gangi tímans, það er með því að miða sólina í ákveðin kennileiti í landslaginu. Sólarhringnum var skipt í fjóra hluta: morgunn, dagur, aftan og nótt. Flverjum hluta var síðan skipt í tvær eyktir: ótta (kl. 3), miður morgunn eða rismál (kl. 6), dagmál (kl. 9), miðdegi eða hádegi (kl. 12), nón (kl. 15), miður aftann (kl. 18), náttmál (kl. 21) og miðnætti eða lágnætti (kl. 24). Mörg örnefni um allt land bera með sér að þar hafi staðir verið partur af slíkri risastórri náttúruklukku: Hádegishóll, Nónvarða, Náttmálagil og hvað þeir heita nú allir þessir staðir sem fyrr meir voru notaðir til að segja til um hvenær menn áttu að fara að sofa og hvenær að skreiöast á lappir. Eins og nærri má geta voru þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.