Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 24

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 24
GOTURNRR I LIFI MINU = VRLDIMRR ORN FLYGENRING hvarflaði aldrei að mér að nýta Calvin Klein-frægðina mér til fram- dráttar. Mér finnst viðhorfið að breyta bara til að breyta varasamt og bera vott um tómhyggju. Ég vildi ekki missa þráðinn af því aó markaðurinn heimtaði það eða einhver græddi á mér. Skarphéðinsgata í Reykjavík (1986-1992) Fyrsta íbúðin mín og keypt að hluta til fyrir peningana frá Calvin Klein. í þessari íbúð upplifói ég bestu tíma lífs míns en einnig þá verstu. Var að skríða úr langvarandi fíkniefnaneyslu auk þess að vera í sambúð sem útheimti mikla tilfinningalega loftfimleika. Á þessum árum lenti ég svo í vatnsrúmi núverandi konunnar minnar og við tók öflugt frjó- semistímabil. Dimmalimm í Reykjavíkurhöfn (1989) Eftir loftfimleikatímabilið bjó ég hálft ár um borð í skútunni minni Dimmalimm en ég og prinsess- an áttum yndislegt samlífi og snurðulausa sambúð. Ég tók ákvörð- un um að sigla henni um úthöf jarðar og lagði af stað, en hugsaði með mér þegar ég var kominn austur fyrir land að það væri óðs manns æði að sigla yfir Atlantshafið um hávetur án þess að hafa björgunarbát með í för og sneri við til að vinna fyrir bátnum. Það var örlagarík ákvörðun því þá kynntist ég konunni minni og eignað- ist þrjú börn á skömmum tíma en fannst hásetarnir heldur ungir til að sigla um úthöfin. Sú ferð bíður betri tíma. Drápuhlíð í Reykjavík (1992-1994) Nú var ég komin í heimahag- ana, inn í the Womb, eða bumbuna, og í mjög fallega íbúð. í minn- ingunni er þetta algjört krútt-tímabil sem einkenndist af barnaupp- eldi þar sem ungarnir kúrðu með okkur í upphituðu vatnsrúmi og mjólkin flóði úr brjóstum móðurinnar. Tilfinningin var líkust því að vera í Paradís. Það eru til myndir af mér frá þessum tíma þar sem ég er vart greinanlegur innan um bleiurnar. Bleiutímabilið var nefni- lega heavy duty, þetta voru stórir strákar sem pissuðu og kúkuðu mikið. Einn kúkaði einu sinni alveg upp á hausinn á sér, ég hafði aldreí séð það áóur. Kambagerði á Akureyri (1994-1995) Fallegt einbýlishús efst í hinum fagra Akureyrarbæ. Ég var alltaf á þeirri skoðun aö Akureyringar væru að monta sig yfir því hvað Eyjafjörðurinn væri fallegur, en sá svo sjálfur að það er staðreynd, ekki mont. Við leigðum út Drápu- hlíöina, rifum okkur upp með pínulítil börn og fluttum norður eftir að ég réð mig eitt leikár til Leikfélags Akureyrar, þar sem ég lék aðalhlutverkið í Sporvagninum Girnd. Þennan vetur fékk Ásdís, konan mín, að díla við margar fígúrur á rúmstokknum sökum þess hve ég á stundum erfitt með að skilja mig frá karakterum. Moorpark Street í Sherman Oaks í Los Angeles, Bandaríkjunum (1995) Skömmu áður en við fluttum til Akureyrar höfðum við fengið bréf þess efnis að hafa unnið í græna-korts-lóttóinu ameríska og ákváðum að freista gæfunnar vestra. Því fórum við beint frá LA yfir til LA og komum okkur fýrir í San Fernando-dalnum sem er hard core kvikmyndaþorp. Þar borguðum við fáránlega húsaleigu fýrir Ijótt, grátt teppi og alltof stórt hús. Leigusalinn átti það til að detta í það og spila ógurlega hátt á orgel. Ég sá alltaf fyrir mér Garðar Flólm í kirkjunni þegar ég sat undir því spili. í garðinum var sundlaug og undu börnin sæl við leik í sólinni. Fljótlega sá ég þó í hvað stefndi. Þótt mér hafi gengið prýðilega, fengið strax inni í stéttarfélagi leikara og fengið tilboð um hlutverk var Ijóst að bar- áttan tæki mörg ár. Það kristallaðist í mér einn daginn: Flver á að kenna börnunum mínum að syngja Fyrr var oft í koti kátt eða annað sem ég met mest í lífinu? Ég vildi ekki að börnin mín yrðu amerísk. Kannski er ég einfaldur og saklaus en þá get ég alveg lifað meó því. ísland er frábært land, en því miður þurfum við oft að flytja burt til að kunna að meta það. Hraunbær 168 í Reykjavík (1996-1998) Ég hafði haft ákveðna for- dóma fyrir stóru blokkunum í Árbænum, en át þá í mig með hraði eftir að við fluttum tímabundið í Flraunbæinn þegar Drápuhlíðin var í leigu. Dásamlegri sambúðartíma með ókunnu fólki hef ég hvorki fyrr né síðar kynnst. í blokkinni bjó frábært og einstakt fólk í hverri íbúð. Þyrfti maður að skreppa frá að kvöldlagi skildi maður hurðina bara eftir ólæsta og einhver í ganginum leit til með börnunum. í raun er þessi staður leynileg paradís. Ódýrar, frábærar íbúðir, barn- vænt og fagurt umhverfi og aðeins eins og úti í sveit. Þjórsárgata í Reykjavík (1998) í Skerjafirðinum bjuggum við eitt ár í dásamlegu húsi. Húsið var nýlega til sölu og mig dauðlangaði að kaupa það. Fjölskyldan er bara orðin stærri en húsið. Þarna hangir yfir einhver furðuleg rómantík og ævintýralegt andrúmsloft þegar flugvélarnar fljúga yfir. Skaftahlíð í Reykjavík (1999-?) Seldum Drápuhlíðina og færðum okkur nokkrum götum ofar. Þetta er æðisleg hæó í skemmtilegu hverfi, börnin eru ánægð í skólanum og stutt í allar áttir. Nú vil ég bara enjoy the ride, væri í mesta lagi til f að flytja upp í Úthlíð, tveimur götum ofar. Ég er kominn hringinn, búinn að prófa margt og sé ekki eftir neinu. Er kominn til að vera ... nema við eigum eft- ir að sigla kringum hnöttinn eða eftir að aka mótorhjóli í gegnum Kína og ílengjast þar? þlg Hamingjusamir erfingjar með frostpinna við svalandi laugina í Los Angeles „Ég hafði haft ákveðna fordóma fyrir stóru blokkunum í Árbænum, en át þá í mig með hraði eftir að við fluttum tímabundið í Hraunbæinn þegar Drápuhlíðin var í leigu. Dásamlegri sambúðartíma með ókunnu fólki hef ég hvorki fyrr né síðar kynnst.“ 22 SKÝ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.