Ský - 01.12.2001, Síða 66

Ský - 01.12.2001, Síða 66
KRONUSPEKI = HLUTRBREF OG SPRRNRÐUR AÐ RATA í FRUMSKÓGI HLUTABRÉFANNA - Hlutabréfamarkaðurinn getur virst flókinn fyrir leikmanninn og stundum vantar dirfskuna til að láta til skarar skrfða í fjárfestingum á því sviði. Ský spurði Sigurð Óla Hákonarson, framkvæmdastjóra Hlutabréfasjóðs Búnaöarbankans hf., álits á fjárfestingum á hlutabréfamarkaði og málefnum sjóðsins. Hver er munurinn á því að setja peningana sína í hlutabréfasjóð, frekar en að kaupa einstök bréf? Munurinn liggur aðallega í áhætt- unni sem fjárfestar taka. Fyrir einstaklinga sem ekki eiga dreift eignasafn felst töluverð áhætta í því að kaupa einstök hlutabréf. Með fjárfestingu í hlutabréfasjóði er fjárfest í stóru safni hluta- bréfa, auk skuldabréfa. Þar með eignast viðkomandi fjárfestir hlut í þessu dreiföa eignasafni og nær þannig að minnka fjárfestingaráhættuna til muna og ná hagkvæmara hlutfalli milli ávöxtun- ar og áhættu. Hver eru helstu félög sjóðsins? Hluta- bréfasjóður Búnaðarbankans fjárfestir ekki eingöngu í innlendum hlutabréfum heldur einnig í innlendum skuldabréfum og erlendum verðbréfum. Það gefur svig- rúm til að meta ástand og horfur á ein- v stökum mörkuðum og stýra sjóðnum út F K frá því. Eignaskipting sjóðsins er nú I þannig að innlend hlutabréf eru rúmlega 1 helmingur eignasafnsins. Stefna sjóósins sigurður óh Hakonarson varöandi innlend hlutabréf hefur verið sú að leggja megináherslu á fyrirtæki með erlendar tekjur og mikla vaxtamöguleika erlendis. Þau bréf eru ekki mjög næm fyrir niður- sveiflum í innlendu hagkerfi og sum tiltölulega ónæm fyrir hag- sveiflum almennt. Meðal stærstu eigna sjóðsins eru Pharmaco, Delta, Marel og Baugur. Er skynsamlegt fyrir fólk að taka lán til hlutabréfakaupa? Er skattaafslátturinn þess virði? Það fer eftir lánstímanum. Eftir því sem lán er tekið til lengri tíma hækkar vaxtakostnaður og sá ávinningur sem felst í skattaafslættinum minnkar. Þess ber Itka að geta að hlutabréfaverð getur lækkað og vaxtakjör á lánstíman- um breyst. Skattaafsláttur gefur endurgreiðslu frá skattinum sem nemur rúmlega 31.000 krónum fyrir fjárfestingu upp á rúmlega 133.000 krónur hjá einstaklingi. Upphæð endurgreiðslunnar nem- ur því rúmlega 23 prósentum af fjárfestingunni. Ef við gefum okk- ur óbreytt gengi þeirra hlutabréfa sem keypt væru myndi þetta samsvara 23 prósenta ávöxtun af fjárfestingunni á fyrsta árinu. Það er nokkuð umfram þau vaxtakjör sem bjóðast í dag, þannig að ef lánstími væri eitt ár og gengi hlutabréfanna óbreytt yrði viðkom- andi í plús að þeim tíma liðnum. Fylgir því mikil áhætta að setja fé í hlutabréf miðað við árferðið í hagkerfinu? Það er oft þannig að þegar hægja tekur á í hagkerf- inu og útlit á hlutabréfamarkaði versnar, batnar ástand á skulda- bréfamarkaði og því hægt að dempa niðursveifluna á hlutabréfa- markaði með því að hafa töluverðan hluta sjóðsins í skuldabréfum þegar svo árar. Munurinn á fjárfestingu í einstökum hlutabréfum og svo í blönduðum hlutabréfasjóði eins og Hlutabréfasjóði Búnað- arbankans hf. er sá að sjóðurinn getur stýrt fjárfestingum sínum milli einstakra verðbréfaflokka eftir því hvernig árar í hagkerfinu og útlit er á einstökum mörkuðum. Þannig er áhætta fjárfesta, sem ekki eiga þeim mun dreifðara eignasafn sjálfir, minni í blönd- uðum hlutabréfasjóði heldur en í einstökum hlutabréfum. TRAUSTUR, ÖRUGGUR OG SVEIGJANLEGUR Það er aldrei of oft bent á mikilvægi þess að hefja sparnað til efri áranna og skapa þannig fjárhagslegt svigrúm þegar starfsævinni lýkur. í dag eiga allir launþegar kost á því að leggja fyrir allt að 4 prósent af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og fá á móti allt að 0,4 prósenta framlag frá ríkissjóði í gegnum launagreiðanda. Sparnaður er dreginn af launum áður en tekjuskattur er reiknaður og kemur því til frádráttar af skattstofni launþega. Mótframlagið, ásamt skattfrestuninni, getur því strax farið að bera ávöxtun. Auk þess hafa flest launþegasamtök samið um aukið mótframlag launagreióanda í kjarasamningum. Lífeyrissparnaður Landsbankans býöur sveigjanlegt og fjölbreytt úrval í viöbótar- og lögbundnum lífeyrissparnaði. Alls eru boðnar tólf ávöxtunarleiðir undir fjórum vörumerkjum fyrir viðbótarlífeyrissparnað og þrjár fyrir lögbundinn lífeyrissjóð, og Tómas Gunnar vióarsson þar með tryggt að allir finni sparnaðarleið sem hentar þörfum og óskum hvers og eins. Ávöxtunarleiðirnar fjórar eru Lífeyrisbók Landsbankans, Fjárvörslureikningur Landsbréfa, íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífís lífeyrissöfnun. „Með svona fjölbreyttu úrvali sparnaðarleiða tryggjum við að launafólk í landinu geti fundið ávöxtunarleið við sitt hæfi,“ segir Tómas Gunnar Viðarsson, lífeyrisráðgjafi Landsbankans-Landsbréfa. „Dreifinet okkar skapar ákveðna nálægð við viðskiptavinina og þannig tryggjum við ákveðið öryggi sem er svo mikilvægt þegar um lífeyrissparnað er að rasða.“ Launþegum er frjálst að ráðstafa sparnaði sínum til banka, veröbréfafyrirtækja og lífeyrissjóða svo lengi sem fyrrgreindir aðilar geta gert samning um viðbótarlífeyrissparnað. Þannig getur launþegi ráðið sjálfur hvar hann ávaxtar sinn sparnað og er ekki bundinn af skylduaðild að tilteknum lífeyrissjóði. „Það sem skiptir miklu máli þegar viðskiptavini er ráðlagt um sparnaðarleið er hversu lengi viðskiptavinurinn getur sparað," segir Tómas. „Ef sá tími er skammur er skynsamlegt að setja peningana í öruggari sjóði eða innlánsform þar sem sveiflur í ávöxtun eru litlar. Þeir sem eiga langan tíma til að spara eru oftast betur í stakk búnir til að standa af sér hugsanlegar sveiflur sem geta orðið í ávöxtun áhættusæknari sjóða. Þá er einnig áríðandi að kynna sér starfsreglur og þekkingu innan þeirra sjóða sem fjárfest er í. Lífeyrissparnaður er ankeri okkar þegar á eftirlaunaaldur er komið og því er mikilvægt að þau fyrirtæki sem treyst er fyrir miklum peningum til langs tíma standi á traustum grunni.“ Viðbótarlífeyrissparnaður er laus til útborgunar frá 60 ára aldri og er greiddur út með jöfnum greiðslum til 67 ára aldurs eða lengur eftir samkomulagi. Við 67 ára aldur er einnig hægt að taka út sparnaðinn í einni greiöslu. Sparnaðurinn er séreign sjóðfélaga og erfist samkvæmt erfðafjárlögum. 64 SKÝ Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.