Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 69
ALLT ER FERTUGUM FÆRT - SPV í fremstu röð í fjóra áratugi
Sparisjóður vélstjóra hélt upp á fertugsafmælið sitt þann 11. nóv-
ember síðastliðinn. Það var á kreppuárunum að stofnun hans kom
fyrst til tals, en það spjall leiddi ekki til frekari áforma. Árið 1957
var svo aftur vakið máls á því og bar þá Hafliði Hafliðason upp til-
lögu á stjórnarfundi Vélstjóraféiags íslands þess efnis að stjórnin
beitti sér fyrir stofnun sparisjóðs. Ári seinna var samþykkt að fá
lögfræðing til að semja reglugerð fyrir sparisjóð og var hún send
viðskiptaráðuneytinu þar sem leyfi var veitt fyrir starfrækslu pen-
ingastofnunar. Því var ekkert að vanbúnaði og sparisjóðurinn var
opnaður meö pompi og prakt þann 11. nóvember 1961 aó Báru-
götu 11, klukkan 11 árdegis.
Sparisjóður vélstjóra er sjálfseignarstofnun og eru stofnfjáreig-
endur hans tæplega 600 einstaklingar og félög sem kjósa á aðal-
fundi þrjá menn í stjórn. Borgarstjórn Reykjavíkur kýs einnig tvo
menn í stjórnina. Sparisjóðurinn varð strax og er enn öflugt fyrir-
tæki á íslenskum peningamarkaði, fjármálastofnun sem ávallt hef-
ur hagsmuni viðskiptavinarins í fyrirrúmi. Alhliða fjármálaþjónusta
býðst bæði einstaklingum og fyrirtækjum, sniðin að mismunandi
aðstæðum og þörfum viðskiptavina. Jóhanna Marta Ólafsdóttir,
markaðsstjóri Spv, segir grundvallarþættina í starfsemi sparisjóðs-
ins vera öryggi og sveigjanleika til að þjóna sem þest hagsmunum
viðskiptavinarins. „Þannig eru í boði á hverjum tíma mismunandi
innlánsform, sem gefa ávöxtun eins og hún getur best orðið á
hverjum tíma, og fjölbreytileg útlánaform sparisjóðsins eru með
hagstæðustu kjörum sem bjóðast hér á landi.“
milljónir króna sem er rúmum 700 milljónum meira en árið áöur,
eða 354,5 prósentum. Þessi góði hagnaður stafar að nokkru leyti
af sölu hlutar sparisjóðsins í Kaupþingi á árinu."
Lífsval
Spv vill veg og framtíð viðskiptavina sinna sem veglegastan. Flest
okkar hafa enda á teikniborðinu að lifa lífinu með reisn og mæta
svo ellinni með eftirvæntingu þegar daglegt amstur á vinnustað
hættir. Því borgar sig að sýna fyrirhyggju og eiga von á góðu þeg-
ar ellilífeyririnn kemur í stað mánaðarlegs launaumslags. fslend-
ingar geta nefnilega átt von á því að lifa við hestaheilsu í allt að
þrjátíu ár eftir að vinnuframlagi lífsins lýkur. Margir hugsa sér gott
til glóðarinnar á þessum dýrðartíma, vilja skoða heiminn, njóta
frelsis og og lifa lífinu Ijúft, án þess að þurfa að horfa um of í budd-
una. Af þeirri ástæðu býður Spv upp á séreignarreikninginn Lífsval
1 fyrir þá launþega sem vilja leggja inn viðbótarlífeyrissparnað til
eftirlaunaáranna. Lífsval 1 er góð leið til að tryggja næga afkomu
þegar líða fer á lokaár iffsins. Reikningurinn ber 6,0 prósent vexti
auk verðtryggingar. Nafnávöxtun var 17,72 prósent fyrstu sex
mánuði ársins 2001 og raunávöxtun var 6,38 prósent.
Morgunblaðið gerði nýlega þarfa úttekt á meðalraunávöxtun líf-
eyrisreikninga á síóustu fimm árum. Úttektin sýndi svo um munaði
að viðbótarsparnaður á Lífsvali 1 hefur frá upphafi verið hagstæð-
asta leiðin miðað við sambærilega kosti. Það eru leiðbeinandi tíð-
indi fyrir þá sem eru ringlaðir í frumskógi ávöxtunarleiða viðbótar-
lífeyrissparnaðar.
Morgunblaöiö geröi nýlega þarfa úttekt á meöalraunávöxtun lífeyrisreikninga á síöustu
fimm árum. Úttektin sýndi svo um munaöi að viðbótarsparnaður á Lífsvali 1 hefur frá
upphafi veriö hagstæöasta leióin miöaó viö sambærilega kosti.
Með á nótunum
Spv hefur ævinlega verið í fararbroddi íslenskra fjármálastofnana
að tileinka sér kosti nútímatækni og tölvuvæðingar. í maí 1999
var opnuð vefsíðan www.spv.is, en í mars 2001 var heimasíðan
uppfærð og heimabankinn færður í nýjan búning. Á síðunni er að
finna allar upplýsingar um starfsemi sjóðsins og þá þjónustu sem
fyrsta flokks bankastofnun veitir.
Um sama leyti og Spv opnaði heimasíðu sína 1999 tók fyrirtæk-
ið í notkun fullkomið símkerfi sem þjónustar alla afgreiðslustaði
sparisjóðsins. Þá var einnig notað tækifærið og breytt um síma-
númer sem er nú 575 4000. Eins var sett upp þjónustuver þar sem
þjónustufulltrúar svara fyrirspurnum viðskiptamanna auk þess sem
þeir veita ýmiskonar þjónustu á skjótvirkan hátt. Símanúmer þjón-
ustuversins er 575 4100.
Jafnhliða tæknibreytingum hefur Spv lagt áherslu á að efla per-
sónulega þjónustu og opna viðskiptavinum greiðar leiðir að starfs-
fólki sem er ávallt boðið og búið að veita þeim aðstoð og ráðgjöf.
Því hefur sparisjóðurinn nú ákveðið að stækka við sig og er á döf-
inni að opna nýtt útibú í Árbænum, en nú þegar er Spv til húsa í
Borgartúni, Síðumúla og Rofabæ.
Jóhanna Marta segir árið 2000 hafa verið besta ár Spv frá upp-
hafi. „Afkoman var sú langbesta í þrjátíu og níu ára sögu spari-
sjóðsins. Spv hefur oft og tíðum sýnt framúrskarandi hagnað, en
árið 2000 var einstaklega gott. Hagnaður eftir skatta var 908,9
Allir launþegar, sjálfstæóir atvinnurekendur og verktakar eru
skyldugir til að greiða lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð til tryggingar
réttar síns á lífeyri. Staðreyndin er hins vegar sú að lífeyrir verður
að meðaltali fjörutíu prósentum lægri en laun. Með það í huga er
alveg ijóst að viðbótarsparnaður í séreignarsjóði er með betri
fjárfestingum sem menn gera. Viðbótarlífeyrissparnaði fylgir
skattalegt hagræði og bætist mótframlag launagreiðanda við árlega
ávöxtun, sem ekki gerist ef um annan sparnað er að ræóa.
Launþegum er heimilt að greiða allt að 4 prósent af launum
sínum í séreignarsjóð og tryggja sér um leið mótframlag frá launa-
greiðanda. Það getur orðið allt að 0,4 prósent lögum samkvæmt,
en í kjarasamningum fjölda launþegasamtaka er reyndar kveðið á
um hærra mótframlag. Greiði starfsmaður 2 prósent eða meira ber
launagreiðanda að leggja á móti 1 prósent til viðbótar, en frá og
með 1. janúar 2002 hækkar það framlag í 2 prósent. Viðbótarlíf-
eyrir getur því samkvæmt þeim samningum orðið allt að 5,4
prósent, sé öll heimildin nýtt, en 6,4 frá 1. janúar 2002. Þeir sem
ekki nýta sér þennan möguleika eru í raun að missa af umsömdum
kjarabótum. Miðað við 150 þúsund króna mánaðarlaun getur
heildarframlag í Lífsvali orðið 9.600 krónur á mánuði, þó lækka
ráðstöfunartekjur aðeins um 3.698 krónur. Sé sparnaðartími 35 ár
ætti launþegi við 60 ára aldur 13.677.219 krónur sem samsvarar
eftir skatta 8.429.270 krónum. Er eftir nokkru að bíða?
ský 67