Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 40
A Hellisheiði liggja samhliða þrjár stærstu háspennulínur Landsvirkjunar til höfuðborgarsvæðisins. Fari að gjósa á því svæði gætu möstur fallið og rafmagns-
flutningur til borgarinnar rofnaó, sem hefði í för með sér gríðarlega röskun á tilveru borgarbúa.
að eldfjöll myndast þar sem þeirra er síst von og á áður óvæntum
stöðum. Eins gæti reynst afdrifaríkt í höfuðborginni ef gysi í Hengli
með miklu gjóskufalli yfir borgina og með mikilli sprengivirkni f
námunda við eldstöðina. Þá fellur gjóska á götur, þyrlast upp í and-
rúmsloftinu og kæfir bílvélar og aðra mótora á þann hátt að ekki
reynist unnt að notast við slík farartæki. Eins verður útivist öll
erfiðari við skort á hreinu súrefni og hugsanlega þyrfti að notast
við gasgrímur. Þannig er málum háttaö í borgum þar sem eldfjöll
eru í nágrenninu því mikið magn gjósku getur verið bráðdrepandi
og ástandið varað lengi þvf rykið svífur lítiö og hörfar á löngum
tíma, nema í bleytutíð.”
Þegar óvænt og fyrirvaralaust eldgos hófst á Heimaey aðfara-
nótt 23. janúar 1973 eftir 5000 ára goshlé var vindátt um eyjuna
óvenju hagstæð eða að suðvestan. Blés því gjóskunni frá eyjunni
en ekki yfir byggðina. Vindur er annars ríkjandi að suöaustan í
Vestmannaeyjum og er mat sérfræðinga að hin óvenjulega vindátt
hafi bjargað mörgum mannslífum þessa nótt því öllum eldgosum
fylgi eitrað og lúmskt gas sem hvorki finnst lykt af né sést. Vil-
hjálmur Knudsen kvikmyndatökumaður var staddur í Vestmanna-
eyjum við að mynda gosið. „Þaö var mjög einkennilegt að vera
þarna. Gasið var þannig samsett að gasgrímurnar sem við vorum
með virkuðu ekki og þegar maður var að mynda niðri í bænum leið
manni ekkert vel. Hjartað barðist við að ná í súrefni og mér leið
eins og ég væri með utanborðsmótor inni í líkamanum. Sérfræðing-
ur frá Sameinuðu þjóðunum kom til að meta ástandið og mælti
með því í kjölfarið aö þeir íbúar sem eftir voru og allir björgunar-
menn yfirgæfu eyjuna strax.”
Hafþór Jónsson, aóalsvióstjóri Almannavarna ríkisins, segir hættu
á banvænum áhrifum eitraðra gastegunda geta skapast í lægóum
og lautum í stafalogni, en þegargasið blandist súrefni þynnist það
fljótt út og áhrifin dvíni í samræmi við þaó. „Við stórfelldar hamfar-
ir í algjöru logni, sem er vel að merkja fátítt í vindasamasta landi
jarðar, geta því skapast hættulegar aðstæður á lágt liggjandi stöð-
um. Fyrstu merkin um gasmengun í Heimaey var að bærinn fylltist
af rottum sem flúðu upp á yfirborðið. Fólki er fyrst og fremst hætta
búin ef það fer inn í kjallara húsa eða djúpar lautir því gasið leitar
í lægðir. Því miður varð eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum, en það
hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir.”
BRÁÐÓGNANDI AÐSTÆÐUR
Ef landnám íslands hefði ekki orðið fyrr en nú á nýju árþúsundi væri
Reykjavík enn á ný besta hugsanlega bæjarstæði höfuðborgarinn-
ar að mati jarðfræðinga. í Reykjavík er nóg landrými, tiltölulega
láglent, gnægö vatnsbóla og uppsprettur heits vatns, bestu hafn-
arskilyrði landsins, lítil jarðskjálftavirkni og fremur lítil hætta á
hamförum. Flest hverfi Stór-Reykjavíkursvæðisins eru byggð á
holtum eða eins konar eyjum sem mynda náttúrulega vörn fyrir
hraunrennsli nálægt húsum. Yrði eldgos ofan við Reykjavík, til
dæmis í Hengli sem er í aðeins 24 kílómetra loftlínu frá efstu hverf-
um borgarinnar, gæti því hins vegar fylgt mikið hraunrennsli sem
38 SKÝ HAMFARIR í HÖFUÐBORGINNI
„Ef færi að gjósa gæti gosið í löngum sprungum eftir
öllum Reykjanesskaganum, allt frá Reykjanesvita og
upp á Hellisheiði. Sagan hefur sýnt að mörg gos verða
hvert á fætur öðru. Byrji eitt gos eru allar líkur á að
það haldi áfram og rifi upp Reykjanesskagann."
Karl Grönvold, jarðfræðlngur
leitaði niður á flatlendið við Elliðavatn og myndi brjóta sér leið nið-
ur Elliðaárdalinn. I miklum hamförum bryti það sér hugsanlega leið
inn Fossvoginn. „Eldgos ofan við Reykjavík myndi valda gffurlegri
röskun á Iffi okkar,” segir Páll Imsland. „Hraunrennsli ruglar alla
umferð, tekur vegi í sundur, hefur áhrif á vatnsból og rafmagn, rýfur
vatnsleiðslur og brýtur niður rafmagnsmöstur. Hraun hrekur líka vatn
á undan sér og gæti hrundið flóðöldu á undan sér niður Elliöaárdal-
inn. Byggðin á höfuðborgarsvæðinu er þó nokkuð vel varin frá nátt-
úrunnar hendi og ætti fólk að hafa tíma til að rýma hús sín. Hús við
Elliðavatn og í Elliðaárdal gætu samt hæglega farið undir hraun.”
Hafþór Jónsson hjá Almannavörnum segir söguna sýna að hraun
hafi runnið að byggð á Reykjavíkursvæðinu en að landslagið breyt-
ist eftir hraunrennsli og því ekki jafnauðveld rennslisleið fyrir hraun
á sömu slóðum í dag. Því finni hraunáin sér nýjar leiðir. „Eldgos
geta auðvitað verið mjög ógnandi strax. Ef færi að gjósa nærri
Grindavík gæti byggöinni þar verið ógnað tiltölulega hratt ef hraun
rynni í átt að bænum. Þá þyrfti að hafa hraðar hendur við björgun
fólks og verðmæta. Bráðógnandi aðstæður af völdum eldgoss í
tuttugu kílómetra beinni loftlínu frá Reykjavík ætti hins vegar að
gefa viðunandi tíma til að tryggja öryggi íbúanna.”
Á Stór-Reykjavíkursvæðinu búa 178.000 manns. Þegar svo-
nefndur Suðurlandsskjálfti skók og skemmdi hús á þjóðhátíðardag-
inn árið 2000, þorðu íbúar á Hellu og Hvolsvelli ekki annað en að
taka fram viðlegubúnað sinn og stunda tjaldbúskap þar til óhætt
var að lifa í húsunum aftur. Enn er búist við stórum skjálfta upp á
7 til 7,3 á Richter-skala á Suðurlandi og suðvesturhorninu. Ef svo
stór skjálfti riði yfir Reykjavík í svartasta skammdeginu og vond-
um veðrum má búast við svipuðum viðbrögðum borgarbúa og áttu
sér stað fyrir austan fjall. Tjaldborgir myndu rísa í almenningsgörð-
um, leikvöllum og öðrum opnum svæðum og fólk bræða snjó í prím-
mushituðum tjöldunum. Hafþór Jónsson segir borgarbúa myndu
vissulega verða óþægilega vara við jarðskjálfta yfir 7 á Richter.
„Trúlega yrði þó ekki mikið um niöurbrot á mannvirkjum. Alla
jafna þola timburhús jarðskjálfta best og flest steinhúsanna eru
vel byggð. í stóru skjálftunum 1929 og 1968 skemmdust mjög
fáar byggingar. Tjón af völdum skjálfta er yfirleitt í rökréttu sam-
hengi við þaó hversu lengi skjálftinn varir. Því lengri skjálfti því
meira tjón.”
Að sögn Ármanns Péturssonar hjá Almannavarnanefnd KIVIRS
(Kjós, Mosfellsbær, Reykjavík, Seltjarnarnes) yrði fólki sem flýði
hús sín komið fyrir í íþróttahúsum á höfuðborgarsvæðinu meðan
húsrúm leyfði. „í neyðaráætlunum gerum við ekki ráð fyrir að allir
flýi hús sín, enda kæmust ekki á annað hundrað þúsund manns í
íþróttahúsin sem tekin væru undir fjöldahjálparstöðvar. Eins þyrftu
menn að hafa með sér undir hendinni koddann sinn og sængina.”
BANNAÐ AÐ FLÝJA AF HÓLMI
Núverandi vióbúnaður og neyðarskipulag almannavarna byggist á
reynslu af atburðum fyrri ára, einkum náttúruhamförum, og hug-
myndum manna um mögulegar afleiðingar af ógnvænlegum atburð-
HAMFARIR í HÖFUÐBORGINNI SKÝ 39